.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

laugardagur, október 21, 2006

má bjóða ykkur jólaöl og piparkökur



við systur vorum alveg ótrúlega duglegar að gefa fólki jólaöl og piparkökur í dag. við stóðum úti í þrjá klukkutíma, og það var stöðugur straumur af fólki, og bara góð stemming. ég held ég hafi aldrei nokkurn tíman talað svona mikið úfff.... þetta voru bara nokkuð margir lítrar af öli, og við vorum orðnar ansi kaldar þegar við fórum inn aftur. nú er ég háttuð undir sæng í stofunni og reyni að ná í mig hita aftur. strákarnir úti að leika sér svo það er svona hvíldarstund hjá mér bara. annars voru þeir alveg ótrúlega duglegir, unnu sér inn jólakúlur áðan :P ótrúlega þolinmóðir að vera með mér í búðinni í sjö klukkustundir. eðaldrengir sem ég á alveg hreint, það er nokkuð ljóst.

föstudagur, október 20, 2006

ég hef í starfi mínu gegnum tíðina (hljómar eins og ég sé ógeðslega gömul) fengið mis gáfuleg komment frá karlpeningnum sem maður hefur verið að skoða. ég fékk hinsvegar fyndnasta komment ever núna áðan og það frá konu.

þegar hún var búin að hátta sig úr þá sá hún sig knúna til að segja mér að hún væri ekki kynferðislega æst á að sjá mig.

hvernig tekur maður svoleiðis löguðu :|

fimmtudagur, október 19, 2006

kjötsúpudagurinn

á laugardaginn er kjötsúpudagurinn.... þá taka verslunareigendur á skólavörðustíg sig saman og bjóða gestum og gangandi upp á kjötsúpu, og einhverjar uppákomur verða. jólahúsið lætur ekki sitt eftir liggja. þar verður í boði að fá sér piparkökur og skola þeim niður með hinni einu sönnu jólablöndu frá agli.

og nú allir í bæinn á laugardaginn.......

bbrrrrr hvað það er kalt úti. það er svo stutt í vinnuna hjá mér að bíllinn nær ekki einu sinni að fara upp fyrir frostmark, eða þannig allavega líður mér, og þegar maður skreiðist inn, þá er maður alveg freðinn inn að beini. úff maður minn lifandi. þá kemur sér vel að allir hinir eru mættir á undan manni, og búið að laga kaffið, svo maður getur þó í það minnsta sett heitt í bolla oghaldið á honum meðan maður er að ná herbergishita. aumingjans fólkið sem leggst hérna á bekkinn hjá manni. kemur maður með ísjökulkaldar hendur og fer að pota í það hingað og þangað. ég er nú hrædd um að ég yrði ekkert kát með svoleiðis framkomu.
en nú er ég búin að hita upp á lyklaborðinu svo ég get farið að snúa mér að því að koma heilanum í gang og vinna eitthvað pínu...

miðvikudagur, október 18, 2006


mikið er nú búðin okkar að verða jólaleg og fín. erum búnar að fá alveg mökk af vörum, og sigga hamast við að taka upp, og sunna selur allt jafnóðum. bara gaman af þessu sko.

mánudagur, október 16, 2006

16 dagar eftir... þetta er allt að koma :)

sunnudagur, október 15, 2006

ég fór i bíó með skúla og hemma áðan, sáum jón pál. hann hefur verið alveg magnaður kallinn. það var búið að segja mér að þessi mynd væri svona must see, og ég get alveg tekið undir það, kom mér eiginlega á óvart. mér fannst nú samt kommentið um jónínu ben alveg hefði mátt missa sín. kellingarhróið, alltaf verið að hnýta eitthvað í hana.

núna er ný vinnuvika framundan. lilja farin til afríku þannig að það er bara endalaus ómun þangað til ég hætti. ég hlakka mikið til, en get nú ekki neitað því að annað slagið fæ ég svona smá kvíðahnút í magann. úff, hvurn djö... er ég búin að koma mér út í núna.

ég var að horfa á fréttirnar i gærkvöldi, og það er ein frétt sem situr sérstaklega föst í höfðinu á mér... man nú ekki frá hvaða landi hún kom, en málið snérist um nýjasta æðið meðal ungs fólks þar.. að surfa á þakinu á lestum á fullri ferð. hvað er að. það var viðtal við tvo unga stráka sem sögðu eitthvað á þessa leið: við erum að þessu af því að það er svo gaman... að vísu hafa tveir félagar okkar dáið við þetta en því fleiri sem deyja svona þeim mun meir viljum við deyja svona. það var líka viðtal við annan ungan strák, sem hafði dottið af lestinni og lifað af (augljóslega fyrst það var viðtal við hann :P ) en sá var lamaður og fastur við hjólastól það sem eftir er. það var nú ekki uppi á honum typpið. ekki eins ánægður og sæll með sig eins og hinir tveir.

hann ágúst minn er á handboltamóti þessa helgi, í kaplakrika. unnu báða leikina í gær. verður gaman að sjá hvernig þeim gengur í dag. hann er sko í marki þessi elska.