.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

föstudagur, febrúar 06, 2004

ég hef þjáðst af miklum höfuðverk í dag, og ég var ekki alveg að skilja þetta, það var alveg sama hvað ég gerði. en....... seinni partinn rann upp fyrir mér ljós, frekar skært, hehe og ég keypti mér pepsi, og viti menn hann minnkaði til mikilla muna. þetta voru semsagt bara fráhvarfseinkenni. úpps. þetta er auðvitað bara skelfilegt að vera svona. en mikið var ég nú glöð þegar ég fékk pepsiið mitt og hausverkurinn minnkaði.

annars hefur dagurinn verið frekar tíðindalítill. enn hefur engin boðið gorminum heimili, svo ég trúlega enda nú með að lóga honum. :( ég var einmitt að segja ágústi núna áðan, að við þyrftum að finna einhvern sem vildi eiga hann. greyið hann er nú ekki alveg að skilja af hverju við megum ekki hafa hann. hann er ekki fyrir neinum.

nú erum við ágúst búin að sitja saman og horfa á star wars epis.II ég hef nú aldrei flokkast undir star wars aðdáanda. hef reyndar ekki séð neina mynd (þá meina ég auðvitað star wars mynd) frá byrjun til enda. meira svona búta hér og þar. og það hefur nú alveg dugað mér hingað til. ég meira að segja náði að sofna yfir henni núna í kvöld, ergo er ekki beint syfjuð núna. þá er bara ráðið að leggja nokkra kapla er það ekki og gá hvort svefnhöfgin færist ekki yfir mann.

fimmtudagur, febrúar 05, 2004

þá er ég einni íbúð fátækari. uss uss mér sem fannst svo fínt að vera skrifuð á þrjár. maður fær ósjálfrátt þessa tilfinningu að maður sé eitthvað merkilegur. hehe. en við sem sagt fórum í dag og skrifuðum undir afsalið á haukalindinni.

gormurinn víkur ekki frá mér. sat hérna við hliðina á mér áðan, og mændi á mig. hvernig á maður að geta lógað honum þegar hann horfir svona sakleysisaugum á mann. ég skal lofa að vera stilltur. af hverju er fólk svona leiðinlegt. beats me. ég ætti kannski að láta hann míga í lyftuna þegar ég fer með hann í næstu viku, og leyfa fólki að finna alvöru kattahlandslykt svo það viti um hvað það er að tala. hehe. myndi kannski yfirgnæfa reykingalyktina. huh. ein í fýlu.

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

jæja þá þarf ég að losa mig við gorminn. mér finnst það nú svolítið fyndið. ég fékk bréf í póstkassann minn þess efnis, að formanni hefðu borist kvartanir vegna kattahalds í blokkinni. borið hefur á kattahlandslykt á göngum og í lyftum. og skv. húsreglum væri kattahald (og hunda) bannað í húsinu. ok við því er í sjálfu sér ekkert að segja, ég vissi það svo sem þegar ég smyglaði gorminum inn. það sem mér finnst aftur á móti fyndið, að ég hef aldrei sjálf fundið þessa lykt, kannski maður sé bara í afneitun. ég hef oft fundið lykt inni hjá mér, og það er ef ég hef keypt einhvern ódýran kattasand sem virðist magna upp lyktina. aftur á móti er önnur lykt sem ég finn þráfaldlega og það er helv..... reykingalyktin. en nei það virðist vera allt í lagi. lyktin á 1. hæðinni þar sem allir þurfa nú að staldra við til að taka lyftuna er stundum verulega ógeðsleg. og fólk sem hefur komið hingað til mín (ok sem sagt þessi sem voru í partýinu á föstudaginn, fleiri hafa nú ekki sett nasirnar á sér hingað inn) talar um þetta. það finnst mér leiðinlegt.

en sem sagt. ef einhver veit um einhvern sem hefur áhuga á að fá sér fjörugan fress sem verður eins árs í maí, þá eru allar ábendingar vel þegnar. ég vil helst ekki þurfa að lóga honum, hann sem er svo mikil dúlla. grábröndóttur. algjört rassgat

