rope yoga..... já mikið rétt. ég skráði mig á námskeið og fór í fyrsta tímann í gær. hefði nú haldið það... hengdi fæturnar á mér í bönd, lagðist út af og svo var toga og teygt á alla mögulega sem ómögulega vegu. þetta var bara alveg þokkalegt... allavega hlakka ég til að fara í næsta tíma. ég auðvitað kemst ekkert í næsta tíma því þá verð ég í skólanum, svo ég ætla að reyna að mæta kl 6 20 á föstudagsmorguninn til að bæta mér það upp.... omg... sextuttugu... hvað er ég að pæla... úfff ég verð mygluð... en ég er samt allavega með smá harðsperrur í maganum í dag... ekkert miklar en svona ég veit allavega af því að ég var að gera eitthvað...
hhmmm ég er enn að bíða eftir svari frá bankanum.... úff hvað það er erfitt að bíða.. þá er bara að vera með happy thoughts :) krossa fingur og taka ömmu á eintal kannski ;) þori nú ekki að fara í kirkjugarðinn með mömmu samt aftur, eftir að hún reyndi að drepa mig þar í sumar... verð að láta mér nægja að kasta á hana kveðju svona úr fjarska... eða allavega að sjá til þess að mamma verði hvergi nærri.