okok ég veit hún er ekkert meira aðlaðandi en hún er meira áberandi núna. læt það duga í bili :)
laugardagur, janúar 10, 2004
það er svo erfitt þegar ég geri þetta. ég fékk arnar til að fara upp í rúm að sofa, og fór með honum bara svona rétt til að syngja fyrir hann. viti menn áður en ég vissi af var ég steinsofandi. hann sofnaði að vísu líka, en ég ætlaði ekkert að sofna, svo nú er ég glaðvakandi þegar ég á að vera að fara að sofa. jæja skiptir engu. ég hef svo sem nóg að gera það er ekki vandamálið.
ég fór áðan út í sjoppu til að kaupa mér lottomiða. mamma var hérna hjá mér þannig að ég notaði tækifærið og skrapp á eðalvagninum hennar. ég er að vísu ekki búin að athuga hvort ég fékk þessar fimmtíumilljónir eða hvað það nú var mikið, en ég seldi allavega billjardborðið í ferðinni, og ég var bara mjög sátt við það. kom hérna strák garmur úr keflavík sem er búin að hringja nokkrum sinnum í mig út af borðinu. loksins hafði hann það af að komast á svæðið, ég mætti þeim meira að segja hérna úti á plani þegar ég var að fara í sjoppuna. nú til að gera stutta sögu enn styttri þá tók hann borðið með sér og skildi fimmtánþúsund krónur eftir hjá mér. ég er sem sagt laus við borðið jibbý jei.
nú þarf ég bara að klára verkefnið og þá er ég í góðum gír. er reyndar í alveg sæmilegum gír þrátt fyrir verkefnið. sigga var að tala um að kassinn væri alveg að gera sig, svo ég verð bara að taka undir það. seldi orbitrekkið mitt og gumma (sem sagt tækið hans ekki hann sjálfan) og billjard borðið. mér þykir aftur á móti verra að þau séu búin að selja jeppan. hvaða bíl á ég þá að nota, snökkt snökkt. nei þetta er alveg bráðsniðugt. mæli með þessu.
ég er búin að sjá það að ég verð að breyta aðeins síðunni minni. þarf að færa gestabókina mína svo það skrifi fleiri í hana og oftar. gera hana meira aðlaðandi hehehe. kannski er bara enginn að lesa þetta, það er þá bara allt í lagi. ég skrifa þá bara sjálf í gestabókina mína huh!
mikið rosalega er ég nú dugleg. búin að leggja mig síðan áðan, alveg eins og skotin gæs, og svo skrapp ég til vestmannaeyja. það var svo gott að finna hann arnar minn aftur. hann faðmaði mig svo fast, var svo notalegt. reyndar var svo gott að hitta mömmu sína að hann steinsofnaði í vélinni á leiðinni heim. vildi bara kúra hjá mömmu sinni. kom auðvitað með nýjan kuldagall upp á arminn. hehe maður veit svo sem alveg hvað maður er að gera þegar maður sendir börnin sín svona illa til fara til ömmu og afa :)
ég fór ekki að sofa fyrr en klukkan að ganga sex og ég er samt ekki búin. ég á nefnilega við smá vandamál að stríða. rétt á meðan ég er að framkvæma hlutina, þá dettur mér alltaf eitthvað annað í hug. og annað og annað og þannig að ég næ aldrei að klára hlutina. :| æ mig auma. reyndar var það ekki bara það í nótt, heldur þurfti ég líka að leiðrétta tölur í gögnunum, og reikna allt draslið upp á nýtt. en mikið skelfing er ég syfjuð núna. ég er samt ekki búin. :(
ég er að spá í að skreppa til vestmannaeyja á eftir og ná í hann arnar. það er víst komin ferðahugur í hann greyið. það verður fínt að fá hann aftur heim. hann er núna búin að vera í viku í burtu. elsku litli kallinn minn.
