kosningar
tjah... klukkan er 12.52 þannig að ég hef 9 klst og 8 mín til að ákveða hvað ég á að kjósa. hefur ekki tekist á undanförnum dögum þannig að það þarf eitthvað róttækt að gerast svo ég geti ákveðið mig fyrir kl 22 í kvöld.
annars gengur lífið sinn vanagang. ég er svona hægt og sígandi að aðlagast nýrri vinnu. þetta er auðvitað ekki starf sem maður kastar til hendinni og hugsar.... hvahh... nokkrir millimetrar til eða frá skipta ekki öllu..... og svo er það þetta krabbamein sem fær svona meðferð... og hitt sem fær öðruvísi.... 1 reitur - 4 reitir..... skáar, beint, upp og niður út og suður. en vinnan er skemmtileg, sjúklingarnir svo þakklátir, samstarfsfólkið tekur vel á móti mér. andinn þarna er góður, stemmingin fín, þannig að þetta leggst mjög vel í mig. förum í vorferð á miðvikudaginn. á maður ekki alltaf að byrja vinnur á því að skemmta sér með vinnufélögunum. :)
ég fer svo í kviðarholsspeglun næsta föstudag. það verður nú svei mér gaman :)