.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

föstudagur, júní 18, 2004

jæja kallinn er að braggast svo allir geta tekið gleði sína á ný. var losaður frá veggnum og fluttur á almenna deild. annars var hann svo ánægður með þjónustuna, þær komu í morgun og rökuðu hann, aldrei fengið aðra eins þjónustu. hehe þetta er nú illa gert að vera að spilla fólki svona.

við arnar skruppum aðeins til hans í dag eftir vinnu. einhvern vegin held ég nú að arnar sé ekki sjúkrahús aðdáandi númer eitt. vorum þarna í svona fimm mínútur, þá varð hann bara fölur og vildi fara, gat ekki einu sinni labbað. ég staulaðist með hann út (sparkaði ekki í neinn í lyftunni) og við ákváðum að gera okkur dagamun og kaupa okkur hambronga á makkdónadds. en minn maður sofnaði áður en við komumst svo langt. ég verslaði þetta nú engu að síður, og tók mig einstaklega vel út við að drusla sofandi drengnum og matnum upp á sjöundu hæð, með öllu tilheyrandi veseni sem fylgir því að opna læstar hurðar. úff. svo hann svaf milli sex og átta þrammaði þá fram afskaplega kátur, en ég náði nú að lokka hann aftur upp í rúm núna klukkan tíu. vona að það virki til morguns.

fimmtudagur, júní 17, 2004

og bæ ðe vei hæ hó jibbý jei og jibbý jei. það er komin sautjándijúní. til hamingju með daginn

jú pabbi er sem sagt með lugnabólgu í báðum lungum. á tímabili héldu þeir að sýkingin væri komin út í blóðið líka, en held þeir hafi nú bakkað með það. hann kom heim með flugi í gærkvöldi klukkan sjö og við leyfðum honum ekki einu sinni að fara heim, heldur var farið með hann beint niður á læknavakt, og þaðan inn í fossvog. þegar þangað var komið var hann orðin svo lár í blóðþrýstingi 75/37 sem er nú eiginlega bara ekki neitt, þannig að það varð uppi fótur og fit til að koma kallinum upp aftur. hann var svo lagður inn á gæsludeildina til að meðhöndla þessa lungnabólgu, og yfirgáfum við mamma hann upp úr tvö í nótt. klukkan fimm féll hann aftur í þrýstingi og var þá fluttur upp á gjörgæslu þar sem hann liggur enn og verður þar þangað til að þrýstingurinn verður stabíll. þannig að hann þarf í það minnsta ekki að hafa áhyggjur af því að verða hent út áður en sólarhringurinn er liðinn.

svo er svo fyndið með svona fólk, hann hefur svo miklar áhyggjur af honum gísla í vinnunni. hvað á hann nú að gera, ef ég mæti ekki í vinnu. so what. er betra að hafa hann dauðann í gröfunni. þetta var líka svona þegar hann var að vinna á flateyri og var að blæða hægt og rólega út einhversstaðar einn uppí fjalli. þá fór úlfar bróðir og náði í hann og keyrði hann í bæinn til okkar. við vorum bara svo heppin núna að hann var hvort eð er að koma heim, annars hefði þetta getað farið mun verr.

mikið finnst mér sorglegt að á biðstofu slysa- og bráðamóttöku landspítala "háskólasjúkrahúss" í fossvogi, skuli þurfa að hengja upp skilti þar sem stendur: "lengdur biðtími. því miður erum við fáliðuð, vinsamlegast sýnið biðlund"

það er alltaf verið að skera niður heilbrigðisþjónustuna hjá okkur. sjúkrahúsunum er gert að spara endalaust, og verða því að segja upp starfsfólki, eða ráða ekki í þær stöður sem losna. og hvað þýðir það, jú, hinir sem verða eftir, verða að taka eina aukavakt í viðbót og eyða þeim peningum í að kaupa sér betri skó (helst með loftpúðum) til að geta hlaupið hraðar. fólk fær bara lágmarksþjónustu, og má þakka fyrir að vera ekki bara sent heim, með nál og vökva, og látið bjarga sér sjálft. önnur leið til að spara í heilbrigðiskerfinu er að láta sjúklingana borga meira. ég er ekki enn að skilja hvernig í ósköpunum stendur á því að það varð ekki allt vitlaust þegar reglum um greiðslu fyrir rannsókn á myndgreiningardeildum var breytt. þetta var þannig að þú borgaðir 1000 kr. fyrir hverja komu á myndgreiningardeild óháð því hversu mikið þú varst rannsakaður. okok þessu mátti nú breyta, því oft voru framkvæmdar "ónauðsynlegar rannsóknir". en í dag, máttu þakka fyrir ef þú hefur efni á að fara í þessar rannsóknir. ef þú þarft að fara í ómskoðun á lifur, galli, brisi og nýrum þá þarft þú vessogúd að punga út tæpum sjöþúsund krónum. takk fyrir. og ef þú ert nú svo óheppin að þurfa að fara í tölvusneiðmynd (jafnvel án/með skuggaefnis, hrollur) eða segulómskoðun, gætir þú þurft að greiða átjánþúsundkrónur. fólk þarf virkilega að íhuga hvort það hafi efni á fara í þær rannsóknir sem læknirinn þeirra telur þau þurfa. er það svona sem við viljum hafa það.

