.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

laugardagur, júlí 12, 2003

Nú er liðin heil vika síðan ég fór í frí. Þetta er bara alveg ágætt. Ágúst er komin heim en Arnar er enn í VEY. Reyndar tróð ég Ágústi með í Dalinn í gær þannig að við erum bara tvö heima núna. Við vorum alveg rosalega dugleg í gær. Við fórum loksins og keyptum fúavörn og gluðuðum á pallinn. Það er eins gott að hægri hendin á mér eigi ekki að taka þátt í neinu merkilegu í dag, því hún er alveg stjörf af þreytu. En mikið er pallurinn fínn. Annars er nú ekki margt sem hefur drifið á daga mína i friinu. Þetta er svona allt við það sama. Pabbi er nú allur að koma til, eftir að hann fór í þessa nýju ljósa meðferð. Það er allt annað að sjá hendurnar á honum, en fæturnir eru ekki eins fljótir að taka við sér. En þetta er allavega á réttri leið.

Í vikunni fékk ég allt í einu óstjórnlega löngun í kisu. Ég fattaði allt í einu hvað ég saknaði hennar Snotru minnar (ok ég veit að henni var lógað 1986, en það eru ekki allir með jafn langan fattara. Minn er xtra langur). Ég hitti nefnilega eina kisu um daginn, sem kom strax til mín og var að kúra hjá mér. Mikið skelfing fannst mér það notalegt. Hafa hana hjá mér, og klappa henni, og hlusta á malið. Það er svo róandi og gott. En ég er hrædd um að það séu ekki allir fjölskyldumeðlimirnir á sama máli og ég svo ég held að það verði nú einhver bið í það.

þriðjudagur, júlí 08, 2003

Jæja þá er ég búin að fara til VEY. Ég var búin að láta mér kvíða svo fyrir að fara í Herjólf því síðasta ferð var ekkert voðalega spennandi, en þetta var nú allt í lagi. Sérstaklega heimferðin. Strákarnir urðu nebblileg eftir hjá Kevala og ömmu. Svo nú erum við bara tvö í kotinu.

það er langt síðan ég hef sofið svona mikið eins og ég gerði um helgina. Þetta ætti að duga mér alveg út sumarfríiið, enda vaknaði ég kl 1/2 7 í morgun og var komin út að hlaupa rúmlega 7. Þetta er náttúrulega ekki í lagi. Og þar sem ég var vöknuð þá fannst mér vel við hæfi að heimsækja systur mína í Blásölum því hún er líka í sumarfríi. Ég var semsagt komin til hennar fyrir kl 8. Við kunnum ekki orðið að slaka á og sofa út.
Ég fór líka út að hlaupa í VEY á laugardaginn. Ég hef aldrei reynt að hlaupa í svona roki áður, því eins og allir sannir Kópavogsbúar vita þá er alltaf blíðskapar veður hér. Ég hljóp og hljóp þar til ég var nærri dauð. úff ég reyndi það ekki aftur. Mér tókst aftur á móti að draga Ásm með mér upp á fjall á sunnudagskvöldinu. Löbbuðum upp á Hánna, yfir á Dalfjallið og komum niður hjá Blátindi. Fórum svo í Kaplagjótu og röltum svo heim á leið. Þetta var ágætis göngutúr. Ég held að ég sé þá búin að þramma á öll fjöllin í VEy nema heimaklett. Hann verður að bíða enn um sinn.
Annars var ekki hundi út sigandi þarna um helgina. brjálað rok og rigning.


En nú er sumarfríið semsagt hafið og ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að gera af mér. Það er auðvitað alltaf hægt að fara bara að vinna aftur :) eða finna svona Whats on in Washington síður svo ég geti verið búin að skipuleggja kvöldin. hehe. Maður verður nebblilega svo mikið einn á ferðinni langt fram á kvöld þarna í útlöndunum. Það hljóta að vera einhverjar uppákomur sem ég get farið á. Ég óska sem sagt eftir hugmyndum!!!