ÉG ER KOMIN Í FRÍ!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
föstudagur, desember 02, 2005
en lífið heldur áfram ekki satt. við fórum saman í leikhúsið í kvöld nokkur úr vinnunni. það var fínt. ég dáist að öllu þessu fólki. það lætur ekki bugast. allir mættir í vinnu í morgun. auðvitað ekkert endilega með bros á vör, en þetta er frábært fólk allt saman, og verður erfitt fyrir okkur hin líka þegar þau verða öll farin. verður svo tómlegt. við á annarri hæðinni ætlum að hittast heima hjá mér eftir vinnu á morgun. verður gott að hittast yfir kaffibolla utan vinnustaðarins, spjalla saman um atburði síðustu daga... framtíðina... og bara að þjappa okkur aðeins saman. ég get ekki hugsað það til enda að missa þau öll úr vinnunni. en svona er lífið. maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér... sem betur fer kannski
fimmtudagur, desember 01, 2005
ég í einfeldni minni hélt að þar sem þetta væri nú yfirstaðið, þá myndi ég geta sofnað í kvöld, þar sem það hefur farið frekar lítið fyrir því undanfarna viku. en nei aldeilis ekki. ég er búin að veltast um í rúminu, án þess svo mikið sem ná að blikka augunum hvað þá sofna. argh hvað ég er þreytt. nú er klukkan að verða eitt og ég komin á stjá aftur sumsé. spurning hvað maður á að hafa fyrir stafni meðan nóttin líður.... ein hugmynd er að leita að vegabrefinu, en þarf trúlega að fara niður í geymslu til þess og það er nú ekki klókt, svona ef ske kynni að svo ólíklega vildi til að strákarnir myndu vakna. mig langar bara að fá að sofa...er það svo mikið??
miðvikudagur, nóvember 30, 2005
í dag er mikill sorgardagur hjá hjartavernd. í morgun var tilkynnt um uppsagnir, og voru í það heila 35 einstaklingar sem fengu uppsagnarbréf. þetta er gríðarlegt áfall fyrir alla aðila. líka okkur sem eftir sitjum. ég er bara rétt í þessu að koma heim, og það er úr manni öll orka. samt finnst manni eins og maður eigi að vera á fullu við að gera eitthvað, en það er óskaplega lítið hægt að gera eða segja. manni langar bara mest að gráta.
þriðjudagur, nóvember 29, 2005
tónleikarnir heppnuðust bara sérdeilis vel í gærkvöldi. við mæðgurnar fjórar máttum hafa okkur allar við til að bresta ekki í söng í tíma og ótíma, og pabbi sló svoleiðis taktinn að allur áttundi bekkurinn rak á reiðiskjálfi. hehe en við fengum smá útrás fyrir sönginn í bílnum á leiðinni heim... hehe hhmm eins gott að pabbi var ekki stoppaður á leiðinni... hefði engin trúað að það væri í lagi með þetta fólk sem var búið að troða sér inn í þennan bíl. og enn og aftur urðum við varar við að bilarnir eru mikið minni og þrengri en þeir voru hérna í denn... þegar við sátum þrjár systurnar aftur í þegar brunað var um sveitir landsins. nú fór ég í miðjuna... herpti saman rasskinnarnar, andaði út...tæmdi lungun alveg svo ég tæki nú nógu lítið pláss... svo settust systur mínar sitthvor megin við hliðina á mér og lokuðu hurðunum og þá gat ég dregið aftur að mér andan... hélt ég myndi kafna við þetta bara.
svo var ég að föndra í vinnunni núna. það var ljómandi fínt. fengum okkur súkkulaði og rjóma, kökur og huggulegheit, og gerðum jólasokka. bara gaman hjá okkur. nú er ég bara að bíða eftir að ég nái að sofna... hvenær sem það verður nú :|
sunnudagur, nóvember 27, 2005
nú er búið að vera svo mikið að gera og mikil tímaþröng hjá mér í svo marga mánuði að ég veit ekkert hvað ég á að gera af mér núna. ég get ekki einu sinni sest niður í rólegheitunum hehe því mér finnst ég hljóti að eiga að vera að gera eitthvað. tekur smá tíma að gíra sig niður aftur. finnst einhvern vegin að ég sé bara komin í frí, hehe ætli ég gleymi ekki að fara í vinnuna á morgun :|