.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

laugardagur, mars 18, 2006

læra... læra.... læra.... læra....

má ekki við því að vera trufluð með einhverjum hallæris skilaboðum. þarf svo lítið til að draga hugann frá lærdómnum. hhmmm kerfisgreining, fyrir bóksölu á netinu... einbeita sér... nota máttinn!!!!

föstudagur, mars 17, 2006

ég tók mér frí í vinnu í dag (eehhh ok það er víst komin nýr dagur en skítt með það) og ákvað að læra. ég var nú samt mest ánægð með að þrátt fyrir gríðarlega þreytu, þá stóðst ég freistinguna að leggjast í rúmið og fara að sofa þegar ég var búin að fara með arnar á leikskólann. settist við tölvuna stillti fyrirlesturinn í botn... opnaði magic og byrjaði að lesa og hlusta... ég allavega gerði góða tilraun við þetta hehe. spurning hvaða árangri það skilar mér. ég hlustaði líka á fyrirlestra í gær, og það eina sem ég mundi var að kennarinn væri með of háan blóðþrýsting. :| sem kom námsefninu eins og gefur að skilja ekki rassgat við. en iss.. svona er þetta bara.

ég leyfði mér nú líka aðeins að rétta úr mér. fór með siggu sys á stjá... í byko og rúmfatalagerinn. fundum þessar líka fínu hirslur til að hafa í búðinni. nú verðum við bara að fara að drífa í að fá okkur kennitölu svo við getum farið að versla svona helstu nauðþurftir :P

fór líka á kjaramáladeilusamráðsfund... hhmm veit ekki hvað ég á að kalla þetta, en allavega þá erum við að bardúsa í kjaramálum í vinnunni, og ég skrapp á einn slíkan fund í dag. þetta er allt saman mjög fróðlegt. :)

ég held ég sé búin að taka ákvörðun um húsmæðraorlofið. ég held það sé sjálfhætt við þar sem ég komst að því eftir kvöldmat að ég á að skila tveimur verkefnum á sunnudaginn næsta, og ég sem er svo akkúrat manneskja og alltaf svo tímanlega að öllu er auðvitað ekki byrjuð á þeim. pppffff held ég ætti að bretta upp ermarnar og pikka eitthvað snilldarverk inn á tölvuna til að skila blessuðum kennurunum. ekki vil ég vera ábyrg fyrir því að hann sé með allt of háan blóðþrýsting og of hátt kólesteról. huhhh... nei ó nei ekki hún ég.

miðvikudagur, mars 15, 2006

Kate Moss keypti titrara úr skíra gulli
Fregnir herma að ofurfyrirsætan Kate Moss hafi snarað út um 200 pundum fyrir titrara úr skíra gulli í versluninni La Petite Coquette í New York.

af hverju fæ ég ekki svona... ég meina þetta hlýtur að vera mögnuð græja... varla hægt að hugsa sér það betra en að fá það með gulltitrara... eða hvað... æj ég vil nú frekar hafa það life ;) þó svo að hitt sé eflaust ágætt til upplyftingar

litla barnið mitt er að fara í skóla í haust :| omg... skráning fer fram í næstu viku... ég þaut fram á klósett og fór að telja gráu hárin... þeim fjölgaði við þessa uppgötvun og gott ef ein eða tvær hrukkur komu ekki í ljós líka.

um helgina verður asmahúsmæðraorlofiðsívinsæla. ég er svo mikið á báðum áttum um hvort ég á að fara eða ekki. skipti um skoðun á fimm mín fresti. ég verð að læra... það eru þrjár vikur í prófin og ég er ekki búin að læra rassgat. ég kemst ekki í lærigír. það er alveg sama hvað ég reyni. kerfisgreiningin er bara svo víðáttuleiðinleg. ég er ekki viss um að hún þurfi að vera það, en eins og hún er sett upp svona sem eitthvað kjaftafag þá bara þoli ég hana ekki. ég þoli ekki kjaftafög. ég vil bara formúlur og sannanir og fá að leysa jöfnur og þrautir og eitthvað slíkt...

stelpurnar eru að reyna að sannfæra mig um að ég hafi bara gott af því að drífa mig með... slaka á og taka svo lærdóminn með trompi.. en úff ég veit það ekki.. í fyrsta lagi held ég að ég myndi ekkert slaka á því að þetta hangir yfir höfðinu á mér eins og óveðurský. yrði ábyggilega lítil skemmtun í mér... á maður ekki frekar að vera heima... læra... fara bara í heita pottinn í sundlauginni.. get kannski tælt einhvern með mér þangað milli lærdóms og svefns...

omg það er vandlifað... mæh oh mæhhh

þriðjudagur, mars 14, 2006

birna rebekka bað arnar um að hjálpa sér í skólanum... hann þurfti að teikna fyrir hana myndir sem hún átti að nota í verkefni í skólanum. þvílíkur heiður... hann var sannfærður um að hún væri að biðja um hjálp hans því að hún gæti ekki teiknað sjálf hehehehe... svo var ég með minn aulahúmor í morgun. birna fékk bílinn hjá mér, og fór með arnar á leikskólann. hehe þegar ég kvaddi arnar þá sagði ég honum að hann yrði að tala við birnu allan tímann því annars myndi hún örugglega gleyma að fara með hann á leikskólann. hehehe hann tók mig svona bókstaflega og byrjaði að humma þegar þau keyrðu af stað... og eftir því sem þau nálguðust leikskólann þá söng hann hærra og hærra hehehe... æj svona er maður misskilinn stundum.

mánudagur, mars 13, 2006

ég er farin að hreiðra um mig við nýja tölvu í vinnunni. á bara eftir að færa tannstöngladolluna mína yfir og þá get ég sagt að ég sé flutt þangað. svona er lífið síbreytilegt

sunnudagur, mars 12, 2006

ég hef komist að því að það er til fullt af skrýtnu fólki í heiminum... og það meira að segja á litla íslandi. hef svo sem aldrei talið mig með óskrýtna fólkinu, en sumir eru líka illkvittnir... og það er ég ekki... eða hvað :S ok kannski fer það eftir því hver er spurður álits. ég held samt ég sé ekki vond... eða langrækin... og er nokkuð fljót að fyrirgefa (stundum of fljót)... lífið er undarlegt ekki satt.

okok ég veit... þetta var svaðalegt fyllerí... en það er löngu runnið af mér hehe... og margt búið að gerast síðan :P munda auðvitað búin að selja... við búnar að parketleggja nýju íbúðina... ég og sigga fórum til frankfurt og london saman.. ég er búin að fara til vínarborgar... semsagt engin lognmolla hér á þessum bænum. fór að sjá la traviata í vínaróperunni... ooohh það var geðveikt... stemmingin bara við að fara í þetta fræga hús.. og sýningin sjálf... mæh oh mæh.. keypti mér meira að segja leikhúskíki í óperunni.. maður verður nú að vera svolítið flottur á því er það ekki :D

annars erum við sigga sys að setjast að samningaborði við hana þóru núna vonandi einhvern næstu daga. þetta er allt voða voða voða spennandi. :P jólin jólin jólin koma brátt jólaskapið kemur smátt og smátt... snjórinn fellur flygsum í og fagna litlu börnin því.... eru ekki allir í stuði örugglega.


´
mátti til með að henda inn mynd af okkur í óperunni... :D