iss þetta er ekki nokkur frammistaða hjá mér... gleymdi að halda við ferðasögunni minni... en ég bæti bara úr því núna.
ég er sumsé komin heim.
ferðin var góð þó svo að hún hafi verið allt öðruvísi en hún átti að vera. ég var semsagt búin að kynna mér lauslega hvað ég gæti haft fyrir stafni, ætlaði að vera útivið og skoða einhverja garða... fara down town gá hvort ég sæi jólaskraut og svona, en vegna veikinda minna þá treysti ég mér ekki til að vera utandyra í átján stiga frosti, svo það voru bara innviði mall of america, southdale center, target og wall mart sem voru skoðuð. visa frænda til mikillar ánægju. kortinu mínu varð allavega aldrei kalt, ég keypti mér kuldaskó, húfu, vettlinga, og trefil sem er nú á stærð við teppi, til að halda á mér hita (fyrir utan allt hitt sem ég keypti sem kom bara til af því að ég var með óráði á tímabili vegna of hás líkamshita, kannski ég hafi átt að taka húfuna og trefilinn af mér annað slagið :| ) mér tókst með mikilli lagni að troða þessu öllu ofaní töskurnar mínar. og var nú bara nokkuð stolt af því, það fór sko ekkert pláss til spillis :D
mér kom ekki blundur á brá í vélinni á leiðinni heim, frekar hugguleg með bauga niður að hnjám, þegar ég stormaði með farangurinn minn framhjá tollurunum, sem horfðu illyrmislega á töskurnar mínar. en þegar ég bauð þeim góðan dag með minni dísætu engilásjónu og blíðri röddu (not) þá lagði hann ekki í mig og hleypti mér í gegn. stoppaði bara næstu manneskju í staðinn.... og það síðasta sem ég heyrði þegar ég hljóp framhjá..... og hvað versluðuð þið fyrir mikið ???????? þá tók ég á sprett og rétt náði með kerruna á tveimur hjólum fyrir hornið þar sem afi beið til að skutla mér heim. :D