.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

laugardagur, apríl 03, 2004

• Listin að vera hamingjusamur er fólgin í því að velja sér einföld gleðiefni

gosh hvað ég er búin að vera dugleg. vúfff..... hillurnar komnar á vegginn, og bækur í þær (þær hanga enn :) ) svo er ég að taka til. strákarnir fóru austur fyrir fjall, preda amma og kevali eru í ölfusborgum, og þeir eru hjá þeim. á meðan er mamman alveg á útopnu við að laga til. það viðurkennist bara hér og nú að til verksins er ekki notað eingöngu sópur og tuska heldur er útvarpið í botni og tveir bjórar liggja í valnum enn sem komið er. ég skal nú bara segja ykkur það að létt 96.7 er rétta rásin til að hlusta á á laugardagskvöldum þegar maður er að reyna að þrífa heima hjá sér. ég get svo svarið að það er ekki eitt einasta lag sem þeir hafa spilað sem ég hef ekki getað sungið með. og þegar maður er að þrífa þá verður maður hreinlega að hafa almennilega tónlist svo maður lifi þetta af. því ég er jú eins og þeir sem mig þekkja vita, alveg hryllilegur letihaugur þegar kemur að því að taka til og þrífa. í þeim tilfellum skiptir tónlistin öllu máli.

ég finn það núna þegar ég er að pikka á tölvuna að ég hef meitt mig á stingsöginni áðan. þessi blanda er sem sagt ekki góð: stingsög bjór og góð tónlist. hahaha
another one bites the dust...... með sínu lagi.

föstudagur, apríl 02, 2004

• Þegar þú þarft að kvarta og kveina um allt sem úrskeiðis fer og heimsins óréttlæti er gott að vita af vini sem til er í að hlusta og hlæja svo með þér í lokin þegar allt er komið í samt lag.

svakaleg skaðræðis rigning er þetta eiginilega. það er nú gallinn við svona álklæðningar á húsum, að það glymur svo í þeim þegar rignir. reyndar finnst mér oft mjög notalegt að hlusta á rigninguna, það er svo sem ekkert vandamál.´

ég gerði þau svaka mistök núna áðan að sofna í stofunni með strákunum. hefði svo sem verið allt í lagi, ef þeir hefðu svo ekki sameinast í því markmiði að sparka mér fram úr. ég auðvitað vaknaði við barsmíðarnar, og voila..... er glaðvakandi núna. hhhmmm ég sem ætlaði helst að sofa bara sirka endalaust núna. það er svona maður veit aldrei hvað gerist.

fimmtudagur, apríl 01, 2004

til lukku björn sævar

ég á frábærasta frænda í heimi. hann fór á árshátíð í félagsmiðstöðinni (geri ég ráð fyrir frekar en skólanum), stoppaði bara stutt af því að hann átti að vera komin um borð í skip klukkan tíu (er sem sagt að fara í tveggja vikna siglingu með honum kolla vini sínum og pabba hans) ástæðan fyrir því að hann er svona frábær..... fyrir utan að vera systursonur minn, en það er auðvitað stærsti hluti skýringarinnar....... er sú að hann var kosinn herra fönix núna áðan. þetta kemur mér auðvitað ekkert á óvart, því það er ekki til sætari og betri strákur en björninn minn. svo björn sævar.... þú ert bestastur

miðvikudagur, mars 31, 2004

• Af því að þú átt þér vin er líf þitt virkara, fyllra og yndismeira fyrir það að hann er til, hvort heldur hann er þér nær eða fjær. Sé hann nærri þá er það best, en sé hann fjarri er hann þó enn í huga þér og hugur þinn fylgir honum, þú heyrir frá honum, skrifar honum, deilir með honum lífinu og lífsreynslunni, lýtur honum og virðir hann dáir og elskar. (Arthur Christopher Benson)

og upp fóru þær :))))))
að vísu er ég ekki búin, en hugurinn ber mig hálfa leið....... ég á bara eftir hilluna sem á að ná yfir hurðargötin alveg út í enda, og ástæðan fyrir því að ég kláraði það ekki, er einfaldlega sú að þetta er ekki alveg að virka eins og ég var búin að hugsa það. þarf að hugsa aðeins meira.... hugsi hugsi hugs. ok ég skal svo sem alveg viðurkenna að þetta eru ekkert endilega fallegustu hillurnar í bænum, ég held að hún vala myndi nú ekki taka nein andköf yfir þeim, en ef þær halda bókunum mínum þá er ég sátt :) en það á alfarið eftir að koma í ljós.

