.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

föstudagur, mars 09, 2007

ég sit hér í stofunni með þrjá sex ára púka í eye toy. ég hef mestar áhyggjur af því að þeir hoppi á sjónvarpið mitt í látunum og ef það mælist jarðskjálfti hér á suðvesturhorninu þá á hann örugglega upptök sín í fífulindinni. en þeir verða þá kannski þreyttir á eftir. reyndar er svo fjölskylduhátíð í skólanum þannig að það verður nú áframhaldandi fjör sýnist mér. ég hins vegar reyni að drepa tímann með að hanga í tölvunni, er að vonast til að það nenni einhver að spjalla við mig :P

fór í heimsókn til gyðu í gær. það er alltaf gaman að hitta hana. komin með þessa fínu bumbu. að vísu varð smávægileg uppákoma. klukkan að verða hálf sjö þá hringdi síminn hjá henni, og þá var það ásmundur að leita að mér. arnar var ekki enn búin að skila sér heim, og það var búið að hringja út um allt til að leita að honum. ég brunaði því heim til mín og þar sat þessi elska í stigaganginum og beið eftir mömmu sinni. hann var búin að biða í einn og hálfan klukkutíma. ruglaðist bara aðeins á dögum þetta grey. æj það getur verið erfitt að vera sex ára stundum og eiga heima á mörgum stöðum.

miðvikudagur, mars 07, 2007

það er ekkert að þér

jæja þá er ég búin að fara í þessa líka ógurlega skemmtilegu læknisheimsókn. og hvað kom út úr því.... þetta er bara fallegasta blaðra... það er ekkert að þér. ég elska þessi komment.... ef það er ekkert að mér hver fjárinn er þá að mér??? spyr sá sem ekki veit. en leitin heldur áfram. ég sem var að vonast til að fyndist eitthvað sem væri bara hægt að laga með einni eða tveimur pillum eða sprautum eða eitthvað svona smálegt.... huh það var þá.

annars fór ég niður í hjartavernd í gær. ég verð nú alveg að viðurkenna að það var óskaplega notalegt. var aðeins að vinna þar, og þetta er bara svo ótrúlega góður staður til að vera á. hvurn djöfulinn var ég að pæla með að fara þaðan....

sunnudagur, mars 04, 2007

dinner and movie

ég skellti mér út að borða og í bíó í gærkvöldi. það er að vísu svolítið skrýtið að fara út að borða þegar maður er á þessu þorskfæði. ég má borða kjöt einu sinni í viku, en það er ekki upp í nös á ketti magnið af því. kínahofið varð fyrir valinu og það klikkar nú aldrei. en ég var afskaplega dugleg og þó mig langaði til að troða i mig öllum skammtinum mínum og rúmlega það, þá hætti ég á tiltölulega skikkanlegum tíma að borða og horfði svo á afganginn girndaraugum. en ég var ánægð með að standast freistinguna.

myndin var svo lag og texti, og það mátti oft flissa yfir henni. það verður að segjast að hugh grant datt algjörlega inn í wham og duran duran fílinguna. omg var þetta virkilega svona hallærislegt hérna í denn.