jæja þá er ég komin enn og aftur upp á akranes. ég minnist þess að hafa setið hér í þessum stól í vetur einhvern tíman, og barið á þetta lyklaborð. gott eg ég hafði ekki orð á því þá hvað þetta er slæmt lyklaborð, og það hefur ekkert breyst, ekki frekar en allt hitt hérna á akranesi. síðast þegar ég var hér, finnst endilega að það hafi verið í janúar, þá fékk ég ekkert útkall, en núna er ég búin að fá eitt, svo þetta er mikil aukning.
ég brunaði hingað upp eftir í dag, og viti menn, hún valdís gleymdi að redda fyrir mig herbergi til að sofa í. hún hefur etv haldið að ég ætlaði á kallaveiðar hérna í nótt, glætan spætan. en því var reddað og nú fékk ég herbergi sex, þannig að þetta er bara allt hið besta mál.
ég fór áðan og færði henni gróu og fjölskyldu blómvönd, því hann óttar ísak er að fara að fermast á morgun. til hamingju með það. en þar sem ég er svo þaulsetin (enda ekki úr miklu að moða hér) þá endaði ég með því að vera farin að skipta mér af fermingarundirbúningnum, skera tómata og gúrkur af miklum móð, og gluða rjómanum og ananasinum og öllu hinu á lúðuna. svo bjó hún til þessa undarlegu sósu með. ég verð nú að segja að ég hafði ekki mikla trú á sósunni. uppskriftin kemur frá henni stínu og gróa staðhæfði að þetta væri gott, svo ég bara varð að prófa, og þó mér sé meinilla við að viðurkenna það, þá var hún bara nokkuð góð. sýrður rjómi, ananassafi, asíur og safinn af þeim, og sveskjur. já þetta hljómar ekki vel, útlitið er heldur ekkert spes, en bragðið kemur mjög á óvart. þetta er svo notað út á lúðuna fyrrnefndu. en ég sem sagt fór ekki frá henni fyrr en hún brunaði í bæinn með veitingarnar, því veislan verður haldin þar.
en nú er ég að spá í að leggjast uppí rúmið á sex, og horfa á chokolat eða hvað hún nú heitir sú ágæta mynd. verst að það er ekkert net þarna hinum megin :(
og sigga mín elskan. takk fyrir að passa strákana fyrir mig, ég verð örfáum þúsundköllum ríkari fyrir vikið :)