.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

laugardagur, janúar 17, 2004

ok þá reyni ég aftur. hlutirnir virðast birtast bara svona hippsum happs hér í sveitinni. hehehe.

hér er búið að vera nóg að gera. ég er búin að fara í átta útköll. þetta er bara að verða eins´og í gamla daga í fossvoginum. þá var alltaf brjálað að gera á vöktunum hjá mér. aðstoðarstúlkurnar fengu alltaf áfall þegar ég var á vaktinni, því þá vissu þær að það yrði ekki sest niður alla nóttina. hehehe

þetta er svo heimilislegt hérna, að maðurinn sem rekur gistiheimilið hérna, hann auðvitað skutlaði mér í útkallið í morgun. hann var að hamast við að moka frá hurðinni´þegar ég kom út, sem var eins gott því það voru svaka skaflar fyrir utan. svo bauðst hann til að skutla mér og ég auðvitað þáði það enda hálfsofandi og skítkalt. ég ætlaði nú aldeilis ekki að láta hann bíða eftir mér og stökk af stað í áttina að bílnum. en það auðvitað endaði þannig að ég steinlá í skaflinum og þatt úr skónum og allt. ehehehe mátti svo fara í útkallið alveg eins og snjókarl og rennandi blaut í lappirnar. maður er alltaf svo smart og vel til hafður. heheheh. jórunn hafði líka áhyggjur af því í gærkvöldi þegar hún var að lána mér húfu og trefil, að þetta væri allt skræðótt og ekki í stíl. :) hún þekkir mig greinilega ekki neitt voðalega vel. ég er ekkert spéhrædd, bara að mér sé ekki kalt. ég þoli ekki að vera kalt. fer svo illa í gigtina hmhm.

well þá er bara að brjóta sér leið í gegnum skaflana aftur. mér er svo illa við að þurfa að labba svona út á götu en það er ekki hægt að labba á stéttinni. verð bara að vona að keflvískir ökumenn sjái mig í myrkrinu. ef ekki þá erum við í vondum málum :)

virkar þetta núna????????

blogg drasl

föstudagur, janúar 16, 2004

fari /a[ 'i kolm'orau[an andskota. hvar er textinn sem 'eg skrifa[i 'a[an.

hehe eg aesti mig svo mikid ad eg gleymdi ad thad er ekki islenskt lyklabord her i utlegdinni. jaeja eg reyni bara aftur. eg er sem sagt komin til keflavikur. er a gistihusi, sem virkar bara fint fyrir mig. mjog hreint og snyrtilegt allt saman herna. og thad besta er audvitad ad her er nettengd tolva svo eg get haft pinu samband vid umheiminn. hehehe. en an alls grins (mamma hans grims) tha er thetta mjog finn stadur. her er allt til alls, thvottavel og thurrkari (eg aetla nu samt ad reyna ad hemja mig med ad setja i vel, thad verdur erfitt en.....) fyrir utan thessa finu tolvu, tha er snjonvarp og video, eldhus fullt af mat sem madur ma bara ganga i ad vild. og svo eru tvo rum i herberginu minu. kannski madur nai ser i einn a vellinum um helgina bara. hehehe skelli ser ut a lifid. as if. o nei o nei. nu skal bara sitja og laera og laera um lifedlisfraedi hjartans og ekkert mudur. milli thess sem eg fer i thessa tolvu i theirri veiku von ad einhver sendi mer tolvupost :(

btw her er brjalad vedur, ekki hudni ut sigandi. eg hefdi betur hlustad a hann arnar minn i morgun thegar hann var ad retta mommu sinni hufu og vettlinga, en eg audvitad var med svo mikid drasl, og i timastressi einhverju ad eg bara fleygdi thvi fra mer. daudse eftir thvi nuna. vona ad eg fai ekki utkall fyrr en vedrinu slotar. byrjadi reynda komuna a utkalli. jorunn for og syndi mer stadinn, og vid komumst ekki i burtu aftur. hehe thetta er bara eins og i gamla daga i fossvoginum vitlaust ad gera

