þá er enn einn dagurinn að kveldi kominn. ég fór til hennar mundu upp úr hádegi, því ég ætlaði að plata hana til að lána mér bílinn sinn aðeins. eitthvað gekk það nú ekki alveg eins og ég ætlaði mér, hún og birna voru að fara á flakk, og bjössi þurfti að fara í vinnuna, og allir ætluðu að nota sama bílinn. þá datt mér í hug að fá lánaðan leigubíl, en sigga fór alveg í bakinu í gær og hafði því fengið bílstjóra fyrir sig. nú voru góð ráð dýr. þarna vorum við allar systurnar samankomnar og einn bíll sem þurfti að dreifast ansi víða. nú við höfðum auðvitað betur, og tókum bílinn af bjössa. hann gat bara farið seinna að vinna. okkar verkefni var mikið meira áríðandi þ.e. til stóð að fara í smáralind því birnu vantaði eyrnalokka, og ég ætlaði í pennann og hirzluna að gá að hilluberum. þegar við vorum búin að vandræðast þetta yfir bílnum góða stund, þá ákváðum við að byrja á því að fara í b&l því þar átti að vera hægt að gera ansi góð kaup á bílum. við æddum þarna upp á höfða spjölluðum við einn sölumann (agalega huggulegur strákur, var ekki með neinn hring hehe) og áður en ég vissi af þá var ég búin að kaupa mér bíl. huh.... svona á að gera þetta. fara út til að kaupa hillubera og koma heim með nýjan bíl í staðinn. ég er nú líka nokkuð viss um að með þessu, þá sé ég búin að tryggja okkur hið besta veður í einhvern tíma í það minnsta. ég er að spá í að rukka fyrir þetta góða veður svo ég eigi fyrir bílnum, því ef ég er ekki á bíl þá er vont veður. þetta er bara lögmál, svo fólk hlýtur að vera tilbúið til að leggja í púkk til að tryggja gott veður. ég trúi ekki öðru. hefði kannski átt að kaupa mér lottomiða líka fyrst ég var byrjuð á þessu á annað borð, bara svona til að athuga hvort ég hefði þá efni á hilluberunum, en úr þessu er ég hrædd um að þeir verði að bíða enn um stund.
laugardagur, mars 13, 2004
´já meinvill vill meina að ostakakan batni með aldrinum, sem er nú bara eins gott, því ekki kem ég til með að klára hana svona hviss bang, en ég held að aldurinn geti ekki bjargað súkkulaðikökunni ljótu. úfff. það væri nú svo sem allt í lagi ef hún væri bara ljót, því eins og sagt er fegurðin kemur innan frá, en það vantar alveg að hún sé virkilega góð. ég kannski geri meiri kröfur til hennar af því að þetta var svo erfið fæðing. ég skal nú bara samt éta hana fyrst ég bjó hana til. vona bara að meinvill reynist sannspár og það verðir fullt af fólki hérna á morgun við að éta köku druslurnar.
en allavega þá er ég aðeins nær um hvað verði á boðstólnum í fermingarveislunni. ekki þessar tvær hehehe. á maður ekki annars að nota útilokunaraðferðina. ég hef nú alveg fram á næsta laugardag til að spá í þetta, liggur ekkert á. ég er að vísu ekki alveg viss hvenær veislan byrjar, en ég hlýt að vera búin að komast að niðurstöðu fyrir þann tíma. eða ég vona það........
ég ætlaði nú líka að vera forsjál í fyrradag og athuga hvort ég kæmist ekki í búninginn góða. hehe ég finn bara pilsið og möttulinn. kotið, skyrtan, húfan, svuntan, beltið...... guð má vita hvar það er niður komið. ég man þegar ég var að pakka þessu niður, þetta var í skenknum, og ég setti þetta á einhvern rosalega góðan stað. hehehe man ekki eftir að hafa tekið þetta upp úr kössunum hérna hjá mér, þannig að annað hvort er þetta niðri í geymslu einhverststaðar, eða þá að ég hef sent þetta til ásmundar. hehehe ég hugsa nú að hann hafi ekki mikil not fyrir þetta samt. ég bara nenni ekki niður í geymslu að leita að þessu. ég meina þetta er svoddan aragrúi af kössum þarna og erfitt að athafna sig.
