.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

laugardagur, janúar 08, 2005

get a life harpa dís. ég tók upp pússluspil í gærkvöldi 1500 stykki.... skellti því á borðið og ég er búin með það núna. þetta er auðvitað ekki í lagi....

djö.. leiðist mér að hanga svona allan daginn alla daga... argh

föstudagur, janúar 07, 2005

við erum enn heima. mér fannst ekkert sniðugt að vera að senda hann af stað of snemma, sérstaklega miðað við ástandið á fjölmörgum fjölskyldumeðlimum hjá mér. bjössi með lungnabólgu sigga með bronkítis og afi ekkert of sprækur. allur er varinn góður og best að vera bara heima.

p.s. á enn eftir að fá sjálfboðaliða til að fjarlægja jólatréið. einhver sem bíður sig fram????????

fimmtudagur, janúar 06, 2005

ég held ég hafi gerfijólatré hér eftir. ég held ég sé með ofnæmi fyrir þessum lifandi....eða allavega fyrir stafafurunni sem ég náði mér í í heiðmörkinni. ég var sem sagt að vesenast við að taka seríuna af trénu og setti það svo í svartan poka, svona til að koma því út úr húsinu án þess að allt verði út í greni. nema hvað að ég fékk svona heiftarleg útbrot og ofsakláða. handleggirnir, hálsinn og hluti af andlitinu. argh.... þetta er ekki hægt. ég ætla sko ekki að koma aftur við þetta tré, og auglýsi hér með eftir einhverjum til að bera það út úr íbúðinni minni.

við ágúst erum sem sagt enn heima. hann er enn með höfuðverk og kvef en sprækur að öðru leiti sem betur fer. við að vísu förum að verða uppiskroppa með fæði, en ég fitna þá ekki á meðan.

miðvikudagur, janúar 05, 2005

og hvað gerir maður á þessum degi þegar maður er heima.... jú, mikið rétt. tekur niður jólaskrautið. það er allt komi í viðeigandi kassa, og svo á ég bara eftir að rölta út með jólatréið og koma kössunum niður í geymslu.

annars held ég að það sé allt að verða vitlaust... snjóflóð fyrir vestan og jarðaskjálftar fyrir norðan. ja hérna.... hvar endar þetta eiginglega.

mig langar að fara eitthvað... og þá meina ég ekki niður í smáralind eða eitthvað slíkt.... heldur að fara í ferðalag. ég fór ein til lundúna þarna fyrir rúmu ári síðan, og ég vildi óska að ég gæti farið í aðra slíka ferð núna. komast í burtu frá öllu og vera bara ein með sjálfri mér. ekki það að ég sé ekki ein þó svo að ég sé heima, en æj það er allt öðru vísi samt. lífið er bara allt of flókið

ágúst er veikur. ergo ég er heima.. ég náði í hann í gær þegar ég var búin að vinna kl hálf sjö og þá var honum svo kalt að hann gat varla gengið. nú þá var bara að rífa sig úr fötunum... upp í rúm.. ná í hitapoka og heitt kakó og innan skamms var hann sofnaður. hann var að vakna núna litlum 16 klst síðar. að vísu enn með höfuðverk en ætti nú að vera útsofinn eða hvað....

þriðjudagur, janúar 04, 2005

Sturlaður

Hvar get ég fundið stoð og styrk
og stefnu fyrir sjálfan mig?
Hví er leiðin um lífið myrk?
Lærir hjartað að skilja þig?
Þarf ég að finna fögur orð
og fegra mína miklu eymd
Ef í lífinu ætla ég
að eygja von sem er löngu gleymd?

mánudagur, janúar 03, 2005

jæja ég er búin að sitja sveitt við að breyta hjá mér síðunni. ekki hefur það nú tekist alveg eins og ég vildi, en læt staðar numið í kvöld held ég.... annars er nú alltaf erfitt að slíta sig frá einhverju svona.

jæja ég er búin að sitja sveitt við að breyta hjá mér síðunni. ekki hefur það nú tekist alveg eins og ég vildi, en læt staðar numið í kvöld held ég.... annars er nú alltaf erfitt að slíta sig frá einhverju svona.

eins og einhverjir vita þá bý ég frekar hátt uppi. mér varð litið út um gluggann í morgun og þóttist sjá að það væri ekki hundi út sigandi, svo ég skreið fljótt og örugglega aftur undir sængina. upp úr eitt þá ákvað að ég gæti ekki bara lagst í kör og kíkti aftur út um gluggann og viti menn.... ég var allavega farin að sjá um víðan völl og dró ágúst með mér út. við lögðum galvösk af stað... stormuðum út um dyrnar en þá kom í ljós að það var snarvitlaust helv... veður. ég náði taki á ágústi og gat dregið hann að bílnum (einhverjir myndu kannski hugsa af hverju fóru þau ekki aftur inn, en það var álíka ógerlegt og að komast í bílinn og við 0rðin matarlaus þannig að það var ekki um annað að ræða). ég tróð drengnum inn í bílinn og reyndi svo að staulast hinum megin, eitt andartak þá hékk ég á hliðarspeglinum og lappirnar sveifluðust í allar áttir. en ég get nú verið þrjóskari en and... svo ég hafði það af.

það reyndist nú ekki vera alveg svona vont veður alls staðar annars staðar þó það væri nú allt annað en gott. ég fór og heimsótti bifvélavirkjan ráðagóða og hann ætlar að redda mér í næstu viku. hvernig ég borga verður bara að koma í ljós síðar. svo fórum við í bónus.... var nú eiginlega ófært á planinu hjá þeim sökum hálku, slabbs og roks.... þetta er ekki góð blanda, en ef maður er svangur þá lætur maður sig hafa það. við vorum á heimleið og vorum að velta fyrir okkur hvort við kæmumst inn aftur þegar ég ákvað að hringja í gömlu og ath hvort þau vanhagaði um eitthvað og verslaði svo fyrir þau. það var auðvitað bara tóm snilld því þegar við svo snérum aftur heim þá var rokið orðið viðráðanlegt.

boðskapur dagsins er sem sagt..... ekki er allt gull sem glóir... eða oft er brjálað veður þó svo að það líti út fyrir að vera allt í lagi.......

ég skrapp til vey í gær. stoppaði þar í fimm mínútur eða svo. fór sem sagt með arnar til ömmu og afa. við ágúst liggjum undir sæng og höfum það notalegt svona tvö saman. skólinn byrjar á morgun, og ætli ég hunskist þá ekki í vinnu líka.... annars var ég í gær búin að lofa sjálfri mér að fara í verslunarleiðangur, ég verð að endurnyja eitthvað í fataskápnum mínum, jesús minn þessir larfar sem ég á eru til skammar, peningaleysi eða ekki.... ég get ekki verið svona til fara mikið lengur, og á maður þá ekki að nota útsölurnar. eeehh ætti nú kannski fyrst að fara með bílinn á verkstæði. fékk grænan miða á hann, svo ég neyðist nú til að gera eitthvað í málunum. ooo það verður ekki gaman :(