.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

laugardagur, desember 10, 2005

iss þetta er ekki nokkur frammistaða hjá mér... gleymdi að halda við ferðasögunni minni... en ég bæti bara úr því núna.

ég er sumsé komin heim.

ferðin var góð þó svo að hún hafi verið allt öðruvísi en hún átti að vera. ég var semsagt búin að kynna mér lauslega hvað ég gæti haft fyrir stafni, ætlaði að vera útivið og skoða einhverja garða... fara down town gá hvort ég sæi jólaskraut og svona, en vegna veikinda minna þá treysti ég mér ekki til að vera utandyra í átján stiga frosti, svo það voru bara innviði mall of america, southdale center, target og wall mart sem voru skoðuð. visa frænda til mikillar ánægju. kortinu mínu varð allavega aldrei kalt, ég keypti mér kuldaskó, húfu, vettlinga, og trefil sem er nú á stærð við teppi, til að halda á mér hita (fyrir utan allt hitt sem ég keypti sem kom bara til af því að ég var með óráði á tímabili vegna of hás líkamshita, kannski ég hafi átt að taka húfuna og trefilinn af mér annað slagið :| ) mér tókst með mikilli lagni að troða þessu öllu ofaní töskurnar mínar. og var nú bara nokkuð stolt af því, það fór sko ekkert pláss til spillis :D
mér kom ekki blundur á brá í vélinni á leiðinni heim, frekar hugguleg með bauga niður að hnjám, þegar ég stormaði með farangurinn minn framhjá tollurunum, sem horfðu illyrmislega á töskurnar mínar. en þegar ég bauð þeim góðan dag með minni dísætu engilásjónu og blíðri röddu (not) þá lagði hann ekki í mig og hleypti mér í gegn. stoppaði bara næstu manneskju í staðinn.... og það síðasta sem ég heyrði þegar ég hljóp framhjá..... og hvað versluðuð þið fyrir mikið ???????? þá tók ég á sprett og rétt náði með kerruna á tveimur hjólum fyrir hornið þar sem afi beið til að skutla mér heim. :D

fimmtudagur, desember 08, 2005

dagur tvö (eða þrjú fer eftir því hvernig maður telur :P )

nóttin var frekar slöpp... svaf lítið sem ekkert fyrir höfuðverk, hósta og hálsbólgu. fór með stelpunum í target og southdale shopping center. við erum búnar að komast að því að leigubílstjórarnir hér stíga ekkert í vitið. spurðum hvað hann héldi að hitinn (kuldinn) væri í celsíus gráðum og hann bara bullaði tóma steypu um allt annað en hitann.... annar gat ekki lagt saman peningana sem við létum hann fá... hann nefnilega byrjaði á dollurunum og taldi upp í sex... þá fékk hann 5 dollara seðil og fipaðist og gat ekki klárað... sá hinn sami gat ómögulega skilið að við skyldum vilja stoppa í búð á leiðinni heim til að kaupa okkur bjór og hvítvín... hélt hann ætlaði að neita því að stoppa fyrir okkur hehhee. hefur kannski hugsað með sér að þessar konur væru búnar að eyða svo miklu að við ættum bara að fara heim og leggja okkur.

en allavega... þá fékk ég loksins að komast í tæri við pharmacy ruddist inn í cough and cold deildina og keypti þar upp birgðirnar af lyfjum... er svo búin að japla á þeim með reglulegu millibili í dag, þannig að ég allavega losnaði annað slagið við hausverkinn... röddin er að vísu ekkert að snúa til baka... en skítt með það.

en nú er ég verulega lúin þannig að ég er að spá í að fara að slökkva ljósin og halla mér út af.

nánar síðar.

