ég er klárlega langflotust í dalnum. ligg í hengirúminu með lappann í fanginu, hvað vill maður hafa það betra:D
laugardagur, júlí 30, 2005
föstudagur, júlí 29, 2005
jæja þá erum við komin í þjórsárdalinn og búin að tjalda nýja fína tjaldinu okkar og blása upp vindsængurnar. pínu rigning búin að vera en ekkert að ráði samt. :D
ekki tókst mér að pranga kistunni inn á meinvil, svo hún er enn föl. og koma svoooo hver verður sá heppni/a??
við ágúst erum búin að fylla skottið á bílnum af mat, aðallega vökva þó. við ættum allavega ekki að deyja úr þorsta það er morgunljóst. keyptum okkur tjald í gær, svaka stuð hjá okkur. enda vaxtabæturnar að koma í hús :D versluðum okkur svo forláta leikjatölvu, svo það er bara góður fílingur í okkur hérna megin. hittum siggu og gumma fyrir utan bónus, og gummi bauð mér að tjalda á sínum bletti því ég var með svo mikinn vökva í skottinu hehe. en hann ætlaði að reyna að fá lánað fyrir mig hleðslutæki í tölvuna mína svo ég geti haft hana með mér í sveitina... þetta er lífið tímon
miðvikudagur, júlí 27, 2005
framkvæmdagleðin er bara með skársta móti þessa dagana. um daginn sagði ágúst mér að hann skildi ekkert af hverju ég væri tilbúin til að gera súkkulaðiköku án þess að nokkuð sérstakt stæði til, en ég bakaði aldrei rúsínukökuna nema það væri afmæli. nú í gærkvöldi ákvað ég að gera bragarbót á og skveraði í svo sem eins og eina tertu fyrir drenginn. mikið var hann nú ánægður þegar hann kom inn í eldhús og spurði hvað ég væri að gera. við slógum svo bara upp hádegispartíi og buðum þeim sem koma vildu og gátu í brauð, kaffi og köku við góðar undirtekttir. svo tókst mér að hafa það af að hringja í tryggingarnar. ég er búin að vera með brotna rúðu í stofunni hjá mér í þó nokkuð margar vikur. þar sem sprungan fer alltaf stækkandi, þá var þetta eitt af því sem var á to do listanum í sumarfríinu, þ.e. að láta skipta um rúðu. svo húkti ég hér heima og beið eftir tryggingamanninum sem kom aldrei. huh... það var ekki eins og ég væri að biðja hann að koma í dag, heldur var ´mér sagt að hann myndi koma. argh það er svo pirrandi að sitja svona og bíða. nú hringi ég alveg extra pirruð á morgun í þá og segi þeim að þeir geti bara hringt í mig og athugað hvort ég sé heima þegar þeim þóknast að koma. en ég er búin að fara í gegnum skápinn í forstofunni, henda því sem á að henda. eitthvað getur nú farið í mæðrastyrksnefnd og raða því sem á að vera þar. ég er búin að fara í gegnum eldhússkápana á einhverju hundavaði. en ekkert hefur orðið úr geymslutiltektinni ógurlegu sem átti að fara fram í þessari viku. það eru nú ýmsar ástæður fyrir því... fyrst ber að nefna að arnar veiktist. tók upp á því að æla á leikskólanum og svo er bara búið að vera allt of gott veður til að loka sig inn í geymslu. en ég er nú samt búin að fara eina ferð í sorpu með rusl og flöskur svo þetta er nú allt á rettri leið. hins vegar er ég með þessa fínu frystikistu sem mig vantar að selja fyrir lítinn pening. áhugasamir endilega hafið samband. gott að fjárfesta fyrir sláturtíðina í haust :D
sunnudagur, júlí 24, 2005
ég keypti mér nýtt dót á föstudaginn. mig er búið að langa í svona í mörg mörg mörg mörg ár, en aldrei látið það eftir mér. nú þegar búið var að telja mér trú um að ég vildi víst fara í þjórsárdalinn þessa helgi, þá ákvað ég að láta þetta eftir mér, þar sem ég sá þetta auglýst á blaði í þessari sömu viku. nú þegar við vorum loksins búin að pakka okkur niður, og sigga búin að ná í okkur, þá vildi ég stoppa í europris uppá höfða. ég var auðvitað keyrð þangað, en neitaði að gefa upp hvað ég væri að vilja þangað. viti menn það sem eg ætlaði að kaupa var búið, þó ég hafði hringt klst fyrr og þá var mér sagt að það væri nóg til. þeim tókst sumsé að selja það allt í millitíðinni. þá voru góð ráð dýr, en ég vildi þá bara stoppa í europris á selfossi, og viti menn. þar var hluturinn til. strákarnir voru að missa sig af spenningi yfir að fá ekki að vita hvað ég var að kaupa. þetta var þokkalega stór kassi, og þar sem bíllinn var yfirfullur af farangri mátti ég sitja með þennan frekar stóra og ólögulega kassa á milli fótanna alla leið austur. þegar þangað var komið dró ég kassann út opnaði og bjó mér til þetta líka frábæra hengirúm. þetta eru bestu kaup sem ég hef gert lengi held ég. og þar sem ég var öfunduð svo svakalega þá keyrði ég glerþunnar systur mínar á selfoss á laugardeginum þar sem við keyptum þrjá svona gripi til viðbótar. þetta var frekar flott sjón þegar við vorum búin að setja hengirúm út um allt og svo láum við þarna eins og slitti allan laugardaginn því það var of heitt til að vera til. strákarnir fóru í ána til að kæla sig þar, og við hreinlega vorum meðvitunarlaus úr hita. það var ekki nokkur leið að framkvæma nokkurn skapaðan hlut. í dag vorum við hins vegar ögn duglegri þar sem við smíðuðum eitt stykki vaskborð, blikkuðum einn pípara til að finna vatn handa okkur, og það var slegið og boraðir upp skápar og hillur. milli þess sem við köstuðum okkur í hengírúmin til hvílu. bara gott skal ég ykkur segja. vöktum mikla athygli í dalnum aðallega vegna fjölda rúmanna hehehe.
vorum mjög svo fáklædd þegar við svo brunuðum í bæinn kl átta í kvöld, í þokuna og súldina, stoppuðum í 10-11 á reykjanesbrautinni hehe og ég fékk nú undarlegt augnaráð þegar ég stormaði inn á stuttbuxum og hlýrabol í kuldanum. en það er fátt betra en að komast í sturtuna þegar maður kemur heim. fyrir utan þegar vatnið rann eftir brunarústunum. var nú óneitanlega fyndin sjón þegar maður fór úr þessum fáu flíkum því ég var allt frá næpuhvít yfir í eldrauð, með mismunandi brúnkustigum þar á milli, eftir því hvar á mann er litið... semsagt bara smart... röndótt.. er það ekki örugglega nýja lúkkið.... (svo maður minnist ekki á að vera þverröndótt á hálsinum. úff þarf að teygja betur úr mér í sólinni greinilega.... en hvað getur maður gert þegar maður er með pínu undirhöku kannski þegar maður stendur upp, en þegar maður liggur út af þá eru það brjóstin sem skyggja á...... oohh það er erfitt að vera til stundum....