.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

laugardagur, júní 14, 2003

Nú er maður alveg að hamast við að vera e-r rosa gella. Fór áðan og keypti mér eyrnalokka í öll fjögur götin mín. Það er alveg ár og dagur síðan ég setti í mig eyrnalokka síðast, sérstaklega í "litlu götin" Ég þurfti að vísu að fá hjálp frá henni Birnu til að setja lokkana í mig, maður er orðin svo aldraður !!! Annars er e-ð rosalega lítið um að vera þessa dagana. Þetta líður bara áfram. Nú eru tengdó í heimsókn hjá okkur, og verða fram á þriðjudag. Það er verið að gæla við þá hugmynd að Ágúst fari með þeim til Eyja þá, en það á nú eftir að koma í ljós hvernig það verður allt saman.

Ég er nú samt rosa dugleg að fara út að hlaupa núna. Ég má þó allavega vera ánægð með það. Ég er að vísu ekki alveg að fara eftir áætluninni, en ég er búin að sjá það að þó að ég geti ekki aukið við tímann ennþá, þá kemst ég lengra en ég gerði í upphafi, og það er þó alltaf e-ð. Ég segi nú ekki að kílóin og cm séu neitt að fjúka af mér, en kemst þótt hægt fari. Nú er ég lika komin með hjólið hennar SM þannig að þegar að Ásmundur fer að vera heima á morgnana næstu vikur, þá ætla ég að hjóla eða labba í vinnuna. (hljómar vel, en við spyrjum að leikslokum).

föstudagur, júní 13, 2003

Well another day goes by. Föstudagurinn 13. Mér hefur nú alltaf líkað vel við þessa daga. Við Ágúst fórum í vinnuna áðan að fá okkur kökur. Það var svona uppsafnað afmæliskaffi. VIð höfum gert þetta annað slagið að vera með kaffi til heiðurs afmælisbörnunum. Þetta var þvílíkt hlaðborð og huggulegheit. Nú er verið að tala um að ég fari til Washington 25 ágúst og verði í tvær vikur. Það verður nú alveg ljómandi fínt held ég.

Ég fór í gær með honum pabba að fá frítt bensín í Bæjarlindinni. Þvílík traffík. Pabba fannst svo gaman, það var bara eins og jólin væru að koma. Rosa stuð. fengum gefins kók og eina máltíð á Kentucky líka. Það var rosalega gott veður. Maður sat bara fáklæddur úti allan daginn. Svona eiga sumarfrí að vera. Svo var að vísu grenjandi rigning í morgun og allan dag, en það verður víst líka að vökva svolítið. Horfið á björtu hliðarnar.

miðvikudagur, júní 11, 2003

Það tókst það tókst. Ég keypti mér kjól í dag. Þvílík gleði. Nú vantar mig bara smá aukahluti svo er þetta komið. Annars er annað sem ég gerði í dag sem ég er ekki síður stolt af. Ég fór með pabba til "læknis". Hann kom með hálfum huga með mér (var sannfærður um að ég væri að gera honum einhvern grikk). Þeir sem þekkja manninn vita að hann er ekki neitt voðalega hrifin af læknum og þeirra veseni, s.s. skoðanir, prufur og nálar. Viti menn haldið þið ekki að "læknirinn" hafi troðið nálum í hann allan. Ég sem sagt fór með hann í nálastungur. Þvílík hetja (þá meina ég bæði ég og pabbi). Honum fannst þetta svo gaman að hann er alvarlega að íhuga að gera þetta við fyrsta tækifæri aftur.

Við erum enn að berjast við að helluleggja innkeyrsluna. Reyndar erum við ekki komin svo langt, heldur erum við enn að reyna að hafa undirlagið í réttri hæð. Þetta er allt að mjakast í rétta átt (held ég) tekur smá tíma, en það er allt í lagi. Maður er þó allavega að gera e-ð.

Eitt sinn var mér unnað
allt var þá svo dásamlegt
sérhver stund er áttum saman býr í brjósti mér
( Toy story)

þriðjudagur, júní 10, 2003

ég veit ekki hvernig þetta endar allt saman. Ásmundur kom ekki heim með tölvuna, þannig að ég er í neðra að pikka á þetta skrímsli sem kallast tölva. Ég verð að komast til USA og kaupa mér mína eigins tölvu. Nú er sem sagt liðin fyrsti virki dagurinn í fríinu mínu. Hann byrjaði ljómandi vel. Elli hringdi í mig og bauð mér tíma í nuddi kl 10, þannig að ég spratt upp úr rúminu með miklum ´látum og fór út að hlaupa, í bað (ég hljóp ekki í baðinu heldur fór í bað eftir hlaupin), plataði móður mína elskulegu til að lána mér bílinn sinn og brunaði í Breiðholtið í nudd. Vitið þið að ef ykkur vantar nudd þá mæli ég alveg hiklaust með honum Ella. Hann er með allar mögulegar tegundir af nuddi á boðstólnum, og er alveg frábær (allar nánari uppl. veittar í síma ....) Þegar hann var búin að nudda mig alla frá toppi til táar fórum við mamma og SM til ömmu og Ketils í Kirkjugarðinn og settum blóm hjá þeim. Báðumst um leið margfaldlega afsökunar á lélegri frammistöðu undanfarið, en þeir eru farnir að loka og læsa kirkjugarðinum á kvöldin, þannig að maður kemst ekki inn. Ég er nebblilega svo mikið fyrir að vera að ráfa um í kirkjugarðinum eftir miðnætti, wooooaaaahhhh.

