.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

laugardagur, mars 24, 2007

snilldarskrif

ég ligg hér sárlasin upp í rúmi, með tölvuna auðvitað og var að browsa í gegnum blogg hjá fólki sem ég þekki hvorki haus né sporð á. ég rakst á þetta hjá honum jóni steinari og finnst þetta svo mikil snilldarskrif að ég má til með að benda ykkur á þetta. endilega lesið.

http://prakkarinn.blog.is/blog/prakkarinn/#entry-156025

jólin koma

jæja, ekki byrjar þessi dagur neitt spes. haldiði að það hafi ekki einhverjum snillingum dottið í hug að það gæti verið ágætis afþreying aðfararnótt laugardags að brjótast inn í jólahúsið. ég meina halló... jólaskraut.... mars.... og ef þeim hefur dottið í hug að það væri einhverjir peningar þarna inni þá eru þeir verr haldnir heldur en ég hélt. eða eins og hemmi sagði: kannski ætluðu þeir að stela jólaskrautinu og opna jólabúð hinu megin við götuna :) eða þetta hafa verið einlægir jólaaðdáendur sem langaði bara til að skreyta hjá sér í mars.

þannig að nú situr sigga sveitt með löggunni, og ég hangi í símanum að hringja í neyðarþjónustu tryggingarfélagsins sem n.b. er alltaf á tali.

þetta er frábært allt saman.

kíkja til ömmu

ég er búin að vera óvenju dugleg að fara til ömmu upp á síðkastið. ég keyri til hennar, skrúfa niður rúðuna, drep á bílnum og sit þarna í algjörri þögn á meðan ég spjalla við hana um allt milli himins og jarðar. þegar viðrar fer ég út úr bílnum, teygi aðeins úr mér og jafnvel sest hjá henni smá stund.

oftar en ekki hef ég verið að biðja um smá aðstoð við hitt og þetta. hluti sem ég er ekki að skilja, eða mér finnast ekki vera að ganga upp, eða þá að ég er að þakka fyrir veitta aðstoð þegar eitthvað gott er að gerast. upp á síðkastið verð ég nú að viðurkenna að ég er búin að vera frekar fúl út í þá gömlu. hvað hún sé eiginlega að pæla, er hún ekkert að hugsa um að veita neina hjálparhönd, og ég sem hef aldrei verið duglegri að heimsækja hana. ég tek þessar hugsanir mínar til baka eftir gærdaginn. hún hefur sko verið önnum kafin á bak við tjöldin, maður fær bara ekki alltaf að vita af því strax. ég ætla því að gera mér ferð til hennar á eftir og í þetta skiptið verður ekki farið fram á neitt, heldur bara þakkað fyrir.

föstudagur, mars 23, 2007

Gleði og sorg

Klukkan er hádegi og þetta hefur verið afar atburðarríkur dagur. ekki kannski beint hjá mér sjálfri sem slíkri, en í kringum mig. ég er búin að rúlla allan tilfinningaskalann upp og niður nokkrar ferðir, sér ekki alveg fyrir endan á þeim sinusbylgjum en það róast nú. vá hvað sumir dagar eru skrýtnir.

fimmtudagur, mars 22, 2007

menntasaum - eða alltof oft

það var saumaklúbbur í gærkvöldi og loksins loksins gat ég mætt. hefur hitt illa á vikur hjá mér held ég bara í allan vetur. þetta var hin besta skemmtun bara. veðurfræðingnum í hópnum hafði meira að segja tekist að sjá til þess að hafa vont veður þannig að una var veðurteppt í bænum okkur til mikillar gleði.

menntasaum - humm ekki eru nu allar sáttar við nafnið. þegar við byrjuðum að hittast fyrir einhverjum árum síðan þá vildi höskuldur að hann héti: "allt of oft" sem segir allt sem segja þarf held ég. við erum auðvitað ekki heldur sáttar við þá nafnagift þar sem okkur finnst við ekki hittast neitt oft. spurning um frjósemisgyðjurnar eða greddupúkarnir hehehe þar sem við erum óhemju duglegar við að fjölga mannkyninu. omg nú verð ég rekin úr saumaklúbbnum fyrir dónaskap.

annars veit ég ekki hvert stefnir með þennan saumaklúbb. síðast þegar hann var haldin, þá var húsráðandi send á sjúkrahús (við erum allar mjög ábyrgar mæður, enda búnar að eignast yfir þrjátíu börn og erum enn að) með bráðaofnæmi, en saumaklúbburinn sat að sjálfsögðu áfram og passaði húsið og börnin. hún sendi svo manninn heim til að leysa saumaklúbbinn af því hun vissi ekki hvað hun yrði lengi þarna á staðnum. sem betur fer var þetta nú ekki neitt stórmál og hún því bara við hestaheilsu svokallaða.

í gær dinglaði ég hjá helgu, og freyja kom til dyra. jújú ok annað eins hefur nú gerst. húsmóðirin gæti verið upptekin að sinna börnunum fjórum, hundinum eða kallinum hvað veit maður.... en nei... þá kom í ljós að húseigendurnir voru bara ekkert heima heldur voru þau á leiksýningu. þannig að þarna sat saumaklúbburinn í góðu yfirlæti, búið að svæfa börnin og hundinn þegar að húsráðendur komu heim. mér finnst þetta snilld. næst er komið að mér að hafa saumaklúbb. ég sagði við stelpurnar að ég myndi skilja lykil eftir undir mottunni og þær gætu bara bjargað sér sjálfar ef að ég yrði eitthvað vant við látin. kókið yrði úti á svölum og einhverjar veitingar í ísskápnum.

