ég held að andinn hafi endanlega sagt skilið við mig..... það vantar ekki... ég hef svo sem marg oft opnað þessa síðu og hugsað með mér að nú skuli ég nú drattast til að skrifa eitthvað, en allt kemur fyrir ekki.... ég þjáist af ritstíflu af verstu gerð..... enda svo sem ekki margt sem drífur á daga mína, sem hægt er að segja frá.
dagurinn í dag er svo sem ekkert öðruvísi en hinir dagarnir hvað það varðar.... vakna, vinna.... verið að reyna að berja nýja hluti inn í minn trega haus.... gengur ekki allt of vel...... fara heim, sópa gólfið og vaska upp, og svo sest maður inn í stofu og bíður eftir að eitthvað gerist..........