.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

laugardagur, apríl 17, 2004

haldið kyrru fyrir í sætunum þar til myndavélin hefur numið staðar

ég keypti teiknimynd fyrir strákana í london. það var konungur ljónanna þrjú. sigga kom í heimsókn í dag, og sagði mér að þetta væri mjög góð mynd, þannig að við enduðum með því að henda henni í tækið, og guð hvað ég hló mikið. ég held ég hafi bara ekki ´séð jafnfyndna mynd ever. þarna sátum við í stofunni, ég, sigga, birna, björn og ágúst og við hreinlega veinuðum úr hlátri. mamma sat inn í eldhúsi og hló að okkur, hehehe. ég mæli með þessari mynd fyrir alla aldurshópa. fórum svo til mundu seinnipartinn, og máttum til með að sýna henni myndina líka, og ég hló ekkert minna.

annars fór ég og keypti mér hjólið, og byrjaði auðvitað á því að hjóla heim og það er allt uppí móti. váááá ég var þreytt. þessu þarf að breyta, nú verður sko hjólað.

nú á ég fullt af úrvals kartöflum
dirrilidei
bestar bragðast soðnar potti í
damm damm damm
rauðar gular sumar á stærð við haus.

ég er að spá í að fá hana rebekku til að skutla mér niður í húsasmiðju ( alltaf svo gaman í húsasmiðjunni) og kaupa mér hjól. hljómar það ekki vel.

föstudagur, apríl 16, 2004

þvílíkt letilíf núna. ég er ekki búin að gera neitt af viti síðan ég kom heim, enda fæturnir á mér búnir að vinna fyrir smá hvíld. þarf að leyfa blöðrunum að gróa :) ligg uppí rúmi og horfi á bíómyndir. svona er lífið tímon.

jæja´þá erum við komnar heim úr mjög svo vel heppnaðri ferð. held við séum báðar sammála um það. höfðum okkar einka flugfreyju á leiðinni, sem sá til þess að við fengjum bestu sætin í vélinni. hehe. það var búið að troða okkur lengst aftur í rassgat á honum snorra (það er sko vélin, fórum með leifi út) svo rétt áður en við tókum á loft kom hún sibba til okkar og bauð okkur að setjast við útgangin. hún ætlaði nefnilega að fá far með okkur í bæinn, og vildi sjá til þess að við myndum vera snöggar út úr vélinni, svo hún kæmist sem fyrst heim. hehehe. hún stóð sig að sjálfsögðu ljómandi vel. við höfðum einmitt orð á því áður en við fórum um borð, hvað hún væri nú heppin að þetta væri edrú ferð. annars hefðum við ábyggilega böggað hana út í eitt. hhhmmmm.

annars vorum við dagný sammála um eitt sem við sáum í kynningarmyndbandinu hjá flugleiðum. tókum eftir þessu á leiðinni út og svo aftur á heimleiðinni. það er verið að hvetja fólk til að loosen up eins og sagt er, og teygja úr skönkunum svo það stirðni ekki. og til verksins er fengin kona sem sýnir (í myndbandinu) hvernig hægt sé að framkvæma nokkrar æfingar. nema hvað að við horfðum bara hvor á aðra og spurðum: hvað er konan að gera. við vorum alveg pottþéttar á því að það væri eitthvað að gerast þarna í sætinu hjá henni sem ekki kæmi fram í myndinni. hey komm on, teygjur my ass. við vorum sannfærðar um að hún færi nú bara bráðum að renna útúr sætinu.... ok þessi skrif mín eru kannski ekki fyrir viðkvæmar sálir, en það er þetta myndband þá ekki heldur. nema það séum bara við tvær sem erum svona viðkvæmar hahaha.

en ásbjörn kom sem sagt á limmunni með stóra plássið (not) að sækja okkur þrjár og ég var svo heppin að mér var skilað fyrst. leikur við mig lánið. svo nú ætla ég að fara að sofa, því ég stefni á að fara að vinna í fyrramálið.

só sí jú

og dagný...... takk fyrir ferðalagið :)

fimmtudagur, apríl 15, 2004

eitt sem mér fannst sniðugt á tónleikunum. í gegnum tíðina þegar hafa komið róleg lög þá hefur fólk verið að kveikja á kveikjurum og svona rugga með. í dag er það úrelt. þú kveikir á símanum þínum og lætur hann lýsa. klárt ekki satt. engin eldhætta þar á ferð :)

ég fer ekkert ofan af því að þetta var alveg frábært. ég er svo ánægð með að hana hringt í dagný þarna í desember til að plata hana með mér. ég veit ekki hvað wembley arena tekur marga í sæti, en ég held ég geti alveg sagt að það hafi verið nánast fullbókað. það var smá svæði þar sem enginn sat, og ég held það sé nú aðallega vegna þess að þá varstu í raun að sitja allt að því aftan við sviðið.