barnshafandi konan sem er að fara til lundúna, hringdi í mig í dag. hún er alveg á útopnu við að finna eitthvað handa okkur að gera. ekki það að ég hafi neinar áhyggjur af að okkur komi til með að leiðast. það er ekki hægt að láta sér leiðast í lundúnum. við komumst á þá niðurstöðu að vera með haug af hlutum sem okkur langi til að gera, og svo fari það allt eftir veðri og skapi hvað verði gert. reyndar eru félagarnir sem við ætlum að sofa hjá, búnir að ákveða eitthvað með okkur á mánudeginum. það verður gaman, ætla að fara með okkur á staði sem eru ekki endilega svona týpískir túrhesta staðir. þeir spurðu dagný: "is your friend shy or is she mad like you" svo það verður gaman að sjá hvað þeir ætla að gera með okkur. :)

það sem verður erfiðast í ferðinni er að geta ekki verið í tölvunni allan sólarhringinn eins og ég er núna. hahaha ég verð eflaust komin með slæm fráhvarfseinkenni. mig langar svo að eiga digital myndavél, svo ég geti tekið heilan haug af myndum, spurning hvort einhver vilji lána manni svoleiðis græjur ekki tími ég að kaupa það.

god hvað ég er syfjuð. við arnar rúlluðum upp öllum verkefnum í þriggjaoghálfsársskoðuninni. þar var helst mamman sem var í vandræðum. ég átti að aðstoða við sjónprófið, hvort hann væri að benda á rétta stafi. hehehe ég var í stökustu vandræðum með að sjá þetta.

þriðjudagur, mars 30, 2004

• Bestu kennararnir eru vinirnir sem þykir vænt um þig, sem finnst þú skipta máli, vera spennandi eða dásamlega fyndinn (Brenda Ueland)

já það er óhætt að segja að maður sé mismunandi mikið upptekinn. jah hérna hér. er loksins búin að skila skattaskýrslu foreldranna, fékk botn (held ég) í smá vandamál í þeirri skýrslu. er búin að koma minni skýrslu til endurskoðanda, er búin að klára bókhaldið fyrir starfsmannafélag hjartaverndar, en aðalfundurinn er í fyrramálið, þar sem ég fer auðvitað á kostum við að bera á borð reikninga félagsins. hehehe. nú svo var aðalfundur húsfélagsins hérna í kvöld. ég hélt að hann yrði nú bara aldrei búin, en mér til mikillar ánægju þá tók ég ekkert verkefni að mér. heh það er nú ekki algengt að ég komist í gegnum svona fundi án þess að vera allt í einu komin í stjórn eða e-ð annað álíka gáfulegt. en annað sem var alveg nýtt á þessum fundi var að ég tjáði mig hátt og snjallt, setti mikið út á helv.... reykingalyktina á fyrstu hæðinni, og það voru margir sem tóku undir með mér. ég átti svo að vera á kóræfingu á sama tíma, en þorði ekki fyrir mitt litla líf að fara af fundinum, því það átti að tala um kaup á sjónvarpsdyrasíma. úff það var samþykkt að kanna þá framkvæmd, en það er nokkuð ljóst að ef af því verður, þá komi það til með að kosta litlar fimmtíuþúsundkrónur á hverja íbúð. hhhmmmmm. svo hljóp ég út af fundinum og yfir á kóræfinguna en náði ekki nema rétt hálftíma af henni.

