.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

jæja þá er það orðið formlegt og skráð í bækur sýslumanns. ég er fráskilin tveggja barna móðir. fékk pappírana í póstinum í dag, og tók gildi föstudaginn þrettánda febrúar. þetta er nú ekki lengi gert eftir að ákvörðunin hefur verið tekin :)

leigubílstjórinn systir mín hringdi í mig og bauð okkur strákunum að gerast menningarleg og fara á setningu (held það hafi verið setningin) á vetrarhátíð (held það heiti vetrarhátíð) alla vega fórum við að sjá leiserljósasýningu á hafnarbakkanum í reykjavík. þetta var bara fínt. tilbreyting að fara svona út á kvöldin. arnari varð að vísu svo kalt að ég varð að fara með hann aftur inn í bíl, en þetta var nú bara gaman engu að síður. næsta verkefni er svo að kaupa einhvern forláta listmun fyrir hana júlíönu frænku okkar, svo við getum nú í það minnsta mætt með einhvern smá pakka í þetta afmæli sem búið er að bjóða okkur í á laugardaginn. jú það er einmitt fyrrnefnd júlíana og foreldrar hennar sem eru siddý systir og höddi, en þau eiga öll stórafmæli á árinu og halda svona sameiginlega veislu. pakkinn fyrir hjónin verður ekki afhentur fyrr en eftir lundúnaferðina, en það er líka allt í lagi, við útbúum bara eitthvað gott bréf :) ég á að vísu alveg eftir að athuga hvort að ég fái einhverja pössun fyrir strákana. veit ekki hvort að hún birna rebekka er upptekin. hhmmm sjáum til hvað gerist.

nú og síðast en ekki síst þá er búið að ráða leigubílstjórann sem sérlegan einkabílstjóra fyrir einhvern kall sem er að koma frá usa og er að fara á fund í hjartavernd. það var hringt í mig í dag og ég hélt það nú að hún systir mín væri leigubílstjóri og meira að segja kallinn hennar líka ef þau þurfa fleiri bílstjóra. hehehe maður alltaf duglegur að troða sér og sínum að. en allavega þá verður hún sérlegur bílstjóri fyrir hjartavernd á mánudag og þriðjudag. :) frábært. ég lét þau í vinnunni líka vita af því að þau séu alltaf til í að taka að sér svona verkefni. þetta er nú engin smá hrúga af útlendingum sem við erum að fá til okkar alltaf hreint. væri nú ekki slæmt að komast í svoleiðis díl.

þar sem ég sé að bloggandinn hefur yfirgefið meinvil, þá má ég til með að reyna að ná mínum á strik. gormurinn hefur nú farið til betri heima, þar sem maður (köttur) getur hlaupið um og leikið sér úti og inni án þess að fólk hafi eitthvað út á það að setja að maður (köttur) sé til.

við lilja vorum að fá nýjar tölvur í vinnunni. þetta var eitthvað svo aumingjalegt hjá okkur, erum tvær og höfðum fyrir okkur þrjár tölvur og fimm skjái. nema hvað að við fengum núna sitthvora tölvuna, en tókst að koma í veg fyrir að fá sitthvorn 19 tommu skjáinn (nb ekki flatskjá). nema hvað að nú erum við komnar með bakþanka og viljum endilega fá fleiri skjái líka. hehehe erfitt að gera okkur til hæfis.

hvernig er það eiginlega með þessa ameríkana. af hverju geta þeir ekki hagað sér eins og eðlilegt fólk (evrópubúar) og notað almennilegan straum á rafmagnið hjá sér, notað réttu stillingarnar í sjónvarpi (eitthvað ntsc kjaftæði) mílur og farenheit sem enginn skilur. við erum sem sagt með tvo unga menn hjá okkur. við er sem sagt ég og lilja :) þeir koma frá houston og washington, gagngert til að setja upp tölvur og forrit og kenna okkur á þetta dót. það er nú einu sinni svo að þegar að svona stendur yfir, þá ætlar heilinn á manni alveg að bræða úr sér. er nú ekki á það bætandi. nei nei það er nú ekki alveg svo slæmt, þetta er ágætis tilbreyting frá öllu hinu.

en út af komu þessara ágætu drengja þá hef ég nú misst af tímum í skólanum sem er skyldumæting í, og ekki í boði að vinna það upp. kem svo til með að missa meira í næstu viku, þegar lilja fer í frí, því þá get ég ekki verið í fríi líka, svo það er útséð um það, að ég taki próf í þessum áfanga. en engu að síður þá hefur hann hingað til nýst mér mjög vel, ég er búin að læra heilan helling í lífeðlisfræði hjarta og æðakerfis, og það var nú tilgangurinn með þessu öllu saman :) það þýðir ekkert að gráta björn bónda, heldur safna liði og hefna........ eða bara að finna nýtt námskeið á næsta ári :)