ég er allt of óskipulögð. ég er alltaf að vinna... ef ekki í raunveruleikanum, þá er heilinn á mér á fullu að hugsa um allt sem ég ætti að vera að gera, og fyrir vikið þá slakar maður ekkert á. spurning um að kaupa sér enn eina dagbókina og reyna að skipuleggja sig eitthvað smá.
annars styttist í jólaferðina. förum til þýskalands í næstu viku að kaupa jólaskraut. ég er búin að vera að setja aðeins inn á heimasíðuna okkar.
www.jolahusid.is er að skríða saman. kemst þótt hægt fari. svo fylgir www.jolahusid.com í kjölfarið vonandi.
annars er ég allavega búin að taka eina ákvörðun í sambandi við þessa fyrstu mánuði ársins. en hún snýst um það að taka sér frí í skólanum. fór að ráðum góðs vinar í þetta skiptið, og held það hafi bara verið alveg rétt hjá honum. það er ekki endalaust hægt að bæta á sig verkefnum og hafa svo ekki tíma til að gera neitt fyrir sjálfan sig. takk fyrir góð ráð :)
þá er bara að skipuleggja skipuleggja skipuleggja... og standa svo við skipulagið, kannski slaka aðeins á fullkomnunaráráttunni sem hrjáir mig pínu.