jaeja eg tori enn. nu er eg semsagt komin til keflavikur. og utlandsfilingurinn er svo mikill ad thad eru ekki einu sinni islenskir stafir i tolvunni. hehe. eg er sem sagt a gistihusi einu her i bae. thetta er rosalega huggulegt. aetli thad seu ekki sex herbergi eldhus tvo badherbergi, thvottavel thurrkari, avextir braud kaffi og alls kyns dot sem madur ma bara ganga i. svo eg nefni nu ekki sjonvarp, video og NETTENGDA TOLVU sem er ad visu ekki med islenskum stofum, en komm on lenga frekju. allt mjog hreint og snyrtilegt herna. eg er meira ad segja med tvo rum ef eg skildi nu na mer i einhvern keflviking, eda bara af velllinum, hvernig vaeri thad. tihihi nei eg held eg lati mer naegja ad laera um lifedlisfraedi hjartans en ekki annars konar hjartavesen eins og astarsambond og slikt.

eg var ekki fyrr komin a stadin en thad toku ad hrugast inn beidnir, og eg myndadi eina fjora sjuklinga strax og vaktin byrjadi. bara agaetis afrakstur thad held eg.

sit her med einhverjum utlending, kurum i ledurhornsofa og horfum a biomynd. hehee ekki alveg. allt rett nema thetta med ad kura.
jarja tha er ad fara ad laera. held afram sidar

jæja þá er ég farin í útlegð til keflavíkur. það skelfilegasta er ef ég kemst ekkert á netið. ég má ekki til þess hugsa. það rennur kalt vatn milli skinns og hörunds. uuhuhuhuh. wish me luck

fimmtudagur, janúar 15, 2004

stjörnuspá
Gott hjartalag einkennir fólk eins og þig. Þér líkar vel að hafa peninga á milli handanna en ættir ekki að gleyma að beina athygli þinni vel að hjartanu. Staldraðu við og sjá að bókhald alheimsins er nákvæmt og villulaust þegar mannleg góðverk eru annars vegar kæri tvíburi.

jamm maður vinnur nú ekki hjá hjartavernd fyrir ekki neitt. skárra væri nú ef hjartalagið væri ekki í lagi. fyrirgefðu en hverjum líkar ekki vel að hafa peninga á milli handanna. bókhald alveg rétt, ég er víst gjaldkeri í starfsmannafélaginu. ætti nú að fara að huga að ársreikningum.

þá er ég búin að puða við að gera íbúðina eins og hjá fólki aftur, náði þó ekki að skúra því strákarnir sofa inn í stofu, og ekki ætla ég að fara að taka sénsinn á því að þeir vakni. birna verður bara að skúra sjálf ef þetta er ekki nógu fínt fyrir hana. annars skildist mér á mömmu hennar að hún hefði verið rosalega ánægð með að fá að vera í búðinni minni (hehehe) íbúðinni minni um helgina, en.......... ég er ekki með stöð tvö og það þarf að horfa á ædolið. ju minn. mikið skelfing hlýt ég að vera mikil lumma, ég hef ekki séð einn einasta þátt. ég var meira að segja einhvern tíman stödd heima hjá mundu þegar þetta var í sjónvarpinu og ég settist nú bara fyrir framan tölvuna frekar.

annars eltist ég um mörg mörg ár í dag. þannig er að ég frétti af því að bekkjarfélagi minn úr tækniskólanum hann zewdu woube væri dáinn. ég meina vá. ég hef að vísu ekki haft neitt samband við hann, hann bjó núna síðustu árin út í danmörku var þar með danska konu og einhvern haug af börnum skilst mér, en að fá blóðtappa í hjartað eins og stóð í minningargreininni aðeins fjörutíuogeinsárs. maður eldist þegar bekkjarfélagarnir deyja svona. það var gefinn upp linkur í minningargreininni ef maður vildi senda samúðarkveðjur, og ég ætla að gera það á morgun fyrir hönd okkar sem vorum með honum í skólanum. blessuð sé minning hans.

tíhíhí nei þetta er ekki sokkabúð. þú veist að það er ekki sama jack eða jock. annars skilst mér að það sé svoddan rífandi bisness hjá þér sigríður mín, þú selur bara allt sem gummi leggur frá sér. mér finnst það nú alveg rétt, þetta er svoddan drasl sem þessi karlpeningur sankar að sér. það er ekki hægt að ætlast til þess að við finnum pláss á okkar auðmjúku heimilum fyrir allt þeirra dót. hehehe.

