.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

fimmtudagur, júní 05, 2003

Við Lilja erum búnar að skemmta okkur konunglega í vinnunni undanfarna daga. Eins og fram hefur komið var Hollendingur í heimsókn hjá okkur, og var hann að reyna að uppfæra okkur. Þ.e. hvernig við gætum náð betri myndum o.s.frv. Við erum búnar að láta eins og fífl á meðan. Lilja sagði honum meðal annars að mér gengi þetta svo brösuglega vegna þess að ég væri með of stór brjóst og of stutta handleggi. Ég gæti ekki krosslagt hendurnar fyrir framan mig. Kannast einhver annars við þetta vandamál. En ég gat soldið sem þau gátu ekki. Ligga ligga lá. Ég gat krækt höndunum fyrir aftan bak. Hahh.

Við erum svoleiðis búnar að skjóta hvor á aðra síðustu daga, alls kyns athugasemdum, og flissum svo eins og fífl. Þetta er búið að vera hin mesta skemmtun ( alla vega fyrir okkur). Eymingja Rudy (þ.e. Hollendingurinn) vissi ekki alveg hvernig hann átti að höndla þetta til að byrja með, en hann var nú alveg að ná okkur svona í restina. Hann hafði líka orð á því þegar hann fór hvað það væri gott þegar fólk næði svona vel saman eins og við gerum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home