jeminn þessi tilfinning eldist sem betur fer ekki af manni. ég er búin í prófunum í bili og þvílík sæla. hef að vísu eitt og annað fyrir stafni enn um sinn, er ekkert löggst í dvala eða neitt slíkt. frekar pakkað prógram. er með jólagleðiinnflutningsvinnupartý í kvöld. íbúðin er auðvitað í rúst og ég er ekki búin að ákveða veitingar enn iss það er nógur tími. kl er hálf eitt og þau koma ekki fyrr en átta :D á morgun eru svo tónleikarnir með þuríði sem við gáfum pabba í afmælisgjöf. á mánudagskvöldið er jólaföndur í vinnunni. á þriðjudagskvöldið ætla ég á tónleika með honum hjörleifi í grafarvogskirkju. það verður æði. á miðvikudaginn er bara ekkert planað. hhmmm þarf að gera eitthvað í því... fimmtudagur já þá er það vinnuferð á woyzeck laugardag förum við í vinnunni svo að höggva okkur jólatré. svo er það bara minneapolis á mánudeginum...... ooohhh þetta er bara þokkalegasta prógram held ég :D
laugardagur, nóvember 26, 2005
miðvikudagur, nóvember 23, 2005
við systur erum ágætar. við gáfum pabba afmælisgjöf, sem er nú ekki í frásögur færandi nema að við keyptum fimm miða á tónleika þuríðar sigurðardóttur sem verða næsta sunnuddag, og ætlum að allar að fara með honum og ömmu á tónleikana. sætar í okkur alltaf hreint :D
þriðjudagur, nóvember 22, 2005
hvernig er hægt að vera svona þreyttur... jahh ég bara spyr... arnar er sofnaður í stofunni, ágúst í rúminu mínu (arnar er búin að sofa upp í hjá mér í tvær nætur þannig að það var komin tími til að skipta út) ég þarf að fara í sturtu en ég er alveg að fara að standa upp og þeyta rjómann... (var að baka fyrir hann pabba minn hann á nefnilega afmæli á morgun sko) ég þarf að læra, því ég er að fara í próf á föstudaginn en omg ég verð að sofa.... jæja ég geri það bara seinna.
híf opp æpti karlinn inn með trollið inn.... (með sínu lagi)