við fórum á mc donalds fyrir tónleikana og það settist hjá okkur maður sem er allavega tíu árum eldri en við. við ákváðum að láta vaða, og spyrja til vegar. þá var þessi maður líka á leiðinni á tónleikana. upphófst þá mikið spjall um hljómsveitina, og hann fór að spyrja okkur útúr, hvað væru margir taylorar og hvort þeir væru skildir, hvaðan kemur nafnið. nú við auðvitað rúlluðum þessum spurningum upp, enda sannir aðdáendur á ferð :)

upphitunarhljómsveitin var alveg víðáttu leiðinleg. spilaði fullt af einhverjum lögum sem voru öll eins, söngkonan var ekkert slæm, en lögin þannig að það var í lagi að hlusta á eitt en ekki heilan haug. það var ekki fyrr en hljómsveitin var farin af sviðinu sem maður fór að geta sungið með tónlistinni sem var spiluð og komist í almennilegan gír.

og svo rann stóra stundin upp og skyndilega varð maður fimmtán aftur eða hvað það nú var. ekki hefði mann grunað á þeim tíma að maður ætti eftir að fara á tónleika með uppáhaldshljómsveitinni sinni tuttugu árum seinna. maður minn lifandi. en svo komu öll gömlu góðu lögin. reflex, rio, girls on film, notorious, wild boys (varð okkur enn og aftur hugsað til allýar), save a prayer, careless memories, planet earth og fleiri og fleiri, ásamt nokkrum nýjum.

að maður skuli ekki hafa gert þetta áður, þ.e. að fara á svona stóra tónleika. langar svolítið að vita hvað staðurinn tekur marga, bara svona til að fá fílinginn :)

þetta var bara eitthvað það æðislegasta sem við höfum gert. maður minn lifandi. þeir voru alveg meiriháttar. og lögin, það var eins og maður hefði verið að syngja þau bara síðast í fyrradag, en ekki fyrir tuttugu árum hehehe við erum svoleiðis með suð í eyrum, og okkur finnst verst að strákarnir eru farnir að sofa, okkur langaði að fara heim og hlusta á lögin og syngja með. við sungum svoleiðis og dönsuðum og klöppuðum og allt sem maður á að gera á svona tónleikum. ég held við náum okkur ekkert niður aftur hahaha. það var svo gaman að dagný meira að segja þurfti ekkert að pissa, þannig að þá getið þið bara rétt ímyndað ykkur hvernig þetta var...........

en meira á morgun

nótt

miðvikudagur, apríl 14, 2004

jæja þá leggjum við í hann. jjjjíííííhhhhaaaaa duran duran rules :)

þriðjudagur, apríl 13, 2004

obbosí. hún er nú búin að versla en engan cd. hún hljóp með mig í gegnum svoleiðis búð í dag, svo ég myndi ekki stoppa of lengi. hahaha ég var búin að segja henni að þessar búðir væru minn akkilesarhæll. en ásbjörn minn ég skall passa hana rosalega vel þ.e. að hún kaupi réttu hlutina hahaha :) mér tókst að vísu að láta hana kaupa sér óléttuföt, og barna fötin dúddamía. sem betur fer vitum við ekki hvort þetta er strákur eða stelpa því þá fyrst hefðum við misst okkur í mothercare í dag.

erum enn og aftur búnar að labba og labba. okkur finnst verst að hafa ekki haft á okkur göngumæli í ferðinni því við erum sannfærðar um að við séum langt komnar með að ganga hringinn í kringum landið, (reynir pétur hvað.....) við erum komnar með svo stælta fótleggi að við getum verið í stuttum pilsum í allt sumar. byrjuðum á kings road, gvuð það voru bara svona dýrar búðir, pössuðu sko ekki okkar buddu. nóvei hósei. svo þá var það bara gamla góða oxford street. búnar að prufa fullt af klósettum í dag líka. erum að spá í að setja upp svona síðu fyrir ófrískar konur um hvar er hægt að pissa, og hvar er hægt að kaupa óléttuföt.

ennnnnnn nú eru bara nítján klukkutímar þangað til að tónleikarnir byrja. jjííííhhhhaaaaa það verður gaman. þeir eru með fyrri tónleikana í kvöld. jó okkur hlakkar svooooo til.

mánudagur, apríl 12, 2004

og enn erum við búnar að labba og labba og labba og labba......... strákarnir eru búnir að draga okkur út um allt, við erum gjörsamlega gengnar upp að herðablöðum ef ekki lengra. fórum að vísu að mestu á sömu staði og í gær, til að byrja með, því þeir vissu ekki hvað við vorum búnar að þramma mikið, en svo fórum við í covent garden og allt og allt. löbbuðum í allt þrisvar yfir millenium brúna og geri aðrir betur. huh! við buðum þeim svo út að borða á veitingastað sem heitir svo mikið sem........bankside að mig minnir. það var bara mjög fínt. fórum heim í strætó, og svei mér ef það var ekki illa klikkaður bílstjóri. við máttum bara þakka fyrir að komast alla leið heil á höldnu. en það hafðist, að við náðum að skríða hér inn, eins og fyrr segir hálfdauðar úr þreytu.

en nú fer að koma háttatími á okkur. svo bæ for now.....

