.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

þriðjudagur, maí 13, 2003

Ég er þessi óákveðna týpa sem er alltaf að skipta um skoðun. En svo má líka líta á það þannig að það sé gaman að breyta til. Gestabó´kin hefur tekið smá útlitsbreytingum. Maður veit aldrei hvað kemur næst

Nú var ég að fikta og fann bakgrunn sem mér fannst skemmtilegur en þá þarf ég að sjálfsögðu að setja gestabókina inn aftur. Það tókst bara með öllum þessum táknum og látum. ég held áfram að reyna

Góðan daginn allan daginn!

Það er svo yndislegt veður. Ég labbaði, við annan mann, niður í Smáralind núna áðan og fór í Vínbúðina og ýmislegt svona sem nauðsynlegt er að framkvæma fyrir hádegi á þriðjudögum. Verst að þeir opna svo seint í Vínbúðinni. Maður gæti óvart lent í því að þorna upp, bara rétt si svona. Ég fór með þennan fína leirmun í Myndlistaskólann í gær en endaði svo með að fara með hann heim aftur því að ég var ekki alveg sátt við hann. Maður fer nú ekki að setja eitthvað bull frá sér á sýninguna. Það er nú ekki eins og maður sé með sýningu á hverjum degi. Ég ætla sem sagt að reyna að finna betri lausn á vandamálum mínum í sambandi við þennan lampa. Haða lampa ? Nú auðvitað leirmuninn minn. Þetta var sem sagt lampi sem ég var að leira og brenna og allt að gera. Ég er líka búin að gera könnu (svona til að hella úr en ekki drekka úr), 4 ferkantaða diska, sem ég hef nú reyndar ekki séð ennþá eftir að þeir voru brenndir, einn íkorna, eina hauskúpu (frekar litla). Ég held að það sé allt upptalið. Reyndar er þetta bara vorönnin. Það var líka fullt af dóti á haustönninni. Þetta er bara svo gaman. Reyndar langar mig að fara á smíðanámskeið eða útskurðarnámskeið næsta vetur, en ég veit ekki hvernig það verður því að ég er líka að spá í að fara í Mastersnám í Háskólanum. Það er semsagt ýmislegt sem liggur fyrir hjá mér. Það er bara spurning hvernig háskólanám og tveggja vikna ferð til Washington fara saman. Jæja þetta kemur allt í ljós bara. Það þýðir ekkert að vera að hafa áhyggjur af einhverjum svona smámunum strax. Það er svo langt í þetta allt saman. Annars finnst mér bara allt svona svo gaman. Vera ´´i skóla læra eitthvað nýtt alveg sama hversu nýtilegt það er.

Nú er Birna væntanlega búin i Náttúrufræðiprófinu. Áfram stelpa þú getur þetta alveg. Þessi önn er alveg að verða búin.

En nú held ég að ég ætti að fara að lesa nokkrar hálsæðar, Bið að heilsa í bili

mánudagur, maí 12, 2003

Ég get ekki gert þetta rétt. Hvað er í gangi. Þessi Gestabók gengur ekki upp

Nú er ég komin í vinnuna og þá getur maður farið að skrifa eins og manni listir. Maður verður bara að passa sig á því að láta eitthvað annað birtast á skjánum þegar fólk labbar framhjá. Annars er svo gott veður úti núna að maður vildi helst vera bara í fríi og spóka sig. Ég var á mbl.is og las þar um strák ´fífl sem var tekin á 136 km hraða á Reykjanesbrautinni. Hann hafði verið með bílpróf í einn sólarhring. Hvað er að ????? Læra þessi krakka fífl ekki neitt ? Maður getur orðið svo ergilegur. Ég segi það enn og aftur. Ég treysti sjálfri mér alveg til að keyra við ýmsar aðstæður, það eru bara allir hinir sem ég treysti ekki.

En hvað um það. Ég var að sjá að ég hef ekki sett Gestabókina rétt inn (skil það nú ekki, ég sem er svo klár (he he)). og þar sem ég hef ekki hugsað mér að gefa fólki upp passwordið mitt þá ætla ég nú að eyða smá tíma í að koma þessu rétt frá mér.

Sjáum hvernig gengur

sunnudagur, maí 11, 2003

Þá er ég snúin aftur. Ég fór í gær austur fyrir fjall, nánar tiltekið að næsta bæ við Vorsabæ (ég bara get ekki með nokkru móti munað hvað staðurinn sem ég var á heitir). Þarna hittumst við semsagt nokkrar (vantaði bara eina) sem erum búnar að vera saman á leirnámskeiði í Myndlistarskóla Kópavogs eftir áramót. Við vorum að holubrenna hluti sem við höfum gert. Þetta var rosalega gaman. Til að byrja með var grafin hola (það var sem betur fer maður og grafa á staðnum) sem var á stærð við góða gröf. Hliðar og botn holunnar voru þakin með afsagi af spónaplötum, svo var sett sag, trjágreinar, margar tegundir af timbri og dóti sem til var á bænum, ásamt ómældu magni af dagblöðum. Við holuðum svo hlutunum okkar þarna niður og kveiktum í draslinu. Úr þessu varð að sjálfsögðu heljarinnar bál (en ekki hvað, var það ekki tilgangurinn með þessu). Við bjuggum líka til pappírsofn þar sem brenndum litla muni úr postulíni. Svo grillaði húsmóðirin á staðnum að sjálfsögðu fyrir okkur læri, og var okkur svo boðið inn í mat og huggulegheit meðan hlutirnir okkar brunnu í mestu makindum úti. Þetta var mjög gaman og tók okkur litlar 11 klukkustundir (frá brottför til heimkomu). Afraksturinn er svo hægt að skoða á sýningu Myndlistaskóla Kópavogs sem verður á næstu helgi. Það er nú svo sem allt í lagi að láta það fylgja sögunni að Ásmundur á líka myndir á sömu sýningu. Arnar á svo myndir á sýningu sem búið er að opna í SPAR verslun í Bæjarlindinni. Þetta er svo listræn fjölskylda.

En hvað um það. Nú eru kosningar að baki en eitthvað gengur þeim nú illa að telja blessuð atkvæðin. Þegar ég kveikti á sjónvarpinu kl 1/2 7 þá voru þeir enn að vandræðast eitthvað yfir þessu öllu. Er Ingibjörg inni eða úti????? Nú sitjum við Arnar eldsnemma á sunnudagsmorgni yfir Konungi ljónanna (við erum búin að horfa á helminginn af Bósa Ljósár líka).

Nú ætla ég að halda áfram að reyna að koma gestabók inn á síðuna mína, ég gafst upp í fyrradag (þó svo að mér sé illa við að viðurkenna að ég gefist upp við nokkurn hlut)

Heyrumst sjáumst skrifumst síðar