ég á afmæli í dag
jæja þá er maður orðin einu ári eldri. gráu hárunum farið að fjölga, en hverjum er ekki sama um nokkur grá hár til eða frá. dagurinn líður samt sem áður eins og aðrir.... vakna, vinna, heim, borða, sofa. fyrsta afmæliskveðjan sem ég þurfti ekki að biðja um var frá stimpilklukkunni í vinnunni og hún meira að segja óskaði mér aftur til hamingju þegar ég stimplaði mig út aftur. almennileg klukka þetta.