þetta er alveg yndislegur staður sem við erum á núna. er kallaður bow quarter, og er svona homma vænt hverfi. hehehe ekki veitir af fyrir okkur dagný. þessi bygging er gömul elspýtuverksmiðja bryant may eldspítur voru búnar til hérna í trilljón ár eða svo. hér er sundlaug, íþróttasalur, veitingastaður, búð...... þetta er svona staður þar sem þú þarft ekkert að fara út frekar en þú vilt. en við ætlum sko að fara út því strákarnir eru í fríi, og þeir eru að sjóða saman einhverja dagskrá fyrir okkur. god þið ættuð bara að sjá bílinn þeirra. þeir komu sem sagt á lestarstöðina í gærkvöldi og sóttur okkur, annar þeirra kom á bílnum til að taka töskurnar en hinn labbaði með okkur. bíllinn er sem sagt tveggja sæta mercedes bens, svona blæjubíll..... alveg hryllilega flottur. en auðvitað ekki pláss fyrir neinn í honum, en hverjum er ekki sama. þeir eru jú bara tveir.

nú er bara að skvera sér í sturtu og fá sér eitthvað í gogginn og halda áfram að labba og labba og labba og labba og........................................

p.s. dagný er svefnpurrka hún sefur enn....

sunnudagur, apríl 11, 2004

ó guð. hvað er hægt að hafa það betra. nú erum við dagný komnar til hommanna okkar. og þvílíkt dásemdar líf. þeir eru að sjálfsögðu með þráðlaust net, svo ég get bara legið í tölvunni og leikið mér. home sweet home. nei nei það er nú ekki alveg svo slæmt. dagný fór að hlæja að mér í gær, því þegar að við vorum á leiðinni í vms þá var ég farin að hlaupa við fót, mér lá svo á að komast í tölvu hehehe og svo þegar ég var búin að lesa póstinn minn og skrifa fréttir af okkur þá var ég í svo ljómandi góðu skapi. hún lét þetta hljóma eins og ég væri búin að vera í fýlu allan tímann. hahaha. neinei sambúðin gengur bara vel hjá okkur, allavega finnst mér það. ég leyfi henni kannski að komast í tölvuna ef hún verður góð og skrifa sína hlið á málunum..... við sjáum til.

en helstu fréttir af okkur síðan í gær eru þær að þegar við vorum að rölta á hótelið orðnar vel lúnar þreyttar í baki og fótum, þá duttum við óvart inn í íþróttabúð því dagnýju vantaði strigaskó. jújú svo mátaði hún skóna og var að skoða einhvern bol og við létum auðvitað eins og fífl, þegar að við tókum eftir einhverjum ábyggilega inverskum strák sem stóð og horfði á okkur skælbrosandi. við ákváðum að honum finndist svona undarlegt að heyra í okkur og sjá okkur fíflast svona. nú svo var hann allstaðar í búðinni þar sem við vorum, og að lokum gekk hann til dagnýjar og spurði: "what is your name?" hún sagði honum það, og hann auðvitað skildi ekki rassgat, svo vildi hann vita hvaðan hún væri, og hann hafði ekki hugmynd um hvar ísland væri. við bara huh! en hann vildi endilega halda áfram og sagði: mér finnst þú svo falleg ég vildi að þú værir kærastan mín. dagný varð alveg eins og álfur, vissi ekki alveg hverju hún ætti að svara. ég fékk kast og rölti mér í burtu. hann hélt bara ótrauður áfram hvað hún væri að fara að gera, hvort hún vildi fá sér kaffi með honum..... þú ert svo glowing...... já sagði dagný, það er vegna þess að ég er ófrísk...... hann bara fórnaði höndum þetta grey wowowowow og síðan hefur ekkert til hans spurst. dagný var að sjálfsögðu hin ánægðasta með að einhver skildi reyna við hana í sportbúð í london, og skrifaði sms til barnsföðurs síns í miklum flýti til að monta sig. hún er ekki enn komin niður á jörðina.

í dag fórum við á speakers corner í hyde park. þar stóð að sjálfsögðu fólk sem reif sig alveg í hástert yfir öllu og engu. svo drusluðumst við með töskurnar okkar á kings cross station og geymdum þær þar, fórum úr unergroundinu við tower bridge, og löbbuðum svo yfir í london eye, og fyrir þá sem ekki vita, þá er það nú ekkert áberandi stutt labb. við vorum því voðalega glaðar þegar að við fengum sms þess efnis að strákarnir væru komnir heim svo við máttum fara að koma okkur til þeirra.

gosh ég er frekar syfjuð núna svo ég held ég haldi bara áfram á morgun.