nú er ákveðnum kafla í lífi mínu lokið. ég bý ekki lengur á blásölum 22 heldur fífulind 11. skilaði af mér íbúðinni núna áðan, tveimur dögum á undan áætlun. en það verður nú bara alveg að viðurkennast að ég væri ekki búin að þessu ef ég ætti ekki svona æðislega fjölskyldu :D
nú er bara unnið nótt sem nýtan dag við að taka upp úr kössum og reyna að hagræða hlutum þannig að það fari þokkalega um þá. svo er skóli þessa helgi líka, svo það er af nógu að taka.
ég er hins vegar alveg búin úr þreytu þannig að ég er að spá í að fara að hendast í rúmið bara og safna orku fyrir morgundaginn. skóli og fleiri kassar.