ég er líka enn að vandræðast með þessar bókahillur sem mig vantar svo mikið. kannski ég reyni að finna mér bíl að láni núna og fari að kíkja í pennann. við erum með fínar svona stakar hillur í vinnunni sem voru keyptar í pennanum, kannski þeir selji hilluberana staka. hhmmm hæpið samt að ég verði svo heppin. svo má fara í hirzluna. mér skilst að einhver hafi farið þangað og keypt hillur einmitt til að setja svona upp um allan vegginn. en það er ekki húsasmiðjan svo það gengur illa upp........ þetta er svoooo flókið, en ég verð að fara að fá hillurnar. mig vantar að fá bækurnar mínar. hvað er gaman að eiga bækur og hafa þær allar í kassa niður í geymslu. engin hætta á að maður lesi þær þar.
föstudagur, mars 12, 2004
ég hef ákveðið að gefast ekki upp strax heldur safna liði og hefna. dýr skyldi hafliði allur......... ég var að horfa á x men eða heitir hún það ekki annars. ég er búin að horfa á þvílíkan aragrúa af bíómyndum það sem af er árinu. misgóðar þó svo ekki sé meira sagt. sumar eru meira að segja svo slæmar að ég hef sofnað yfir þeim, og þarf nú nokkuð mikið til. mér þykir alveg ótrúlega notalegt að liggja upp í rúmi með tölvuna mína og horfa á mynd. ég er gjörsamlega orðin unglingur aftur. ímyndið ykkur ef þetta hefði verið í boði á þeim árum. ég er hrædd um að ég hefði aldrei farið fram úr rúminu nema til að sækja meira pepsi og nammi, og kannski tappa af annað slagið.
ég er svo mikill snillingur að sögur fara ekki af öðru eins. ég hrasaði um uppskrift af ostaköku í gær og ég bara varð að prufa hana ef ske kynni að hún væri boðleg í fermingarveisluna. hehehe góð afsökun....... nema ég fór með mundu í bónus og við versluðum aðeins fyrir fermingarbaksturinn, og svo þegar hún skilaði mér heim fattaði ég að ég hafði gleymt að kaupa rjóma svo munda ætlaði að redda mér honum síðar. nema að ég æði upp á sjöundu hæð með innkaupapokana mína og ætla að byrja að baka en viti menn mig vantaði amaretto. þá auðvitað tekur maður upp´símann og hringir í meinvil í hafnarfirðinum og jújú þar er til óafmeyjuð eins lítra flaska. ég varð auðvitað gasalega kát með það, hringdi í leigubíl sem kom og skutlaði mér í hafnarfjörðinn og til baka aftur. einhver hefði nú bara farið í vínbúðina en nei ekki hún ég. núhh ég kom svo við hjá mundum í leiðinni til að ná í ´rjómann ætlaði nú aldeilis að vera snjöll og nota ferðina. ég upp aftur og held áfram að hafa til hráefnið. ríf upp hurðina á íspáknum bara til að fatta það að rjómaosturinn kláraðist í síðasta saumaklúbb. nú voru góð ráð dýr, hringdi í mundu og jú hún átti smá lögg af rjómaosti fyrir mig, en hvorug okkar nennti út. ég ákvað þá að hræra í eina súkkulaðiköku og henda í ofninn svo hún gæti bakast meðan ég færi eftir rjómaostinum, en nei þá átti ég ekkert kakó. þegar hér var komið sögu var ég sem sagt með tvær hálfhrærðar kökur á borðinu og vantaði fullt af hráefni til að klára. þá mátti ég ryðjast í lyftuna aftur og hlaupa til mundu og tæma alla skápa hjá henni. og takið eftir það var engin blíða úti í gær. þetta var svoddan mannskaða djö.... veður, en hvað gerir maður ekki fyrir kökurnar. en sem sagt ég hafði það af að baka þetta dót allt saman, en súkkulaðikakan er einhver sú misheppnaðasta sem sögur fara af. það hefur aldrei neitt gengið svona illa hjá mér eins og þetta. má ég þá frekar biðja um hana betty crocker vinkonu mína. hún klikkar aldrei. svo ætlaði ég að gera kremið á hana, en þá átti ég ekki síróp svo það varð að bíða þangað til í dag (hljóp til mundu og fékk síróp hjá henni, held það sé ekkert eftir í skápunum hjá henni núna)
en semsagt svo var hugmyndin hjá mér að fara með ostakökuna í vinnuna því ekki ætlaði ég að sitja ein og éta þetta allt saman hérna heima. fattaði það ekki, að það er ekki beint skemmtilegt að labba með ostaköku undir handleggnum í vinnuna. hvað þá í þessu roki, svo nú sit ég uppi með ostaköku sem er alveg hryllilega sæt, og súkkulaðiköku sem er sú ljóstasta sem ég hef nokkurn tíman bakað. endilega komið og smakkið :)
miðvikudagur, mars 10, 2004
?g var r?tt ? ?essu a? f? athugasemd ? msninu hvort ?g v?ri h?tt a? skrifa. ?g h?lt n? ekki, en ?a? bara hefur ekki gerst neitt sem h?gt er a? tala um, tjaa allavega ekki svona ? almannaf?ri. j? mikil ?sk?p ?a? var sm??an?mskei? hj? systur minni ? sunnudagskv?ldi?, og ?g gleymdi ?v?. h?n minnti mig ? ?a? ? mi?vikudagskv?ldi? og ?g sag?i vi? hana a? h?n yr?i a? minna mig ? ?a? aftur. ?g bara get ekki muna? svona. en nei...... einhvern vegin datt henni ? hug a? ?g v?ri a? gr?nast. ?g............ gr?nast. ?g gr?nast aldrei. ?g h?lt h?n v?ri b?in a? l?ra ?a?. en allavega fr?tti ?g a? ?a? v?ri b?i? a? fresta h?sm??raorlofinu, svo ?g hef ekki ?? ?st??u til a? vera ekki byrju? a? baka t?manlega. annars er ?g n? eiginlega ekki b?in a? fyrirgefa systrum m?num hrekkinn fr? ?v? ? s??asta fermingarundirb?ningi. sp?lum n? tv? ?r aftur ? t?mann........
