jæja þá er búið að gifta fredrik og mary, og ólafur mætti ekki. allt í uppnámi. ég er ekki alveg að skilja þetta allt saman, en ég skil ekki mitt eigið líf hvernig á ég þá að geta skilið annarra.
ég er í þvílíkum vandræðum. mig vantar svartar buxur eða pils og ljósa skyrtu fyrir sunnudaginn. við erum með tónleika, og þetta er klæðnaðurinn sem farið er fram á. mjög einfalt og maður skyldi ætla að þetta væri eitthvað sem væri til í öllum fataskápum. nei ó nei ekki í mínum. ég veit ekki alveg hvernig ég á að leysa þetta vandamál. annars var ég heima í dag. ég var komin á fætur í morgun, frekar sloj, og var að fara að storma í vinnu þegar sótti að mér mikil ógleði, með tilheyrandi uppköstum, þannig að ég skreið aftur upp í rúm, og svaf til hádegis :) fór á kóræfingu í gær (fimmtudagskvöldið), var þá að fá hálsbólgu, röddin alltaf að bresta, ég var eins og unglingsstrákur í mútum. svo er aftur æfing í fyrramálið svo það er eins gott að hrista þetta úr sér í snatri. en nú er vandamálið að ég svaf svo mikið í dag að ég get ekki sofnað núna. það er vandlifað i þessari veröld.