bjartari dagar
hafið þið tekið eftir því hvað það er farið að birta úti. strákarnir þurfa ekki lengur að labba í svarta myrkri í skólann, og það er orðið erfiðara að sannfæra þá um að það sé að koma kvöld.
.comment-link {margin-left:.6em;}
hugleiðingar mínar
hafið þið tekið eftir því hvað það er farið að birta úti. strákarnir þurfa ekki lengur að labba í svarta myrkri í skólann, og það er orðið erfiðara að sannfæra þá um að það sé að koma kvöld.
ég eyddi deginum í læknastúss öfugu megin við borðið í þetta skiptið. eitthvað verið að reyna að flikka upp á mig. viðtal, blóðprufur, sneiðmynd, og svo meira fjör á næsta mánudag. þá er bara að krossa fingur og vona að það sé í lagi með kellinguna, þá meina ég líkamlega... það er náttúrulega löngu vitað að ég er rugluð í hausnum.
ég talaði við bylgju í dag og hún sagði að ég bloggaði eins og véfrétt. ok ekki var það nú alveg véfrétt heldur tarrotspil.... æj það er á einhverri síðu hægt að draga sér spil og þetta semsagt stóð á spilinu sem ég dró.
Gakktu inn í hið óþekkta af frjálsum vilja sem sýnir hverja stund lífs þíns sem áhugavert ævintýri þar sem þú leikur aðalhlutverkið af alúð. Óvissa framtíðar er jákvæð því hið þekkta sýnir aðeins fortíð þína.
hún gyða útskrifaðist sem master í heilbrigðisvísindum í gær, og bauð kristján til veislu í tilefni þessa. þetta var auðvitað hin besta skemmtun og þakka ég fyrir boðið. til hamingju enn og aftur gyða.