úff ég get ekki meir, verð að sofa aðeins lengur zzzzzzzzzzz
föstudagur, janúar 09, 2004
god hvað þetta er leiðinlegt
ég má til með að gera smá pásu. ég er nefnilega að vinna í þessum verkefnafjan...... mér finnst tölfræði ekki leiðinleg alveg satt, en ég nenni ekki að gera þetta verkefni, sem maður er löngu byrjaður á, og er alveg búin að gleyma hvað maður var að hugsa síðast þegar maður gerði eitthvað. við fengum semsagt frest til að skila því núna um helgina. því sit ég hér sveitt við að bulla eitthvað á tölvugarminn minn. annars var ég niður í geymslu núna áðan. það kom hérna fólk að skoða billjard borðið. o ég vona að þau kaupi það. mig vantar svo að losna við það. er með það fram á gangi í geymslunni, frekar leiðinlegt. aumingjans fólkið var að koma af idolinu held ég. alla vega voru þau niður í smáralind, og eiga svo eftir að keyra austur fyrir fjall. það er mikið á sig lagt, enda leyfði ég þeim að koma þó svo að þetta væri orðin frekar ókristilegur tími til að banka upp á hjá fólki. en hann var nú búin að hringja í mig um kvöldmatarleitið til að spyrja mig hvort það væri í lagi að koma svona seint. ég er nú til í ýmislegt ef ég bara losna við borðið.
nú sé ég að ég er að fá eitthvað málæði, bara svo ég þurfi ekki að halda áfram með verkfefnið, svo ég ætla að hætta núna, og verðlauna mig á eftir með að ráfa um í tölvunni. nú er það bara spss, og parað t-próf, kí kvaðrat, tíðni og ýmislegt fleira smálegt. until next time :)
fimmtudagur, janúar 08, 2004
eldað með elvis
ég skal nú bara segja ykkur það að þessi sýning er alveg bráðskemmtileg. ég get alveg mælt með henni.
Leikritið Eldað með Elvis er óvenjuleg fjölskyldusaga. Við fylgjumst með hremmingum sem fjölskyldan gengur í gegnum eftir að eiginmaðurinn (Steinn Ármann), sem áður var Elvis eftirherma, lamast. Móðirin (Halldóra) hallar sér að flöskunni, en dóttirin (Álfrún) bregst við sorginni með eldamennskuæði. Þegar ungur deildarstjóri í Myllubakaríi (Friðrik) flytur inn á heimilið fer myndin að skekkjast. Úr verður mikil flækja og ekkert verður eins og það var. Andi Elvis Presley vakir yfir fjölskyldunni og kóngurinn sjálfur birtist persónunum þegar hversdagurinn verður óbærilegur. sjá heimasíðu. allavega voru nokkrum sinnum sem ég átti erfitt með að hemja mig ég hló svo mikið. ég á það nefnilega til að hlæja þegar að allir hinir eru löngu hættir. í leikritinu kemur líka fram skjaldbaka sem mér finnst alveg nauðsynlegt að telja upp líka, en hún ber mafnið maggi skevíng. mér finnst það hrein snilld að nefna skjaldböku í höfuðið á íþróttaálfinum sjálfum.
ég ætla sko ekki að sitja hér og fróa mér inn að fingurbeini bara svo að þér líði betur (segir mamman við dótturina sem er 14 ára, þegar sú síðarnefnda er að benda henni á að maður þurfi ekki að vera að sofa hjá út um allar jarðir, maður geti bara fróað sér).
æ það er nú svo undarlegt með mig að ég get aldrei munað neitt svona. það er fullt af svona setningum einhverjum í leikritinu sem hefði verið gaman að muna, en náðu ekki með mér alla leið heim. það hefur ekkert með gæði verksins að gera heldur eingöngu takmörkun á heilastarfsemi minni :)
en sem sagt, ég get alveg hæglega mælt með þessari sýningu og kann ég þeim sem bauð mér (veit ekkert hver það var fékk tölvupóst frá svandísi í vinnunni minni) bestu þakkir fyrir.
cranio
lilja tók mig í cranio tíma í dag. það er alltaf jafn notalegt. fann bara hvernig partur af streitu og stressi leið úr mér. reyndar sprakk það úr mér í þessu tilfelli. ok það eru ekki allir sem trúa á þetta, og það er afskaplega erfitt að útskýra hvað það er sem gerist, en mikið skelfing getur manni liðið vel á efti. mæli líka eindregið með þessu. það er aldeilis að það er uppi á manni tippið i dag. mælir með öllu bara.