En hvað um það. Ég ákvað að fara í verslunarleiðangur. Mig vantar svo mikið föt að það er ekki fyndið. Ég t.d. ekki eina einustu spariflík og það er búið að bjóða okkur í tvö brúðkaup í sumar. Svo ég strunsaði um alla Smáralind (fór að sjálfsögðu í allar smástelpubúðirnar) og fann ekki neitt. Hugsaði með mér að ég ætti nú að fara líka í Debenhams og sjá hvað væri til. Þá fékk ég þessa snilldarhugmynd að fara að skoða undirföt. Þeir auglýsa þessa fínu þjónustu með aðstoð við kaup á brjóstahaldara. Ég strunsaði að borðinu og bað um hjálp, og þar kom ung, bráðmyndarleg stelpa fró mig inn í búningslefann skipaði mér úr til að geta mælt hvaða stærð ég þyrfti. hmhm. Ég lét tilleiðast, hún mældi, hallaði sér síðan aftur horfði á mig og sagði: "ég ætla að láta þig í 36 -38 .......... (sei nó mor). Hm hm sagði ég og brosti bara. Ég var nefnilega búin að telja mér trú um að þetta væri allt saman á réttri leið hjá mér (það er að segja niður á við). Hún skveraði sér fram og kom til baka með ein TÍU stykki í hendinni. Mátaðu þetta sagði hún, og bætti svo við: " ég er voða hrifin af þessum hérna, hann er svona minimizer, heldur rosalega vel að". Hvernig ætli þú vitir það góða. Þú ert með brjóst á stærð við vörtuna á stóru tánni á mér. Er þetta e.t.v. svona one size fits all, haldari eins og við sáum í Lundúnum hérna um árið. Til að gera langa sögu stutta, þá mátaði ég heilan helling af brjóstahöldurum varð þunglyndari eftir því sem ég mátaði fleiri. Setti svo upp voða fínt bros þegar ég skilaði þeim öllum aftur og sagði :" ég ætla aðeins að hugsa málið". Að þessu loknu var ég komin í svo vont skap að mér datt ekki í hug að athuga á fleiri stöðum hvort ég fengi einhverja flík. Þetta er bara einfaldlega það leiðinlegasta sem hægt er að gera, þ.e. að kaupa sér föt. En á morgun byrjar allt upp á nýtt og ég legg aftur af stað í leiðangurinn mikla. Nánari fréttir síðar.

mánudagur, júní 09, 2003

Ég sit núna uppi og þori varla að draga andan svo Arnar heyri ekki í mér. Hann er að reyna að sofna en gengur það e-ð hægt. Það var rosa fjör í sveitinni. Hann er búin að stjórna öllum í dalnum með harðri hendi, eins og honum einum er lagið. Ég skil bara ekki af hverju hann er ekki sofnaður. Kemur upp í manni óþolinmæðin eitt augnablik. Annars er þetta fínt. Ég sagði stelpunum að þær mættu koma hvenær sem er og taka þá með sér. Það væri alveg sársaukalaust af minni hálfu. En sem sagt hjartans þakkir elsku Sigga mín fyrir að taka þá með þér. Það var algjört æði.

Þá er það annar í Hvítasunnu. Ég sá í fréttunum í gær að fólk var í stórum stíl að versla í 10-11 í gær. Var svo voðalega svekkt þegar löggan kom og lokaði öllu. Lærir þetta fólk aldrei. Mér fannst þó best þegar að þeir tóku viðtal við alþingismann, sem var mættur þarna galvaskur til að fara að versla. (verulega illa til hafðir að sögn Ásmundar). Það kom honum mjög á óvart að það skyldi vera lokað. Ég meina komm on. Ertu ekki á Alþingi. Setur það ekki lögin????? Meira að segja ég vissi þetta.

