það tókst ekki :(
ég sníkti mér far heim, nennti ekki að drepa mig við að labba í hálkunni. en það er nú ekki það versta. þegar ég kom heim fékk ég mér nammi, stórt :( ég sem var búin að standa mig svo vel í dag....... hætti meira að segja í kaffi í morgun þegar ég var farin að dragast ískyggilega að konfektinu. við vorum nefnilega svo forsjál í minni vinnu að við geymdum smá konfekt til að við gætum étið okkur niður. ólíkt önnu kristínu og hennar vinnu. hehe nú þarf ég bara að finna mér einhvern góðan kvöldmat. þetta finnst mér leiðinlegast við svona breytingar. ég get alveg farið í leikfimi, en að finna út hvað ég á að borða og hvað ekki, það getur alveg farið með mig. ég er nefnilega þessi djúsí týpa........... mér finnast hamborgarar og kjúklingar og salöt með majonesi rosa gott. ef það er bara nógu feitt þá get ég borðað það og mikið af því. ég segi það ekki að ef einhver myndi leggja á borð fyrir mig öðruvísi mat, þá borða ég hann, ég er ekkert matvönd þannig, mig bara langar ekkert í hann. æ þið vitið hvað ég á við er það ekki?
þá er bara að standa sig betur á morgun er þaggi :) ágúst er nú reyndar komin til mín núna, ég veit ekki hvort hann verður hjá mér í nótt, ef svo er þá er ég löglega afsökuð fyrir að fara á fætur kl 6. hehehe kannski ég bjóði honum bara að vera..............
gisting í lundúnum
ég hef ekki haft mikið að gera í vinnunni í dag, svo ég er búin að vera að ráfa um á netinu í leit að gistingu í london. ætla svo að reyna að bóka fljótlega svo að ég klikki ekki á fluginu. það er nú alveg lágmark að komast út á réttum tíma ekki satt. anna kr og haukurinn verða á sama tíma þarna, og hann er farin að liggja yfir veðrinu. hah ég er nú ekki alveg svona slæm, ekki ennþá í það minnsta. hann er nú ekki einu sinni búin að redda sér gistingu, það er kannski þess vegna sem hann er að spá í veðrið. ætlar kannski bara að hafa með sér moggann og gista ódýrt. nei þetta var nú ljótt af mér. fyrirgefðu haukur. ég skal bjóða þér bjór í staðinn í lundúnum. hehehe (ein nokkuð viss um að hann les þetta ekki).
stjörnuspáin
Þú þekkir ekki status quo og drífur vinnufélaga þína með þér hér í byrjun janúar. Þetta er þitt hlutverk og þú munt eflast svo um munar og ná miklum árangri þegar fram í sækir ef þú ert staðráðin/n í að leyfa engum að hafa neikvæð áhrif á þig á nokkurn hátt.
jamm. ég held það sé bara ekkert um þetta að segja. sjáum hvað setur. veit ekki hvað ég ætti að draga vinnufélagana í en, huh ég veit nú heldur ekki allt.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home