ég eyddi kvöldinu á bráðamóttökunni í fossvoginum, og þar sem faðir minn lá hálf rænulaus á bekknum, þakin haug af snúrum, búið að stinga hann ótal sinnum, og taka öll möguleg sem ómöguleg sýni úr honum, þá tautaði hann... og verður þetta ekki svo dýrt. ég reyndi nú að stappa í hann stálinu og sagði... ef þú ert heppinn, þá verður þú lagður inn og þá þarft þú ekki að borga neitt, þ.e.a.s. ef þú ert látinn liggja lengur en einn sólarhring. annars þarftu að borga. mér finnst skelfilegt að hugsa til þess að sjúklingarnir okkar þurfi orðið að hugsa sig um hvort þeir hafi efni á að láta lækna sig. hvert stefnir þetta hjá okkur.

ekki misskilja mig. við fengum alveg yndislega þjónustu hjá öllu þessu fólki, mér dettur ekki í hug eitt augnablik að halda öðru fram, og eiga þau bestu þakkir skilið fyrir störf sín. einkum og sér í lagi fannst mér þolinmæði þeirra í kvöld gagnvart konu (sjúklingi) hinum megin við hengið, alveg með ólíkindum. það lá við að ég færi sjálf og segði henni að steinhalda kjafti og haga sér eins og manneskja svo það væri hægt að hjálpa henni. þvílíkur óhemjugangur og vanþakklæti. huh.

á meðan verið er að skera niður í heilbrigðisþjónustu landsmanna þá er verið að eyða peningum í svona helv.... vitleysu eins og forsetakosningar, og fjölmiðlafrumvarpskjaftæði. er ekki allt í lagi hérna hjá okkur. ég las það í mogganum (og ekki lýgur hann eða hvað....) að þetta fjölmiðlabull myndi kosta þjóðina 1 - 200 milljónir (það stóð ein til tvöhundruð hehehe)sem er nú að vísu ansi teygjanlega tala. ok ef það er ein milljón, þá er það nú afsakanlegt, en ég leyfi mér nú að draga þá tölu í efa. en 200 milljónir væri nú hægt að nota á gáfulegri hátt en þetta. nb. ég er ekki með þessu að taka afstöðu með eða á móti frumvarpinu, heldur bara því hvernig er verið að fara með peningana okkar.

nú svo að maður skuli þurfa að gera upp á milli þessara þriggja manna sem eru að bjóða sig fram til forseta. komm on. að bara einhverjar misgáfulegar manneskjur skuli geta ákveðið bara rétt si svona að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, og eyða þannig dággóðum skammti af okkar peningum er alveg útí hött. líkurnar á því að annar hvor þeirra beri sigur úr bítum eru engar, (eða ég ætla allavega að leyfa mér að vona það), það væri þá helst á þeim forsendum að fólki finnist þetta svo bjánalegt að það nenni ekki að gera sér ferð á kjörstað, eða þá að fólk fór kannski í fýlu út í ólaf út af fjölmiðladæminu (og er ég þar fremst í flokki, því ég er svona nískupúki að upplagi)að það vill ekki kjósa hann. það er auðvitað morgunljóst að maður þarf að druslast til að kjósa ólaf þvert gegn vilja sínum, af því að það er enginn almennilegur í boði. ekki fer maður að taka sénsinn á að hinir leppalúðarnir nái kosningu. hrollur.

af hverju gat enginn almennilegur komið og boðið sig fram, fyrst búið var að blása til kosninga á annað borð.