.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

laugardagur, maí 15, 2004

jæja þá er búið að gifta fredrik og mary, og ólafur mætti ekki. allt í uppnámi. ég er ekki alveg að skilja þetta allt saman, en ég skil ekki mitt eigið líf hvernig á ég þá að geta skilið annarra.

ég er í þvílíkum vandræðum. mig vantar svartar buxur eða pils og ljósa skyrtu fyrir sunnudaginn. við erum með tónleika, og þetta er klæðnaðurinn sem farið er fram á. mjög einfalt og maður skyldi ætla að þetta væri eitthvað sem væri til í öllum fataskápum. nei ó nei ekki í mínum. ég veit ekki alveg hvernig ég á að leysa þetta vandamál. annars var ég heima í dag. ég var komin á fætur í morgun, frekar sloj, og var að fara að storma í vinnu þegar sótti að mér mikil ógleði, með tilheyrandi uppköstum, þannig að ég skreið aftur upp í rúm, og svaf til hádegis :) fór á kóræfingu í gær (fimmtudagskvöldið), var þá að fá hálsbólgu, röddin alltaf að bresta, ég var eins og unglingsstrákur í mútum. svo er aftur æfing í fyrramálið svo það er eins gott að hrista þetta úr sér í snatri. en nú er vandamálið að ég svaf svo mikið í dag að ég get ekki sofnað núna. það er vandlifað i þessari veröld.

fimmtudagur, maí 13, 2004

úfff ég hrökk aftur við núna þegar ég opnaði þetta. hrollur. ég verð lengi að venjast þessu. ég er að spá í að taka að mér að verða umboðsmaður leigubílstjóranna. ég svoleiðis redda þeim túrum til keflavíkur alveg á færibandi. strákarnir (í vinnunni ekki synir mínir)fóru til japan í gær, og auðvitað skutlaði elskuleg systir mín þeim fyrstu kílómetrana, svo fór hann kall í dag sem er búin að vera að reyna að berja upplýsingar inn í hausinn á mér undanfarna daga, og gummi fór með hann. svo mér finnst að ég eigi að fá prósentur. :)

miðvikudagur, maí 12, 2004

ég gleymdi sem sagt að minnast á það að þann níunda þessa mánaðar sem var nú trúlega á sunnudaginn ef ég man rétt, þá var liðið eitt ár síðan ég skrifaði hér fyrst. vááá. og þvílíkt ár ég segi nú ekki meira

almáttugur hvað kom fyrir ????!!!!!??????

ég veit það eru nokkrir dagar síðan að ég skrifaði hérna síðast, en ég bara þekkti mig ekki þegar ég opnaði bloggið núna. það er búið að breyta öllu draslinu hérna. það hafði auðvitað engin fyrir því að spyrja mig álits. ´og ég skal nú bara segja ykkur það að ég mátti nú eiginlega ekki við þessari breytingu. því alla þessa viku (sem sagt dag gær og fyrradag) þá hefur verið í vinnunni hjá mér maður frá washington til að kenna okkur stöllum betur á hjartaúrlesturinn. svoleiðis lagað er alveg nóg fyrir mig og flokkast ég nú ekki undir neina meðalmanneskju hehehehe. við lilja vorum með óráði áðan, hlógum eins og fífl (og það var sko ekkert fliss í gangi heldur alvöru hlátur) af öllu sem okkur datt í hug (og öllu hinu líka) og aumingjans maðurinn vissi orðið ekkert hvernig hann ætti að taka okkur.

svo kem ég hingað í athvarfið mitt (það er tölvuna) og viti menn þá er verið að láta mann læra eitthvað nýtt þar líka, svo ég get ekki gert þetta svona heilalaust eins og alltaf. úff.

ástæðan fyrir því að ég hef alveg látið tölvuna mína sitja á hakanum síðustu daga er sem sagt sú að ég er nú búin að vera í vinnunni svona aðeins lengur en til fjögur, og svo eru bara brjálaðar kóræfingar. nú og svo verður maður nú að sinna persónulegum þörfum eins og svefni. nú er klukkan sem sagt um níu að kveldi og ég alveg að detta út. hehehe það er sko engi kóræfing í kvöld, svo það er kannski eins gott að nota tímann og sofa :)