.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

laugardagur, ágúst 13, 2005

mér finnst eitt svolítið fyndið... eða fyndið er reyndar ekki rétta orðið, því ég varð frekar fúl heldur en að falla í hláturskast. eins og fram hefur komið er ég búin að vera á námskeiði í skólanum alla þessa viku strax eftir vinnu. sem sagt vinna kl 8 - 16 skóli 16:15 - 18:30 svo fengum við að vita hvaða bók væri gott að glugga í, og það yrði sú bók sem yrði kennd í forritunarkúrsinum þegar hann myndi byrja. þar sem ég hef alla dagana verið upptekin í vinnu og skóla á opnunartíma verslana, þá ákvað ég að skutlast núna í dag í bóksölu stúdenta til að versla gripinn... og viti menn.. það var lokað. þá spyr ég.. hvernig á ég að fara að því að versla bókarfjandann ef ég kemst aldrei. argh... pirrar mig. ekki það að ég sé endilega talsmaður fyrir því að allt eigi alltaf að vera opið allan sólarhringinn. en hvenær á ég eiginlega að komast þangað :|

jæja þá er fyrsta vinnuvikan eftir sumarfrí búin. síðustu tvær vikur eru búnar að vera ansi viðburðarríkar hjá mér svo ekki sé meira sagt. ég var nú að tauta við sm í gær þegar við drusluðum sjónvarpinu inn, að hverju dytti svo sem í hug að ég væri að flytja út, miðað við allt það dót sem ég er að bera inn til mín hehe. fékk tvo karlmenn í heimsókn til mín í gær, og þeir snöruðu brotnu rúðunni úr stofuglugganum og settu heila óbrotna í í staðinn. að öllum líkindum voru það nú ekki drengirnir mínir sem voru sökudólgarnir í þessu máli, heldur var vitlaust glerjað. mikið var ég fegin því :) en nú er helgin gengin í garð, og best að fara að gera eitthvað af öllu því sem ég ætlaði að gera.

fimmtudagur, ágúst 11, 2005

það var nú ekki lengi gert.... búin að selja... þurfti bara að sýna þessum eina manni.. og söluhæfileikar mínir sáu um restina. hann bara kolféll fyrir íbúðinni og gerði tilboð upp á ásett verð. :) nú er ég bara búin að gera lista yfir hluti sem mig vantar að losa mig við áður en ég flyt.
- eldhúsborð. það flottasta í bænum... 75 x 120 cm gamalt á stálfæti... geðveikt
- stofuborð... líka gamal, kringlótt.... líka rosalega flott
- kommóðu ikea. hvít sex hæðir (4 stórar skúffur og 4 litlar)
- frystikistu... 69 x 91 cm
- simo barnavagn með kerrupoka og skiptitösku
- gracco ungbarna bíl/burðarstól
- bakpoka til að bera grislinginn
- rimlarúm
- bíl á verulega hagstæðum lánum :)
- hillusamstæðu rúmfatalagernum
svo er vafalaust eitthvað meira sem kemur í ljós. en nú er bara að fara að sanka að sér einum og einum kassa og byrja að pakka. ok ég veit það eru nokkrar vikur í þetta, en hey, þegar maður er einn í fullri vinnu og skóla og með börn þá þarf maður að nota tímann :) æj úff nú var ég að muna. fæ kalla á morgun til að skipta um rúðu í stofunni og ég þarf því að tæma úr gluggakistunni og taka niður gardínurnar. hhmmm er ekki að nenna að standa upp núna :|

mánudagur, ágúst 08, 2005

skjótt skipast veður í lofti... og það er nú bara vægt til orða tekið. þegar ég vaknaði síðasta þriðjudag, þá vissi ég ekki betur en að framundan væri bara endirinn á sumarfríinu, og svo vinna og skóli. en ýmislegt hefur nú breyst. sumarfríið er búið, vinnan byrjuð, skólinn byrjaði líka í dag. ég er búin að kaupa mér íbúð, og sófa, og búin að setja mína íbúð á sölu. íbúðin mín fór sem sagt á sölu í dag, og það eru nú þegar búið að hringja í mig til að skoða. en þar sem ég er bæði byrjuð í vinnunni og skólanum þá má ég nú ekkert vera að því hehehe. er búin að breyta stofunni aftur í stofu, og var að reyna að klára að parketleggja hjá mér; ekki seinna vænna. svo fyrsta sýning á íbúðinni verður annað kvöld :D wish me luck!!

sunnudagur, ágúst 07, 2005

nú sit ég og fletti öllum blöðum og skoða allar síður sem ég finn með sófasettum, sjónvörpum, eldhúsborðum..... úff held það sé hægt að gera frekar góð kaup þessa dagana. kannski ég kíki í húsgagnaverslun á eftir bara :)