.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

laugardagur, apríl 10, 2004

eg er komin i tolvu ligga ligga lai.

thetta er bara buid ad vera hid besta mal hja okkur. vid ad visu vorum svolitid threyttar i gaer og nenntum ekki ut til ad borda thannig ad vid pontudum okkur pizzu inn a herbergi og sofnudum yfir henni. studpinnar a ferd. vid aftur a moti hofum varla sest nidur i dag, nema thessi oletta sem tharf ad stoppa a ollum klosettum sem hun ser, og leita ad theim sem hun ekki ser strax. hahaha. svo fitna eg abyggilega rosalega i thessari ferd thvi hun tharf ad borda svo mikid lika. er alltaf svong og eg audvitad borda henni til samlatis, ad sjalfsogdu. madur vill nu ekki vera doni.

vid forum til greenwich i dag, skodudum klukkuna fraegu, og allt. svo neitadi eg ad fara til baka fyrr en eg vaeri buin ad segja frettir af okkur, og dro hana inn i virgin mega stores thvi thar var eg viss um ad komast i tenginu. madur kann sig i lundunum.

en sem sagt meira a morgun

dagny bidur ad heilsa.......

föstudagur, apríl 09, 2004

jæja þá er loksins að koma að því. ég hringdi í dagný í kvöld og sagði henni að við mættum ekki leggja af stað seinna en hálf sex. hún fölnaði upp við tilhugsunina, en það er ekkert gaman að lenda í röð sem nær út á bílastæði svo ég vona að hún og ásbjörn (en hann ætlar að keyra okkur þessi elska) mæti hér samviskusamlega fimm þrjátíu og pikki mig upp. ég hafði það loksins af að finna sundbolinn. og hann er komin ofan í tösku, ásamt páskaegginu og ýmsum öðrum nauðsynjum. tölvan fer auðvitað síðust niður og verður eflaust fyrst upp úr töskunni aftur. svo ætlum við gummi að hittast með tölvurnar okkar og leyta að nettengingum. hehe það er alveg ekta ég. mér finnst ekki svo gaman að vera í búðum, nema þá helst plötu, bóka og tækja búðum. en mikið rosalega ætla ég að hafa það huggulegt þarna úti.

lundúnaborg um loftin blá við ............ með sínu lagi

gleðilega páska elskurnar !!!!!!

elsku birna rebekka. til hamingju með afmælið. skemmtu þér nú alveg rosalega vel í london eins og við öll hin. ég skal syngja fyrir þig afmælissönginn á leifsstöð klukkan sex hehehe

fimmtudagur, apríl 08, 2004

tralalalala nú er bara að þvo þessa leppa sem maður á og....... já heyrðu hhhmmmm ég á enga ferðatösku....... sjitt

er alveg að fara að losna við holterinn, bara einn og hálfur klukkutími eftir. mig klæjar alveg svakalega undan plástrunum, ég er alveg að verða brjáluð, og ég má ekki fara í sturtu og það gerir mig enn vitlausari....... en klukkan ellefu, þá losna ég við þetta. :)

miðvikudagur, apríl 07, 2004

nú er ég búin að rölta um með holterinn minn í dag, og skrá niður allt sem ég hef gert, sem að er nú ekki flókin skráning, gerði nú bara mest lítið í dag. fór jú í klippingu og litun, og var svo aðframkomin af þreytu þar, að ég marg dottaði í stólnum. hrökk alltaf upp aftur þegar hausinn datt til hliðanna. hefði nú betur verið með þetta dót í gær, þegar ég hafði eitthvað fyrir stafni. en þetta aðgerðarleysi hefur svo sem ekki komið að sök, því ég er búin að vera með heilan haug af truflunum í dag, svo eitthvað ætti nú að skrást niður.

en..... nú er sem sagt komið páskafrí. jibbý jei og frí næstu átta dagana eða ellefu daga, fer eftir því hversu þreytt ég verð þegar ég kem að utan. ég held ég sé skráð með frí á föstudeginum, en aldrei að vita nema maður mæti nú bara samt í vinnuna, svona til að spara frídagana.

nú erum við ágúst búin að afgreiða star wars I og hann sofnaður, svo ég held ég fái mér bara blund líka. vona að ég hengi mig ekki í snúrunum sem hanga á mér.

nóttin....

jamm jamm. er ný skriðin heim eftir langt kvöld, þriggja tíma kóræfing og saumaklúbbur strax í kjölfarið. ágúst fékk að sofa á númer tuttugu í nótt, því mamman var svo önnum kafin, enda ágætt, þá getur hann bara sofið út í fyrramálið, og dundað sér eitthvað áður en hann fer út að leika sér. þarf þá ekki að fara með mömmu sinni í vinnuna. reyndar er það nú skárra eftir að ég fattaði að hafa með okkur tölvuna og dvd myndir. þá getur hann verið nokkuð til friðs.