nú er pabbi komin heim, til hamingju með það! þá geta þau gömlu tekið gleði sína á ný allavega fram á mánudag þegar hann fer aftur. :)

miðvikudagur, janúar 14, 2004

ekki komst kallgreyið heim til sín í dag. ekki öfunda ég hann það er alveg á hreinu. mamma sagði að hann hefði verið alveg bölvandi vondur þegar hún heyrði í honum í dag, vegna þessa. mér finnst nú nóg um að ég sé að fara til keflavíkur um helgina. oftast þegar maður fer þangað þá er það í þeim erindagjörðum að bruna í gegnum bæinn og út á flugvöll. en nei ó nei það er nú ekki svo gott hjá mér. ég ætla að stoppa í keflavík og vera þar alla helgina. er að fara að vinna á sjúkrahúsinu. góðsemin alveg að fara með mann. svona fer fyrir fólki sem ekki kann að segja nei. en horfum á björtu hliðarnar. það er verið að semja við hótelið um að ég fái að gista þar, þannig að ég ímynda mér bara að ég sé í útlöndum, og vona bara að það sé nettenging á hótelinu. þá get ég, ef ég er heppin, bara legið upp í rúmi, og lært og leikið mér alla helgina. vona að það verði engin útköll, því ég hef aldrei stigið fæti inn á stofnunina hvað þá tekið mynd þar. reyndar hef ég ekki unnið svona vinnu síðan ég fór í fæðingarorlof fyrir tæpum fjórum árum síðan, ef frá eru taldar tvær lungnamyndir sem ég tók um daginn upp á akranesi þegar ég fór þangað að leysa af fyrr í vetur.

reyndar er hún gróa mín búin að biðja mig um að koma einn laugardag í febrúar uppeftir því það er leikhúsferð hjá sjúkrahúsinu. ég er alveg til í það, þarf bara að tala við ásmund því það er akkúrat helgi þar sem strákarnir eiga að vera hjá mér. :) geri það við tækifæri. nema frænka mín elskuleg vilji vera með þeim hérna hjá mér þessa nótt.

ég bauð birnu í búðina mína um helgina þar sem ég verð ekki heima. hún getur þá boðið til sín gestum ef hún vill. ég lofaði reyndar að vera búin að taka til, veit ekki hvort það gengur upp hjá mér, það verður bara að koma í ljós. ég þóttist nefnilega vera svo almennileg við hana og leyfa henni að vera, en í raun vantaði mig auðvitað einhvern sem getur séð um að gefa gorminum mínum mat meðan ég fer. hehehe klók er ég. ég er ekki viss um að hún gleypi eins við hinu boðinu. ég hugsa að hún fatti ef ég skil strákana eftir hjá henni, þegar ég spyr hvort hún vilji ekki íbúðina.

þriðjudagur, janúar 13, 2004

það er alt að verða vitlaust í veðrinu þarna út á landi. aumingja pabbi minn að vera plantað þarna einhverstaðar í einhverjum firði í ísafjarðardjúpi, í snarvitlausu veðri. úfff ekki öfunda ég hann kallgreyið. hefur bara eitt lásí útvarp til að hlusta á. ég yrði brjáluð ef ég yrði send svona í útlegð og hefði ekki tölvuna mína. þá þyrfti nú ekki að spyrja að leikslokum. hann fékk þetta útvarp í jólagjöf. mig minnir að það hafi verið gummi sem var svona almennilegur við kallinn. nema hvað að þegar hann fór svo að hlusta á langbylgjuna, því það er auðvitað það eina sem hægt er að hlusta á á þessum útnára, þá heyrir hann það sem hinir eru að tala í símana sína. þetta er bara að verða eins og í denn þegar allir gátu hlerað hjá hinum. spennandi.