námið
við bryndís fengum skilaboð frá kennaranum í dag, um að við mættum ná í verkefnið okkar. ég er auðvitað svo svakalega heppin að eiga ekki bíl, þannig að það dæmdist á bryndísi að fara og ná í það. þá kom í ljós að við vorum ekkert síðastar að skila. þetta er allt saman enn að tínast inn til hennar. huh. okkur leið nú mikið betur við að vita það. en ég held að ég sé búin að finna mér áfanga til að fara í í hí. (hehe vel orðað) lífeðlisfræði b. hljómar bara mjög spennandi. farið í gegnum (lífeðlisfræði væntanlega) hjartað og æðar, hormóna, blóðþrýsting, ecg og margt fleira. ég er að spá í að láta vaða í það bara. ég var reyndar alveg til í að taka framhaldstölfræði áfangann, en ég get ekki tekið báða, þarf víst eitthvað að láta sjá mig í vinnunni líka. svo ég hugsa að ég velji þennan.
stjörnuspá
Notaðu heilbrigða skynsemi, lærðu á tilveru þína og hugaðu eingöngu að því sem er þér einni/einum fyrir bestu. Ekki berjast á móti óbreytanlegum aðstæðum.
ég er að því :)
leikhús
ég er líka að fara í leikhús ligga ligga lái. mér og öllum hinum í hjartavernd er boðið á generalprufuna á eldað með elvis í kvöld. það er nú ekki á hverjum degi sem manni er boðið í leikhús. þannig að nú hef ég einhvern örtíma til að leggja mig, ég er alveg óendanlega þreytt, enda búin að vera með mikla höfuð og túrverki í allan dag. hver bað svo sem um að fá að þjást svon einu sinni í mánuði. rosalega verður nú notalegt þegar maður verður laus við þetta:) en þar sem það er nú svo langt í það þá bara brosir maður út að eyrum, og bíður spenntur eftir næsta mánuði. :)) en hvað um það þið fáið að vita allt um leikhúsið á eftir. chiao
miðvikudagur, janúar 07, 2004
ég er með höfuðverk frá helvíti. ég held að hausinn á mér sé að klofna ekki bara í tvennt heldur í trilljón misstóra búta. ááááááááíiiiiiiiii ég verð brjáluð. þetta er nú ábyggilega bara af því að ég sofnaði svo seint í gærkvöldi út af sprengjuhávaða, ergo ég gat ekki hugsað mér að fara í sporthúsið í morgun. labbaði engu að síður í vinnuna og er búin að vera að drepast í hausnum síðan á hádegi. var staðráðin í að fara í húsið strax að vinnu lokinni, en komst ekki nema rétt niður að smáralind, og sá þá að það væri nú ekki mikið vit í því að halda því til streitu, fór því til hægri og strunsaði heim. eins og það sé nú hægt að strunsa þegar hálkan er svona svakaleg og rok til að maður renni nú ábyggilega vel, og hausinn í molum. aaarrggghhh
skólinn
svo var nú annað ekki til að gleðja mig í gær. við bryndís (sem vinnur með mér) vorum í tölfræði áfanga einum á haustönn, og í honum áttum við að skila verkefni, sem er nú ekki í frásögur færandi. nema hvað að við fengum frest með þetta verkefni okkar og kennarinn sagði við okkur, já já ekkert mál bara í janúar. við urðum auðvitað geypiglaðar, en nú kannast þessi sami kennari ekkert við að hafa gefið okkur þetta langan frest. en ok allt í lagi með það við megum skila fyrir helgi. nema hvað að nú kemur upp úr kafinu að í byrjun desember þá voru svona milliskil (getur maður ekki kallað það því nafni) úr þessu sama verkefni, og hún ætlaði sem sagt að gera athugasemdir, til að hjálpa okkur við að klára verkefnið. sjá til þess að við værum nú að gera rétt. þetta er núna tínt og tröllum gefið. hún er ekki með þetta, og þetta er ekki hjá hinum kennaranum sem er með áfangann. við fengum því náðarsamlegast að prenta það út aftur og fara með til hennar, þannig að nú bíðum við eftir athugasemdum. hún var frekar pissed, þannig að ég á nú ekki von á góðri einkunn úr þessum áfanga. sem mér finnst auðvitað leiðinlegt því ég er nú svo undarleg að mér finnst gaman í tölfræði, og gæti alveg hugsað mér að taka framhaldskúrsinn í henni.
