Vertu ekkert að gera grín að götunum mínum. Ég var næstum farin á hausin við að kaupa lokkana. Mig langaði nebblilega í gullhringi, en þeir sem hentuðu mínum einfalda smekk kostuðu 4000 kr parið. Semsagt 8000 kr í eyrun á mér. Ég var nú ekki alveg tilbúin að punga því út, þannig að silfur lokkar á 500 kr parið hentuðu mínum eyrum mikið betur. Só, silfur skal það vera.
Annars er eitthvað dauft yfir hugmyndafluginu hjá mér núna. Ég er að horfa á Grímuna. Voðalega er þetta e-ð uppskrúfað lið. OK ég skal viðurkenna það, að það eru ekki allir þannig, en frekar margir. Jæja ég segi það ekki, fólk hefur misjafnan smekk, sem betur fer, því annars væri ekkert fyrir mann að tala um. hehe. En mér finnst þetta í sjálfsögðu hið besta mál að hafa svona verðlaun, alveg eins og Edduna.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home