.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

fimmtudagur, júlí 03, 2003

Ég skal nú bara segja ykkur það. Nú er bara einn vinnudagur eftir. Svo er það langþráð sumarfrí. Annars er svo gaman hjá okkur í vinnunni, að ég er ekki enn orðin neitt sérstaklega frí þurfi. Öðru vísi mér áður brá. Ég ætla að bregða mér út í búð á eftir og kaupa strigaskó á soninn. það er ekki séns að ég fari með hann til Vestmannaeyja í þessum skóm sem hann gengur í þessa dagana. Annars er hann búin að vera svo duglegur að fara inn í skáp og finna allskyns gamla skó af mér. Við notum nefnilega sömu stærð ég og 8 ára gamall sonur minn. Hver segir að ég sé smáfætt. Hann hlýtur bara að vera með þessar rosa bífur krakkinn. Mér var nær að ná mér í svona hávaxinn mann :) Svo er bara næst á dagskrá að skunda á goslokahátíðina í Vestmannaeyjum. VIð náum að vísu ekki nema tveimur dögum af fjórum en ´skítt með það.

Só sí jú. Við höfum nú ábyggilega tölvuna með okkur, en maður veit aldrei hvað gerist.

þriðjudagur, júlí 01, 2003

Þá er að halda heim á leið. Sól skín í heiði og tralalalala. Nú eru bara tveir dagar þangað til við förum á goslokahátíð. Þannig að það er ekki seinna vænna að halda heim og þvo smá þvott svo allt verði nú hreint og fínt. Ég er búin að lána henni frænku minni húsið mitt. Sagði að hún mætti bjóða stelpunum til sín ef hún vildi, svo það er eins gott að vera búin að taka til líka :)

Ég spurði hana Möggu hvað eldgos stæði fyrir. Hún varð mjög spekingsleg á svipinn, og spurði hvort það hefði verið mikið hraun, nei sagði ég. Þá vildi hún vita hvort það hefði verið mikill eldur, nei sagði ég aftur. Þá glotti hún ógurlega og sagði: " og hvað ætlar þú svo að eignast mörg börn góða". ég setti auðvitað upp skelfingarsvip og hörfaði undan og sagði nei nei það er ekkert svoleiðis í gangi. Þá glotti hún enn frekar og sagði talaðu við mig eftir sumarfrí. Svo komumst við að þeirri niðurstöðu að þetta yrði stelpa og ætti að sjálfsögðu að heita Hekla. Svo er bara að sjá hvort draumurinn rætist.

Ég er búin að vera svo dugleg í dag. Vaknaði kl 6 og fór út að hlaupa. Mér fer mikið fram þessa dagana. Hleyp alltaf lengra og lengra (sem sagt minna labb í hvert skipti, hringurinn er alltaf sá sami). Svo labbaði ég auðvitað í vinnuna. Mér finnst að Ásmundur eigi að vera svona heimavinnandi húsfaðir, þannig að ég geti bara haft þetta svona á morgnana. Svona er lífið Tímon

sunnudagur, júní 29, 2003

Talandi um drauma. Hekla fór að gjósa síðustu nótt. Þetta er ekki í fyrsta skipti á undanförnum mánuðum sem að það kemur eldgos hjá mér. Mig vantar svo að vita hvað það eigi að merkja. Á ég að sleppa því að fara til Vestmannaeyja á goslokahátíð á næstu helgi. (ein að leita sér að ástæðu fyrir að vera heima hehe). Nei nei þetta verður fínt. Hef ekki farið á staðinn í rúm tvö ár. Nú eru bara 5 vinnudagar eftir þangað til ég kemst í fríið góða. Það verður nú ekki slæmt, vera heima með strákunum mínum tveimur. Ekki mikil hvíld en það verður eflaust ágætt.

Það er víst komin sunnudagur núna. Ég sit hér ein að sumbli, strákarnir þrír farnir að sofa. Ekki fer ég að láta rauðvínið fara til spillis, var ekki alltaf sagt að maður ætti alltaf að klára matinn sinn. Það er ekki að ástæðu lausu sem maður er svona kringlóttur í laginu. Annars hefur nú ósköp lítið gerst frá því áðan. Ég var að vona að það væri einhver vakandi sem vildi tala við mig, senda sms eða e-ð en það gerist ekki neitt. Fólk er nú líka væntanlega farið í rúmið á þessum tíma. Ég svaf svo ljómandi vel síðustu nótt. Ég bara minnist þess ekki að hafa sofið svona vel og lengi í lengri tíma. Ég vaknaði ekki fyrr en á hádegi. Það eru ábyggilega samræðurnar við hana ömmu sem fóru svona vel í mig :) Birna kom með stelpunum áðan og fékk lánaðan bílinn, þær voru að spá í að skreppa í tívolí að skoða. Annars fórum við Birna niður í sjoppu fyrr í kvöld og keyptum okkur lottomiða, af því að hún hefur haft svo mikið af þeim í draumum sínum undanfarið. Ég hef nú ekki farið yfir minn miða ennþá. Maður er e.t.v. orðin múltimilli án þess að vita af því. Je ræt. Annars lofaði ég Birnu að ég skyldi kaupa handa henni bíl ef ég fengi vinningin óskiptan. Hún ætlaði að splæsa í bland í poka fyrir mig ef hún fengi hann. rausnarleg hún frænka mín elskuleg.