miðvikudagur, desember 07, 2005

já hhmm ok hvar á ég að byrja..
jú ég vaknaði auðvitað kl fimm í morgun á usa tíma... sem betur fer var ég með tölvuna því það var nú ekki mikið um að vera á þeim tíma sólarhrings... en ok ég var búin að segja það...
sturtan virkaði fínt, og ég fór svo niður í lobbý um níuleytið... bara til að fá að vita að maður þarf auvitað að skrá sig í þessar fríu skutluferðir í mallið og allt var orðið fullt í næstu ferð... og langur tími í þá næstu... ég réðist þá auðvitað á einhverja vesalings konur (ísl að sjálfsögðu, hver annar væri svo sem vaknaður til að fara að versla kl níu að morgni) þær voru að bíða eftir leigubíl, og ég fékk að troða mér með þeim... dugleg stelpa ;) þær höfðu áhyggjur af heilsufari mínu þessar elskur hehehe... og leyst nú ekki á þegar ég var að bráðna úr hita þegar þær skulfu... en mér kólnaði nú örlítið þegar ég sá á mælinum að það var 18 fokkings gráður í mínus... omg hvert er ég komin eiginlega, meira að segja skrattans farenheit skalinn er í mínus :|
við vorum auðvitað mættar áður en búðirnar opnuðu hehe eins og sannir íslendingar í verslunarferð. ég ráfaði aðeins um og svo svona smám saman fóru búðirnar að opna, eftir smá stund að mér fannst þá var ég orðin svöng svo ég fór á ruby thuesday og slátraði þar spear ribs og bjór en þá var klukkan víst orðin hálf tvö. time flies when you are having fun. svo ráfaði ég aðeins meira um... og næst þegar ég athugaði hvað klukkan var (geng ekki með klukku á mér sko) þá var hún að verða sex :P ég var farin að hafa verulegar áhyggjur að ég myndi gleyma að fara í skuttluna sem ég hafði skrifað mig í kl 9 15 en þetta hafðist nú allt. var komin klukkutíma fyrr og sat og horfði á þessa líka ótrúlega getnaðarlegu löggur með byssur og handjárn og alles (tveir saman) og tvo öryggisverði (engar byssur þar en alveg þokkalega sætir samt) það var sumsé eitthvað vesen í gangi... og ég sat í klukkutíma meðan ég beið eftir skuttlunni og starði á þá... omg.. þurfti að taka upp tissjú og þurrka af mér slefið... (ok smá ýkjur.... ég þurfti að snýta mér en hitt hljómar betur :D )

en mæ oh mæ búðirnar.... omg...ég átti verulega bágt í sumum þeirra... og þeir sem mig þekkja vita að það voru ekki fatabúðir sem ég átti bágt í... nei... úff... sko... ég þurfti mörgum sinnum að slá á puttana á mér, en stundum lét ég það nú eftir mér ... það eru jú að koma jól.. hvaða læti eru þetta. fékk sumt sem sigga bað mig að kaupa.. keypti jólagjöf fyrir afa.. keypti helling fyrir arnar.. minna fyrir ágúst.. jú og fyrir mundu siggu birnu og mig ehhehe en ég á birgir og björn alveg eftir... enda erfitt að eiga við svona drengi.. en iss það er nóóógur tími.

ég er semsagt búin að hengja mig aftur á þessar konur sem ég sníkti far með í morgun. þær eru búnar að panta leigubíl sem á að mæta kl 7 45 hehe nýta daginn vel sumsé... og stefnan er tekin á target og svo eitthvað mall sem er þar rétt hjá...

en þar sem ég fékk ekkert til að dópa úr mér hálsbólguna hitann hæsið og hóstann þá er ég að spá í að skella mér á barinn og fá mér eitthvað gott í hálsinn fyrir svefninn...

hafið það gott elskurnar heyrumst á morgun

þriðjudagur, desember 06, 2005

jæja ég er mætt. og hefst nú ferðasagan:
jú islandica var lokuð vegna breytinga í flugstöðinni, en ég er að vona að þeir verði búnir að opna aftur um helgina þegar ég fer til baka, svo ég geti nælt mér í óróa. þeir eru að vísu seldir í flugvélinni líka, en ekki mikill verðmunur á þeim og bara heima.