ég fór til augnlæknis í morgun. það var eins og mig grunaði, ég þarf að fá önnur gleraugu til að vinna með við tölvuna. enda er það nú ekkert undarlegt þegar maður fer að spá í það. það er tvennt ólíkt að reyna að lesa úr ómmyndum eða lesa á umferðarskilti þegar maður er að keyra. svo nú er bara að fara að versla sér ný gleraugu. maður fer að verða eins og gamalmenni, þarf að vera að skipta um gleraugu í tima og ótíma. reyndar er þetta nú ekkert eins og ég sé blind eða neitt svoleiðis, heldur verð ég bara svo skelfilega þreytt í augunum, sjónskekkjan versnar í hvert skipti sem ég fer til augnlæknis. ætti kannski bara að hætta að fara til hennar, og þá lagast sjónskekkjan aftur... hhmmm ætli það virki.......

í fyrramálið fer ég svo á lsp og fæ hjá þeim holter (sólarhrings hjartalínurit) þessi hjartsláttaróregla ætlar engan endi að taka hjá mér. finnst nú bara betra að láta tékka á þessu drasli. uss uss ekki skánar það. gamalmenni með hjarsláttaróreglu og tvenn gleraugu. ég ætti kannski bara að gera eins og presturinn okkar hérna í lindasókn. hann er búin að taka frá fyrir sig hornlóð með góðu útsýni í kirkjugarðinum okkar.

þriðjudagur, apríl 06, 2004

have a nice day

herra og frú meinvill fara til lundúna í dag. oooo hvað það er gaman hjá þeim. ég þarf nú svo sem ekkert að öfundast út í þau, því ég ætla að feta í flugleið þeirra á föstudag..... þriðjudagur, miðvikudagur, fimmtudagur. :) vantar bara að finna sundbolinn minn, því dagný staðhæfir að við séum að fara í sund. svo ætla ég að reyna að fá miða á fame. það er að segja ef ég fæ þá ódýrt. annars finnst mér að þeir ættu bara að láta mig fá miðann, án endurgjalds því það verður ábyggilega skemmtiatriði útaffyrirsig að sjá mig á söngleiknum, því ef ég þekki mig rétt þá get ég ekki með nokkrum móti haldið mer saman, heldur verð að syngja með. þarf að finna legghlífar og viðeigandi útbúnað til að stinga ekki í stúf...... hehehe. en eins og allir vita þá er nú mjög auðvelt að stinga í stúf í london, munið þið bara þarna um árið....... what a colorful crowd....... hahahahaha

sunnudagur, apríl 04, 2004

• Besta reglan þegar vináttan er annars vegar er að láta hjartað ráða öllu meira en höfuðið.

til hamingju með afmælið haukur :)

þá er enn ein vikan að líta dagsins ljós. þessi vika verður að vísu ekki svona hefðbundin þar sem að páskarnir eru framundan, og því bara þrír vinnudagar. jibbýjei. en það sem er best er að svo fer ég til útlandanna. hhmmm það verður nú svei mér gaman.

ég fór í messuna í morgun. mér skilst á öllu að þetta hafi bara heppnast bærilega hjá okkur. mamma og munda þykjast hafa heyrt í mér, veit nú ekki hvort það er gott eða slæmt. vona að ég sé nú ekki að skera mig eitthvað sérstaklega úr hópnum. svo náði ég að kaupa brúðargjöfina sem ég gleymdi að kaupa í gær, og búin að fara í fermingarveislu. úff brjálað að gera hjá manni. hehe

hann arnar minn er farin í ferðalag. fór í gær (ásamt ágústi) að heimsækja kevala og predömmu í ölfusborgir og þeir voru þar í nótt. komu svo til mín aftur í dag, en arnar ákvað að fara með ömmu og afa aftur og þau fara svo til vestamannaeyja á morgun. svaka gaman. þannig að nú sé ég hann ekki fyrr en eftir marga marga daga, eða þegar ég kem aftur frá london. ágúst aftur á móti er hérna hjá mér. best að vera hjá mömmu sinni :)