.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

fimmtudagur, júlí 05, 2007

Gyða - Kristján og ???????

loksins er fæddur drengur. ég fór bara að gráta þegar ég vissi það. þetta hefur verið löng meðganga... meira að segja lengri en mínar eigin, því við vissum á hvaða degi getnaður fór fram og allt. en ég fékk sms í morgun. 16 merkur og 53 cm og tekinn með keisara en allir í sjöunda himni skv fréttum móðurinnar.

elsku gyða og kristján. til hamingju með prinsinn ykkar (keisarann ykkar eins og það var kallað heima hjá mér). knúsið hvort annað og passið hvort annað.


Reyndar fékk ég aðrar fréttir líka af ekki síðri langri meðgöngu. Anna Kr og Haukur eru samkvæmt nýjustu fréttum sem komu í dag að komast í gegnum ættlæðingarbiðina ógurlegu. þannig að væntanlega verða þau foreldrar líka innan ekki of langs tíma.

vá fullt af nýjum börnum.

die hard

fór í bíó í gærkvöldi og sá die hard. snilldarmynd, gaman að horfa pínu spenna og bráðfyndin. ég var allavega skömmuð fyrir að hlæja of hátt og of mikið. en ég hef líka svo brenglaðan húmor. mæli með myndinni

þriðjudagur, júlí 03, 2007

blessuð blíðan

nú eru strákarnir mínir farnir til ítalíu að sleikja sólina. ég hinsvegar sleiki hana bara hérna heima. stór sér á manni og fyndið hvað maður verður bröndóttur því maður er jú ekki alltaf eins klæddur. bara gaman að þessu, en ég myndi ekki láta sjá mig í hlýralausum flegnum kjól.... eeehhh ég myndi hvort eð er aldrei láta sjá mig í svoleiðis, en alveg þar fyrir utan þá yrði það ótrúlega fyndið núna.

ég er búin að taka fram jólatrésdúkinn sem ég keypti fyrir tíu árum síðan og horfi núna á hann og er að mana mig upp í að taka eitt og eitt spor. gæti alveg trúað að það myndi takast í kvöld. :P