þriðjudagur, febrúar 03, 2004

fram til baráttu........
ég er búin að vera of lengi ein heima með arnari. hehehe. náði að vísu að hrjóta aðeins yfir bósa í morgun, en þetta síast inn í undirmeðvitundina engu að síður. það vill svo til að þessar myndir eru ekki leiðinlegar. en það eru nú samt takmörk fyrir hvað maður nennir að horfa eða hlusta oft á sömu myndina. ég skal nú bara segja ykkur það að ég kann allar bósa myndirnar utanbókar. ætli maður geti ekki tekið mastersverkefni í einhverju svona gagnlegu, sem auðvelt er að muna. þú ert aumkunarverður lítill kall. þú átt samúð mína alla. farvel. hvar er einstefnulímbindingin...........

nú er ég búin að missa af tveimur bóklegum og einum verklegum (með skyldumætingu) tímum. svo missi ég aftur heila viku úr núna í febrúar. þessi kennari sem er núna að kenna okkur um öndunina, aðhyllist svo þá stefnu að setja ekki kennsluefni á netið, er ekki með neinar glósur, á eina sem maður veit er að það á að fjalla um öndun. sem er nú ansi teygjanlegt og nær yfir marga tíma. kennarinn er mjög góður og það er gaman í tímum hjá honum, og allt saman mjög ljúft og gott, þangað til þú lendir í því að geta ekki mætt í tíma. þá fer nú mesti sjarminn að renna af þessu. annars veit ég ekki hvað ég þykist vera að rembast við þetta. það er auðvitað engin tilgangur þannig séð, nema mér finnst gaman að læra eitthvað nýtt, eða nánar um eitthvað sem ég kann eitthvað hrafl í. en er það þess virði að vera að fórna geðheilsunni, og leifunum af fjölskyldulífinu í þetta. ég er ekki viss. þetta gefur manni bara samviskubit yfir því að vera ekki alltaf að læra, því svo koma einkunnir sem eru svona lala. jú maður er svo sem ekki að falla, en fyrst maður er að þessu á annað borð þá vill maður gera þetta almennilega ekki satt. æ ég veit ekki hvað ég á að gera í þessu. auðvitað á maður að nota tækifærið og fara í svona nám ef maður hefur áhuga á því, þegar maður er að vinna svona vinnu þar sem allir vilja allt fyrir mann gera. en maður fær samt samviskubit yfir að vera alltaf að fara úr vinnu til að fara í skólann, og svo bætast svona veikindi vit annað hvort hjá mér eða strákunum og þá versnar samviskubitið um allan helming.

mánudagur, febrúar 02, 2004

hehe og í þeim töluðum orðum sofnaði ég. rétt rumskaði til að skipta um mynd og setja toy story 1 í tækið. áður en ég vissi af þá var sú mynd búin líka. mér fannst það nú með olíkindum. ég er viss um að arnar hefur hraðspólað yfir hana. nú og þá var það bósa myndin. við náðum nú að pússla yfir henni. en þegar ég setti cats and dogs í á sofnaði arnar. tíhíhí. við erum nokkuð góð saman. að vísu skín blessuð sólin inn um gluggann og er alveg að bræða hann. með bullandi hita fyrir. hann er kannski ekki sofandi, heldur meðvitundarlaus af hita hmm ætti nú að athuga það. jújú það er í lagi með hann. ég er búin að gera skugga fyrir hann úr sænginni. hún er orðin að stóru fjalli, sem engin kemst yfir nema fuglinn fljúgandi.

það er svo fyndið hvað mann langar alltaf að fara út þegar það er ekki í boði. ég hreinlega iða í skinninu mig langar svo að fara í göngutúr, ég...... þú veist ......halló er ekki allt í lagi. ég sem nenni ekki að hreyfa á mér stóru tærnar nema þegar lífið liggur við.

jæja þá er arnar orðin veikur. kall greyið er með svo ljótan hósta og hita. nú sitjum við saman í stofunni og horfum á toy story 2 í trilljónasta skipti.