á kóræfingunni fékk ég svo að vita að mér er boðið á tónleika hjá kór grafarvogskirkju annað kvöld, þar sem þau eru að syngja verk sem við eigum að taka næsta vetur. mig langar til að fara, þar sem það er nú ekki á hverjum degi sem mér er boðið á tónleika, en ég er með strákana, var með pössun í kvöld, þarf pössun næsta fimmtudag því þá er aftur kóræfing, þarf að gera eitthvað fyrir þá á sunnudag því þá er messan.

á morgun er svo aðalfundur starfsmannafélagsins kl átta, en ég fattaði í dag að ég átti að vera á leikskólanum með arnari kl átta fimmtán í þriggja og hálfsársskoðun. þar sem ég hef enn ekki orðið mér úti um þennan hæfileika að vera á mörgum stöðum samtímis, þá var það ekki alveg að ganga. rétt náði fyrir náð og miskun að breyta tímanum hans arnars svo ég þarf ekki að fara fyrr en kl tíu í það.

og þá er ég nú ekki farin að minnast á hvernig íbúðin mín er. úffílúff. hér er allt á öðrum endanum, því ég er byrjuð að setja hilluskrattana upp, en get ekki klárað það nema fá hjálp. þó ég sé öll af vilja gerð þá get ég ekki staðið upp í stiganum (ég er setja hillu fyrir ofan hurðarnar, haldið hillunni upp að veggnum notað lóðbretti til að stilla hana af, (er skemmtilegra að hafa þetta nokkuð beint), haldið á blýanti til að merkja við götin á hilluberanum. ég veit að þetta er bara skortur á hæfileikum, en þetta er eitthvað sem ég sé ekki alveg í hendi mér. ég var tilbúin að vera með svona áhættuatriði þegar ég boraði upp skápana í þvottahúsinu, eingöngu vegna þess að þetta var þvottahús. það sér engin neitt þarna inn, nema ég. en bókahillurnar eru allt annað mál. þær blasa við manni þegar maður kemur inn í íbúðina og ég vil helst ekki hafa skrúfugöt út um alla veggi. huh.... sem sagt, ef það sést ekkert til mín hérna á síðunni næstu daga, þá kannski athugið þið með mig, ég verð þá kannski búin að drepa mig við að koma þessu upp á vegginn.

ég skil ekki hvernig ég fer að þessu. ég geymi alltaf allt fram á síðustu stundu, og er svo orðin rangeygð af þreytu. zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz

sunnudagur, mars 28, 2004

• Ég dái þig fyrir að seilast inn í sálarkirnuna mína og líta fram hjá öllu því heimskulega, fánýta og veimiltítulega sem þú hlýtur þó að grilla í þar en draga í staðinn fram í birtuna allt það dásamlega skínandi fagra sem enginn hafði áður leitað nógu lengi til að finna (Roy Croft)

sko til þá er ég búin að syngja í fyrstu svona hefðbundnu messunni minni. þetta er nú ósköp gaman. hljómurinn er nú samt alveg skelfilegur í þessum sal, þar sem messan er, en maður verður að taka viljan fyrir verkið. í dag eru níu mánuðir til jóla. hehe það var sérstaklega tekið fram í messunni, því hún fjallaði um hana maríu og þessa dularfullu þungun hennar. hehe. eða eins og organistinn orðaði það. nú er fengitíminn hjá henni. sem sagt ef þið ætlið að eiga jólabörn þá er þetta rétti tíminn til að leggja í........

en segið mér eitt, hver stendur eiginlega fyrir þessu veðri. ég meina vá... snjókoma. fussumsvei. reyndar er það nú allt í lagi, en ég var bara svo sannfærð um að það kæmi bráðum vor. ég var búin að sjá vorboða í síðustu viku. það eru garðhúsgögnin í rúmfatalagernum. þau eru jafn árviss og farfuglarnir. en það er nú víst bara mars ennþá og þetta er þá vonandi páskahretið og svo kemur vor :)