?a? er mars ?ri? 2002. ?g byrja?i a? vinna hj? hjartavernd ? byrjun mars og h?fst s? vinna ? a? fara ? n?msfer? til new york. fer? ?ar sem var sko ekki neitt veri? a? sletta ?r klaufunum heldur l?rt og l?rt og l?rt ?anga? til ?g var vi? ?a? a? br??a ?r m?r. ?g kom til landsins n?kv?mlega vikur fyrir ferminguna, og var au?vita? ekki b?in a? undirb?a neinn bakstur. hef aldrei geta baka? fyrir t?mann. nema hva? a? ?ar sem vi? vorum n? a? byrja a? vinna saman ?? var ?kve?i? ? f?studagskv?ldinu a? fara ? eitthva? sm? flandur. ?g var? au?vita? a? taka ??tt ? ?v?, ?v? annars hef?i ?g n? geta? misst af einhverju hehhee og ?a? v?ri n? ekki gott. nema hva? a? svona um mi?n?tti ?? ?kva? ?g ?ar sem ?g sat vel ? glasi ? v?nbarnum, a? ?g ?tti n? kannski a? fara a? tygja mig heim og svo ?a? ver?i runni? af m?r svo ?g geti baka? fyrir fermingarveisluna sem ? a? vera tveimur d?gum seinna. nu.... ?g hringdi au?vita? ? sm og ba? hana a? koma og s?kja mig. stuttu seinna var h?n komin, og ?g kl?ngra?ist ?t ? bil til hennar. segi n? ekki a? ?g hafi fengi? nein ver?laun fyrir gl?silegt g?ngulag, en ?t ? b?l f?r ?g. n? ?g sest aftur ?, ?v? munda haf?i komi? me?. ?g sest me? mikilli vell??unarstunu inn og bi? um a? vera skutla heim til m?n. j? j? ?a? er ekki nema sj?lfsagt. en ?a? sem er verra er a? ?a? kom br?f inn um l?guna hj? mundu ?ennan dag, ?ess efnis a? ?a? ?tti a? taka rafmagni? af linda og salahverfinu allan laugardaginn. ?a? rann all hastarlega af m?r. ?g garga?i upp og bar?i ? s?ti? fyrir framan mig. hvernig ? ?sk?punum ? ?g a? geta baka? trillj?n k?kur ? veisluna ef ?a? er ekkert rafmagn. ?g s? fram ? a? ?etta yr?i eitt allsherjar kl??ur. en m?r til mikillar lukku, ?? br? ?eim systrum svo vi? vi?br?g? m?n, a? ??r g?tu ekki logi? a? m?r lengur, og f?ru a? skellihl?ja. ?etta er einhver besta a?fer? sem h?gt er a? nota til a? l?ta renna af f?lki. eeennnnn...... ?g ? enn eftir a? hefna m?n ? ?eim, svo ?g held a? ??r ?ttu n? bara a? passa sig. ?essi hefnd ver?ur ?tp?ld ?egar a? henni kemur, og ?? ?g f?i ekki t?kf?ri fyrr en vi? erum allar komnar ? elliheimili, ?? skal ?g n? ekki gleyma ?essu og b?? eftir hinu fullkomna t?kif?ri til a? hefna m?n...... hehehe. ?g sem h?lt a? ?g v?ri ekki langr?kin.... en ?eim t?kst meira a? segja a? afsanna ?a? me? ?essum hrekk.