dagur 6
í dag dró til tíðinda í ferðalaginu okkar. við tókum daginn alveg extra snemma og pökkuðum dótinu okkar niður. sigga tölti hérna um götuna og fann handa okkur aðra gistingu. ástæðan var sú að við vorum að deila herbergjum með animölum sem flokkast að okkar mati ekki undir skemmtilegan félagsskap, þó við séum með einsdæmum umburðarlyndar. fengum þetta líka fína hótel og strunsuðum að flutningum loknum fórum við í london eye. eitthvað leist arnari ekki alveg á þetta ferlíki, en lét sig nú hafa það samt. næst lá leið okkar í jólabúðina. iss... okkar búð er nú mikið flottari en þessi... huh... um kvöldið fórum við svo að sjá lion king á sviði. það var alveg rosalega gaman. gaman að sjá hvernig þeir útfæra öll dýrin og svo auðvitað stóðst maður ekki freistinguna og varð að humma með sumum lögunum... en það er allt í lagi. konan sem sat við hliðina á mér hún söng hástöfum hehe ég lét mér nægja að humma. hitinn var auðvitað alveg skelfilegur þarna inni... omg... ég hélt ég myndi bráðna ofan í sætið. en... ég mæli sumsé með þessari sýningu við þá sem eiga leið þarna um. arnar var orðin alveg svakalega þreyttur þegar sýningin var búin. hann endaði með að sofna í fanginu á mér, í strætónum á leiðinni heim þetta grey. en humm ég hefði líka sofnað af einhver hefði setið undir mér og leyft mér að kúra.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home