hmmmm klukkan er hálf fimm á laugardagmorgni. og af hverju er ég vakandi. jú það er partý einhversstaðar í húsinu, og mér er ekki boðið. :( það er nefnilega galli hérna við þetta hús, að það bergmálar svo mikið hérna á milli þessara tveggja álma, ég er búin að sofa eins og engill, þangað til að þau þurftu að fara út á svalir, eflaust til að reykja, með tilheyrandi hávaða. en það vill svo til að þetta eru ekkert svo leiðinleg lög, maður verður bara að tralla með opna sér bjór og lifa sig inn í stemminguna. verst að þau tala svo mikið líka.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home