páskalok
þá eru enn einir páskarnir að baki. vá hvað þetta fer allt saman hratt yfir. reyndar hefði þetta frí mátt vera alveg nokkrir dagar í viðbót, mér alveg að sársaukalausu. á morgun þarf ég að gera eitth og annað til að hjálpa mér við að takast á við þessa ákvörðun sem ég á yfir höfði mér og er búin að vera að velkjast í huga mér alla páskana. pffff erfitt....
annars var ASMA smíðanámskeið hérna hjá mér í kvöld. náðum alveg að þrauka til klukkan að ganga tólf. þykir nú bara nokkuð gott á þessum bænum. sit reyndar uppi með snakk og ídýfur og köku og eitthvað svona smálegt í óhóflegu magni..... vinsamlegast komið í heimsókn og bjargið mér frá því að fá öll þorskakílóin á mig aftur.
jæja en nú er komin háttatími hjá hörpu litlu, enda komin upp í rúm og klukkan orðin hálf tvö..... omg rúmir fimm tímar þar til ég þarf að vakna og henda strákunum í skólann. eins gott að drífa sig að sofna.... góða nótt elskurnar....
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home