ekki tókst mér að mæta á réttum tíma í skólann í morgun, svo nú ætla ég að fara að sofa núna í þeirr veiku von að það takist á morgun. mér tókst auðvitað ekki að láta arnar vaka. ég ákvað nefnilega að reyna að gefa þeim að borða og var þar af leiðandi ekki með skemmtiatriði fyrir hann á meðan, svo hann steinsofnaði, en góðu fréttirnar eru að hann sefur enn, og ég ætla að laumast til hans og vera á staðnum ef ske kynni að hann myndi vakna. hehe ég ætla sko ekki að láta hann nappa mér núna. hehehehhe

hvað kom fyrir íslensku stafina mína. var það þetta sem anna kr var að bölva áðan

zzzzzzzzzzzz

hann var enn vakandi klukkan tv?. n? er ?g loksins m?tt ? vinnu. sit stj?rf fyrir framan t?lvuna me? h?lfloku? augun og kaffibolla ? ?eirri veiku von a? ?g vakni.

mánudagur, janúar 12, 2004

go sigga
þetta er lagið. bara selja allt draslið hans. hehehe. allt í lagi meðan þú setur hann ekki á uppboð. annars finnst mér að ég eigi að fá % af sölunni :)

dagurinn
dagurinn er bara búin að vera með skásta móti. byrjaði á að fara í skólann í fyrsta tímann í lífeðlisfræði. ég var að sjálfsögðu ellismellurinn á staðnum. hvessti augun á einhverjar grindhoraðar stúlkukindur sem blöðruðu út i eitt í tímanum. var svona eins og gömul kelling sem lét þetta fara í taugarnar á sér, alveg búin að gleyma hvernig var að vera tuttugu og tveggja. hehe annars leggst þetta bara vel í mig. fer aftur í fyrramálið. nú svo fór ég í vinnuna og prentaði út fjárans verkefnið. og viti menn. við eum búnar að skila. loksins loksins loksins. það liggur við að ég detti bara í það í tilefni dagsins. svo þegar við vorum búin að elda og borða og vaska upp, þá sátum við ágúst saman við eldhúsborðið og vorum að læra. voða kósý hjá okkur. arnar settist í sófann með línu langsokk á eyrunum og innan skamms var hann steinsofnaður, rétt fyrir klukkan nítján. þá var komið að því að fara á fyrstu kóræfinguna á þessu ári, og það var bara ljómandi fínt. eeennnn þegar´ég kom heim þá var arnar vaknaður og búin að vera alveg snar sagði birna. ég veit ekki hvernig í ósköpunum ég á að fara að því að venja hann af þessu. hehe maður er svo duglegur að gefa öðrum ráð, en gengur svo ekkert með sig og sína.

annars vaknaði hann upp úr sex í morgun með svona líka bullandi blóðnasir. sem minnir mig á það að ég á eftir að skipta á rúminu mínu. fór út um allt hjá honum, en þar sem við horfum bara á björtu hliðarnar, þá var ég voða fegin að hann skildi vera í rúminu hjá mér en ekki frammi í stofu. ekkert voðalega sjarmerandi að vera með blóðbletti í sófanum. jakk. ég ætlaði sem sagt að koma heim og fara að læra, en það verður eitthvað lítið um það, því að nú liggur hann hérna hjá mér, enn með línu langsokk á eyrunum, og ég að strjúka honum með annarri hendinni og pikka á tölvuna með hinni. maður er orðinn svo ansans ári fjölhæfur.

ég hitti hana hrefnu áðan í apotekinu. ég sagði henni að ég væri að spá í að taka bara að mér næsta smíðanámskeið. þannig að þá er bara að finna einhverja góða dagsetningu fyrir það :) það er líka mjög gott því þá verður maður víst að taka til, alla vega svona hafa þokkalegt hjá sér rétt á meðan, sérstaklega þegar fólk er að koma í fyrsta skiptið heim til manns. maður verður að reyna að koma vel fyrir svona annað slagið alla vega.


stjörnuspá
Þig skortir ekki innsæi um þessar mundir og glöggt auga þitt fyrir nýjungum kemur sér vel næstu vikur þegar þú tekst á við fleiri sigra sem tengjast þér persónulega. Sparaðu þér óþarfa vangaveltur með því að gleyma smáatriðum líðandi stundar sem skipta jafnvel litlu eða engu máli.