það var búið að fara fram á að píanókennarinn og söngkonan myndi taka að sér að þjálfa okkur þannig að við gætum tekið lagið. það var nú misjafn metnaðurinn á staðnum... af hverju ættum við að þjálfa eitthvað raddað???? stendur eitthvað til???? það stóð nú ekki á svörum... jú svo við getum sungið í sumarbústaðaferðinni kom úr einni átt og önnur sagði... svo við getum sungið í fertugsafmælunum.... !!!!! fertugsafmæli... ég bið ykkur bara vel að lifa ég er ekki nema 36 ennþá. andsk... hafi það að ég sé að verða fertug og hana nú. en það má alveg syngja fyrir mig án tilefnis sko, og ekki verra ef ég fæ að syngja með. þessi saumaklúbbur er með eindæmum músíkalskur. mikill meirihluti okkar annað hvort hefur verið eða er að syngja í kórum þannig að við ættum nú alveg að geta sett upp nokkur atriði.

stefnan er tekin á sumarbústaðaferð í byrjun maí. helsta umræðan var á að taka einn eða tvo bústaði. einn er auðvitað skemmtilegri en ef þeir yrðu tveir þá var hugmyndin að hafa kallana í öðrum og okkur í hinum. þar sem ég á engan kall er mér nokk sama hvað verður. önnur hugmynd væri auðvitað að fara bara stelpuferð, þá skiptir engu máli hvort maður á kall eða ekki :P

auður kom með myndir af bumbubúanum. á hliðarmyndinni sýndi hann svona "thumbs up" til merkis um að þetta væri nú allt í lagi, svo það hlýtur allt saman að fara vel. annars var ótrúlega gott að sjá hana kristínu og fá eitt knús frá henni þar sem ég hef ekki séð hana síðan í jarðarförinni. hún og hennar fjölskylda standa sig með ólíkindum vel. held það líði varla sá dagur sem maður hugsar ekki til þeirra.

hvað varðar litla hrakfallabálkinn minn þá fór hann í skólann í morgun og virðist bara vera nokkuð sprækur kallinn. allt á réttri leið. ég hef að vísu ekki séð hann síðan í gærmorgun og veit ekki hvort að glóðaraugað sé komið almennilega fram eða hvort það ætlar bara ekkert að láta sjá sig, en samkvæmt öllu ætti hornhimnan að vera búin að gróa þannig að sá sársauki ætti að vera að baki.

miðvikudagur, mars 21, 2007

við fyrsta hanagal......

ég veit ekki hvað það er með mig og að vakna alltaf klukkan fimm. þetta er nú frekar skítt finnst mér. væri svo sem í lagi ef ég væri að fara að sofa kl níu á kvöldin alltaf en nei þó ég sofni ekki fyrr en upp úr tvö þá skal ég vakna kl fimm. að vísu tekst mér nú lang oftast með mikilli þrjósku að berja mig niður aftur, en það er þá ekki nema bara til að verða fúl þegar að klukkan hringir svo nokkrum mínútum seinna. að vísu er engin klukka sem hringir í dag. arnar verður heima þannig að við bara vöknum i rólegheitunum og svo ætlar hann að fara til pabba. jæja best að reyna að berja sig niður aftur.....

glóðarauga

guði sé lof fyrir verkjatöflur. hann var seinnipartinn orðin ósköp spakur. naut þess að láta mömmu stjana við sig, ná í ís, bleyta þvottapokann, stjrúka magann, stjrúka handleggina.... æji stjrúktu bara allt..... ég mátti hafa mig alla við til að ná að strjúka alla líkamsparta þangað til hann sofnaði...... svo er bara að vona að hann vakni sprækur á morgun. þetta verður allt hið besta mál held ég bara. verður samt "gaman" að sjá glóðaraugað sem hann fær þessi dúlla.

þriðjudagur, mars 20, 2007

slys

eina sem virkar á rispur á hornhimnu er: massívir verkjalyfjaskammtar, ís, rauðhetta, og kúr í sófanum með mömmu. allavega ef maður er sex ára. arnar sem sagt fékk snjóbolta í augað í morgun með þessum afleiðingum. mér er sagt að þetta sé alveg óendanlega vont, þannig að hann fær alveg extra góða meðhöndlun núna. sofnaði að vísu núna þegar hann var búin að fá vænan skammt af verkjalyfjum og á umferð tvö á rauðhettu. ég ákvað nú að slökkva þá og skipta yfir á pride & prejudice í staðinn... og verð nú að viðurkenna að þó að rauðhetta sé góð að þá er p&p betra :)

annars hafði ég samband við enn einn lækninn fyrir mig í morgun. hún ætlar svo sem að skoða mig vonandi í næstu viku en kannast ekkert við þessi einkenni mín og á ekki von á því að finna neitt. hummmm

sunnudagur, mars 18, 2007

tiltekt og p&p

eftir þokkalega törn í þrifum var komin tími á pride & prejudice. þetta er bara yndislegasta sjónvarpsefni ever. mr collins er svo átakanlega leiðinlegur, mr darcy svo æðislegur, mrs bennet getur gert hvern mann brjálaðan..... ooohhh bara snilld.... best að halda áfram að horfa :P