æfing 2
ég var löglega afsökuð fyrir að fara ekki á æfingu í morgun. ég var búin að hafa mig til í gærkvöldi, staulaðist um íbúðina við að setja alla hluti á auðfinnanlega staði svo ég yrði nú ekki of sein... og viti menn... kl tvö í nótt þá byrjaði ágúst að æla. svo það var dottað af og til en lítið sofið. hann hefur nú ekkert gert síðan sex í morgun svo vonandi er þetta búið. ég held að líkaminn hafi nú ekkert haft á móti því að fá að hvíla sig aðeins lengur áður en ný æfing væri tekin, og hann fékk þarna óvænta aðstoð við það :o)
1 Comments:
En þú mætir á morgun! Annars kem ég með jólasveinahúfuna hans Róberts og treð henni oní þig :) elskan
Skrifa ummæli
<< Home