Ég er búin að fara út að hlaupa í morgun. Mikið ansi er þetta nú hressandi. Þetta voru nú að vísu ekki mikil hlaup en það hljómar mikið betur heldur en ég fór út að labba, og staulaðist um hverfið, andstutt og með nefrennsli. En maður á að taka viljan fyrir verkið. Ég er þó að reyna. Ásmundur liggur ennþá sofandi niðri. Ég er alveg hætt að geta sofið svona mikið. Meira að segja þegar strákarnir eru ekki heima, þá er ég bara glaðvöknuð fyrir allar aldir. Er þetta aldurinn sem er að færast yfir mig. Ég sem hef alltaf verið alveg með eindæmum morgunfúl. Fyrir nokkrum mánuðum síðan hefði ég ekki giskað á að ég myndi vakna hress og kát fyrir kl 8 að morgni. En svona er lífið. Fullt af óvæntum uppákomum.

Nú er runninn upp Hvítasunnudagur. Ég er ekkert þunn, enda var ég nú ekkert drukkin, bara rétt aðeins kippti. Ég er búin að vera alveg á útopnu við að þrífa í morgun. Búin að viðra sængurnar, skipta á öllum rúmum, skúra gólfið, þrífa baðið o.s.frv. Strákarnir eru nebblilega ekki heima. Hún systir mín elskuleg kom og sótti þá í morgun og fór með þá austur í Þjórsárdal. Okkur finnst það nú ekki leiðinlegt. Það er alveg nauðsynlegt að geta verið svona tvö ein annað slagið, tala nú ekki um þegar þeir verða í burtu yfir nótt. Þetta gerist bara svo sjaldan að það eina sem manni dettur í hug að gera er að fara að þrífa. Manni er nú ekki viðbjargandi.

Ég er með smá blöðrur í vinstri lófanum eftir kajak róðurinn, en ekki eins miklar harðsperrur eins og ég hélt ég myndi fá. Sem betur fer þarf ég ekki að fara að óma núna, því að ég er ekki viss um að það væri mjög þægilegt með þessar blöðrur. En eins og fram hefur komið þá er ég nú komin í vikufrí.. Ég og Ágúst verðum bara tvö ein saman, Ásmundur verður í vinnunni, svo þetta verður bara rólegt og notalegt, með tærnar upp í loft. Eini gallinn sem ég sé við þetta er að ég verð hvorki með bíl né nothæfa tölvu meðan Ásmundur er í vinnunni. Ég geri hvað ég get til að lifa það af. Þið verðið bara að reyna að sætta ykkur við að ég skrifa ekkert nema á kvöldin. Ég veit það verður erfitt, en þið verðið bara að harka af ykkur og skrifa e-ð gáfulegt í gestabókina mína á meðan.

Ég er að horfa á Doug and Carrie á skjá einum. Þau eru í kynlífsbindindi í tvær vikur, og það er eins og himin og jörð séu að farast.Vúff aumingja fólkið. Þetta er áræðanlega skelfileg lífsreynsla. Eins gott að maður lendi nú ekki í svona löguðu, ég má bara ekki til þess hugsa :)

Hakuna Matada
feisaðu fram á við fortíðin er að baki
(Tímon)

p.s. þar sem bloggið var niðri í gær þá auðvitað skrifaði ég bara í Word og flutti það við fyrsta tækifæri. Maður kann nú að bjarga sér.

sunnudagur, júní 08, 2003

Jæja nú er ég komin heim. Þetta var ágætis ferð, vísindi og sjóferð sveipuð örlítilli dulúð minnir mig að Auður hafi sagt í byrjun ferðarinnar. Við semsagt lögðum af stað kl 10 í morgun. Fyrst voru það vísindin. VIð byrjuðum á því að heimsækja Veðurstofuna. Þar hittum við fyrir veðurfræðing sem sagði okkur allt um skjálftamæla og veðurspár. Þarna var að sjálfsögðu okkar einka veðurfræðingur á ferðinni, hún Helga, en þar sem hún var á vakt þá gat hún ekki tekið þátt í prógrammi dagsins. Eftir heimsóknina var stefnan tekin austur á Stokkseyri, þar sem við fórum á Kajak. Þetta var bara mjög gaman, ég gæti að vísu alveg trúað að maður fengi örlitlat harðsperrur eftir ósköpin en það er nú bara betra. Að því loknu var að sjálfsögðu farið í humarsúpu á Fjöruborðinu (heitir það það ekki annars). Nú var stefnan tekin á Nökkvavog í Reykjavík þar sem við hittum fyrir hana Lóu spákonu. Hún spáði svo fyrir okkur í Tarrot spil. Við rétt náðum svo að bregða okkur í sundlaug Kópavogs fyrir lokun. Sátum í heita pottinum í 10 mín. og fórum svo að snyrta okkur og snurfusa. Þá var komið að því að hitta kallana heima hjá henni Birnu. Þar fór hann Finni fremstur í flokki og grillaði fyrir okkur öll kjúklingabringur sem voru borðaðar með bestu lyst og miklum stunum.

Þessi dagur var sem sagt hinn besti í alla staði og kann ég þeim Auði og Birnu bestu þakkir fyrir skemmtunina. :))