maður er alltaf að vinna er það ekki.


sunnudagur, janúar 11, 2004

skólinn
ég held í alvöru að þetta verkefni verði aldrei aldrei aldrei búið. það er allt til að tefja mig. ég var búin að gera samning við hana mömmu um að fá að hafa bílinn hennar þrjá morgna í viku aðra hverja viku (ok semsagt þá daga sem ég á að fara í skólann og er með strákana) svo ég keyrði hana heim um sex leytið. nema hvað að það má ekki fara með arnar í bíl svona seint á daginn. hann sofnar alltaf. svo vaknaði hann auðvitað kl tuttuguogeitt svo hress og kátur. vildi bara fá sítrónuna sína og fara fram. arrrgghh. þá var ég sem sagt að hamast á tölvunni við að reyna að leggja lokahönd á verkefnið, var að láta ágúst læra heima, gormur henti um koll fjórum meterslöngum hillum sem stóðu upp á endann hjá mér því ég mátti ekki vera að því að bora draslið upp á vegg. og´rétt áður hafði bryndís hringt í mig svona bara til að athuga hvernig gengi. úffff það er eins gott að maður eigi ekki marga svona daga. maður færi létt með að klára þessa taug sem lafir ennþá inni. en án gríns nú skilum við þessu bara svona. skítt með það ég nenni þessu ekki.........

annað
en nú er ég semsagt búin að svæfa arnar aftur. búin að syngja mig hása, kláraði öll lögin sem ég kann held ég, og trúið mér þau eru þó nokkur. var meira að segja búin með nokkur tvisvar sinnum, og tók nokkur sem ég kunni ekki :) góð upphitun fyrir kóræfinguna annað kvöld. svo er hann svona nautanseggur eins og mamma sín. það eru ekki margir blettir á honum sem ég þurfti ekki að strjúka svo hann gæti sofnað. mér var allt í einu að detta íhug hvort að ég hafi kannski bara verið að halda fyrir honum vöku með þessu góli. það skildi þó aldrei vera.


semsagt nú fer lífið að færast í eðlilegt horf er það ekki. prógrammið verður svona misstíft svo ekki sé meira sagt. á morgun er það skóli, vinna (skila bílnum) ná í arnar, láta ágúst læra,borða, nálgast bílinn aftur, kóræfing. manni leiðist ekki á meðan. svo þarf ég að fara að festa þessa skápa upp á vegg sem ég var að kaupa áður en gormur verður búin að rústa öllu fyrir mér.

já anna ég held að það sé alveg óhætt að mæla með kassanum. líka ef það er eitthvað sem maður ekki á, en einhver annar er að losa sig við. hehe fólk virðist nota þetta nokkuð. það hringdi meira að segja einn í mig í morgun sem vildi skoða billjardborðið. mér dettur svo sem ekkert meira í hug til að selja í biliþeas ekkert sem passar í svona sölu. ég er aftur á móti að spá í hvort ég eigi ekki að leigja mér bás í kolaportinu einhvern tíman. hvernig væri að fara bara nokkrar saman og skemmta sér við að pranga dótinu sínu inn á annað fólk. gæti verið gaman ef maður er ekki einn. gætum eignast einn eða tvo þúsund kalla í staðinn, og farið út að borða í lundúnum hehehehe. mér finnst þetta nú bara góð hugmynd þó ég segi sjálf frá. :)

stjörnuspá
Þú býrð yfir mikilli sköpunarþörf og þarft án efa að finna útrásarleið fyrir þann hæfileika með einhverjum hætti. Opnaðu hjarta þitt, minnkaðu væntingar þínar og framkvæmdu áhugamál þín. Hér hefst annatími hjá stjörnu þinni sem færir þér mjög mikla gleði.

annatími núúú þetta er nú ekki í fyrsta skiptið á þessu ári sem þeir segja þetta. ég fer nú bara að halda að það verði eitthvað að gera hjá mér. sköpunarþörf og útrás það er auðvitað kórinn. áhugamál nú, skólinn og kórinn. hafið þið tekið eftir að þetta eru allt saman karlkynsorð hjá mér. ætli mig vanti mann ?