ég er búin að vera að smíða í dag. enda er ryk alls staðar í íbúðinni minni. og ekki bara í íbúðinni heldur alls staðar á mér og strákunum. þessir gifsveggir eru alveg ótrúlega leiðinleg fyrirbæri. auðvitað þurfti þetta að vera gifsveggur sem hillurnar eru á. ég fór í gær í húsasmiðjuna og keypti allt sem vantaði til að smiða hillur, og þar með talið skrúfur. maður minn lifandi hvað það er dýrt að skrúfa upp hluti á gifsveggi. bara skrúfurnar kostuðu sex þúsund krónur. ótrúleg upphæð á meðan að allt hilluefnið sjálft kostaði níu þúsund. tók mig nú smá tíma að tæma bókahilluna, og mæla fyrir hillunum, er búin að festa upp þrjár hillur, varð bara að hætta því að strákarnir þurfa að fá smá frið til að geta sofið. ég gerði nú líka góðan díl við hann pabba. hann kom með sjónvarpið sitt 28 tommur trúlega og tók mitt 14 tommu í staðinn. svona eiga dílar að vera....... reyndar finnst mér það svo stórt að það fyllir upp í stofuna hjá mér. en hvað gerir maður ekki fyrir börnin sín :) gosh ég hlakka svo til að geta farið niður í geymslu og ná í allar bækurnar mínar. mmmm mar fær bara svona fiðring í sig. bækur eru alveg ómissandi. koma næst á eftir tölvunni hehehe.

jamm og jamm. upp er runninn sunnudagur. ekkert rosalega skír.... en fagur sýnist mér svona í gegnum gardínurnar. ég var sem sagt í rauðvínssmökkun á akranesi í gærkvöldi. börkur kom með eina kampavín, átta tegundir af rauðvíni og púrtara. omg hvað þetta var gott. það er rosalega gaman að vera í svona smökkun, ég að vísu finn ekki alltaf allar þessar lyktir sem talað er um, en vínið er gott hehehe og bragðið mmmmmm. reyndar er ég svo mikill hænuhaus, og sérstaklega þegar kemur að því að drekka kampavín. eftir smá dreitil af því er ég orðin verulega rjóð í kinnum og komin með sólheimaglottið á andlitið.

að lokinni smökkun, dró hún gróa fram þessa líka dýrindis innbakaða nautalund með tilheyrandi, og svo súkkulaði köku í eftirrétt. svo eftir gaman sögur sem fjölluðu nú að miklu leiti um einn ákveðinn mann sem við myndgreingarfólk þekkjum, þá var ég búin að hlæja svo mikið að hjartsláttaróreglan var komin alveg í botn, og ég komin með alla mögulega sem ómögulega verki samfara því. var nú hætt að lítast á þetta hjá mér. en sem sagt þá var ég komin heim aftur alveg um tvö í nótt, og það var nú óskaplega gott að komast undir sængina sína og faðma bangsann. :)

elsku gróa, óttar már og börkur. takk fyrir boðið, þetta var alveg rosalega gaman og gott.


þá er komið að sunnudeginum. ég hafði nú rænu á því að stilla klukkuna áður en ég sofnaði í nótt. en um leið og hún hringdi núna áðan fékk ég sinadrátt og hægri kálfann. úff. hafið þið fengið sinadrátt. fólk sem getur setið kjurrt og segir: "æ ég er með sinadrátt" það er ekki með sinadrátt. fólk með sinadrátt það segir ÁÁÁÁÁÁÁ ÆÆÆÆÆÆÆ bölvar svolítið mikið herpist allt saman, og ef einhver er nálægt sem segir hvað er að....... guð forði honum, því það er sko hvæst á viðkomandi. ÉG ER MEÐ SINADRÁTT maður getur varla andað, og þorir ekki að hreyfa sig því maður er svo hræddur um að fóturinn bara detti af manni. ég held ég sé ekki að gleyma neinu. ég minnist þess ekki að hafa fengið sinadrátt síðan ég var ófrísk, en þá fékk ég hann þráfaldlega. get ekki sagt að ég hafi saknað þess. en nú er ég sem sagt draghölt, náði að staulast fram í sturtu og standa þar á öðrum fæti og skreiðast aftur upp í rúm. huh.

einhversstaðar stóð að sinadráttur væri betri en enginn dráttur, en ég get nú ekki tekið undir það. vil frekar vera alveg án allra drátta......