ég var í sæti 22 f og búin að koma mér vel og vandlega fyrir ásamt tveimur erlendum stökum stelpum (þá meina ég unglingsstelpum)í þessari röð. þá komu þarna strákar (á aldur við mig) sem höfðu ekki fengið sæti saman þannig að það var farið að hrókera þarna í sætum.... þar sem ég er svo góð alltaf og er alveg sama hvar ég sit yfir höfuð þá fór ég úr mínu sæti og stelpugreyið í miðjunni fór í mitt og þeir fengu að sitja hlið við hlið. þegar leið á ferðina urðu þeir drukknari og drukknari. ég hef sjaldan verið eins fegin að hafa verið færð til. því þarna kom svo kona sem var "leader of the group" sem stelpan var í... og áður en ég vissi af þá var þetta bara að stefna í leiðindi. því þeir voru með einhvern sora kjaft við stelpugreyið sem sat hjá þeim. nema að hún hafði sitt í gegn, þeir hleyptu stelpunni framhjá og kella settist í hennar sæti. þeir létu nú ekki segjast... ó nei.. það er eitthvað við svona blindfulla kalla sem halda að þeir séu svo æðislegir... úfff... á endanum var konan uppfærð á saga class... en þeir létu sér ekki enn segjast... því um það leiti sem við lentum þá þurfti að hafa í hótunum við þá um að hringja í lögguna og láta hana taka á móti þeim. iss svo þurfti ég endilega að lenda í hotel skutlunni með þeim, og argh hvað annar þeirra var leiðinlegur... úffilúffi... jæja þá er bara að forðast að verða að vegi þeirra hehehe. en ég verð að segja það að ég dáist að flugfreyjunni sem var að sinna þeim. hún hélt sinni stóísku ró alveg sama hvað. hún hélt sínu brosi þó hún væri á sama tíma að segja þeim að þeir væru komnir yfir strikið... og hún gerði allt til að halda friðinn... enda annað erfitt þegar vélin er full og ekki er hægt að henda fólki út hehehe. hún var alveg frábær... verst að geta ekki sagt henni það :O

ok en þegar við vorum að lenda þá fór flugstjórinn að tjá sig um veðrið að vanda... jú nú förum við að lenda í minneapolis... það er nú farið að hlýna.... komið upp í fimmtán stiga frost :D húmoristi

en ég er sem sagt hérna ein á herbergi sem er með tveimur rúmum sem hvort um sig er stærra en það sem ég er með heima hjá mér hehehe. sef í öðru og pikka á tölvuna í hinu. vaknaði auðvitað upp úr kl fimm og nú bíð ég þess að búðir opni svo ég geti farið út með visakortið mitt. fyrsta stopp verður eitthvað drug store því ég er með hálsbólgu dauðans... og mest sexy rödd ever (ef það er einhver rödd núna, hef ekki prófað að tala neitt)

kannski ég hendi mér bara upp í hitt rúmið aftur :)

vi ses

mánudagur, desember 05, 2005

ég er búin að sofa svo mikið um helgina. og það er svooooo gott. en núna þegar klukkan er farin að ganga tíu, og ég með þvottavélina á fullu og ekki byrjuð að pakka.... þá langar mig mest til að skríða aftur upp í rúm bara.... en nei.. ekkert svoleiðis góða mín. nema þú ætlir að hætta við að fara.

ég fletti upp einhverri veðurspá fyrir minneapolis í gær. og mæ oh mæ það var 12 stiga frost... ég fékk nú vægan hroll... en þetta verður nú kannski til þess að ég læt verða af því að kaupa húfu trefil og vettlinga á mig.

skv vefsíðu hótelsins þá er nettenging á herbergjunum svo það er aldrei að vita nema að ég hripi hérna niður einhver orð á þessu ferðalagi.

en ef ekki

auf wiedersehen