í dag var verslunardagur. oxford street var þrammað aftur á bak og áfram. ég og strákarnir vorum auðvitað ekki alltaf sammála um hvað átti að skoða. og var þolinmæði þeirra gagnvart kvenfatnaði eitthvað takmörkuð. þannig að það var bara keypt strákaföt og dót, jú og ferðataska... því einhvern vegin þurftum við að koma öllu dótinu til íslands.
við fórum svo aftur niður á piccadilly circus, inn í lillywhites og versluðum þar íþróttaföt þar til versluninni var lokað og okkur var hent út. hehe en það var fyndið. ég og arnar fórum saman á þriðju hæð til að fá taxfree og þau hin fóru bara út að bíða eftir okkur á meðan. við vorum einu kúnnarnir á hæðinni.... og svo eitthvað af starfsfólki og öryggisvörðum... svo heyri ég sagt í talstöð... yes... two more here... og svo þegar við vorum búin að ganga frá okkar málum og töltum af stað út... þá heyrðist.... "the mother and the child are on their way out". hehe maður var bara komin í 24 fíling þarna.
eftir verslunarferðina vorum við orðin frekar svöng svo við fórum á planet hollywood að borða. arnar tilkynnti eftir smá bið að hann ætlaði sko aldrei að fara á þennan veitingastað aftur þeir væru svo lengi að koma með matinn. það var auðvitað langt liðið á kvöldið... og hann gerðist alltaf þreyttari og þreyttari.... en hehe svo toppaði hann þetta allt þegar hann sagði: "hver nennir eiginlega að troða mér inn í mömmu mína aftur??!!!!????" ég hélt við yrðum ekki eldri við hlógum svo mikið... þvílík þreyta.... og ég fölnaði bara upp við tilhugsunina... átti nú alveg nóg með sjálfa mig í öllum þessum hita...