stjörnuspáin
Hæfileikar þínir til náms eru miklir en fólk fætt undir stjörnu þessari á það til að gleyma þessum einstöku hæfileikum sem gætu komið sér vel fyrir það. Ef þú átt það til að skipta oft um skoðun og skap um þessar mundir ættir þú að leggja þig fram við að ná jafnvægi með því að hvílast þegar þú finnur fyrir þreytu.
hehe mér finnst þetta vera rétti andinn. ég er til dæmis rosalega þreytt núna. þess vegna ligg ég upp í rúmi :)
þriðjudagur, janúar 06, 2004
önnur stjörnuspá
An ambiguous day
For most people this is a good influence, a time when you will feel like being with another person and expressing your love. For lovers this can be quite an amorous time. You will have a strong feeling that by yourself you are not quite complete and that you need someone else to make you whole. This feeling is not born out of personal insecurity; it is a real need and desire to give and receive love.
þessi er mikið meira svona "ég"
hehe ég sé að hún anna hefur sagt hauknum frá þessari meinlegu athugasemd minni um hann og veðurspána. he he annars er ég nú sammála honum það væri nú áræðanlega gaman að vera á kastalahóteli en ekki bed and breakfast with sheard fac. en maður er nú einu sinni blankur. hann væri nú etv fáanlegur til að taka bara myndir af þessum fínu hótelum öllum og senda mér, svo ég geti ímyndað mér að ég hafi verið þar. annars fór ég til lundúna í haust og var á svona b og b. það var bara ljómandi fínt. engin flottheit. en rúmið var gott, og trúið mér, ég er gikkur á rúm. þegar ég fór til new york fyrir tveimur árum síðan, þá gisti ég á hóteli sem kostaði 180 dollara nóttin. og rúmið var að drepa mig. þarna borgaði ég 30 pund minnir mig, og svaf eins og engill. reyndar svaf ég svo vel að ég náði einungis einu sinni að mæta í morgunmatinn, og það var ekki af því að það væri eitthvað útstáelsi á mér, síður en svo.
líkamsrækt
ég ætlaði nú að fara snemma að sofa, því ég er búin að stilla klukkuna á 5.40 núna. ég var svo ansans ári lengi að labba niður eftir í gær að ég verð að staulast fyrr af stað ef ég ætla að fara í einhver tæki. annars er nú ekki eins mikil hálka núna eins og var þá, en allur er varinn góður. ég meira að segja er með smá harðsperrur. jibbý. það er nú alltaf svolítið gaman, því þá veit maður að maður hefur gert eitthvað. örlítið í sixpakkinu og framlærunum. vona að ég geti gert eitthvað meira en magaæfingar í fyrramálið. sjáum til.
annars er ég nú ekki búin að standa mig neitt vel í mataræðinu. ég bara ræð ekkert við mig. um leið og ég kem heim ét ég eins og vitleysingur. óoooo svo verð ég svo fúl út í sjálfa mig að gera þetta. af hverju getur maður ekki haft stjórn á sjálfum sér. svo er maður hissa á börnunum. en svo ég klári nú það sem ég ætlaði að segja áðan, þá ætlaði ég snemma að sofa. en það var greinilega ekki góð hugmynd, því það er allt að verða vitlaust í sprengjum og flugeldum. það er ekki nokkur vinnandi vegur að sofna hérna. reyndar kíkti ég út um gluggan áðan og gott ef þetta kom ekki allt saman úr blásölum 20. huh! svona fólk.
stjörnuspáin
Þú átt það til að halda fólki ómeðvitað í fjarska en þar ekki endilega ókostur í fari þínu á ferðinni þegar stjarna tvíburans birtist hér. Þú stjórnast eflaust af undirmeðvitund þinni og draumum þínum en það er tímabundið fyrir þig. Hugaðu vel að því hvað þú skynjar og upplifir.
hmmm, ég þarf að fara að finna mér aðra stjörnuspá, þetta er ekki nógu krassandi.
mánudagur, janúar 05, 2004
trallalalalagosh hvað ég er spennt. ég var sem sagt að panta flugið, er nú ekki búin að fá staðfestingu þar sem ég er að kaupa vildarferð. en mér finnst eins og ég sé nú bara næstum að fara. ég var búin að gera birnu rebekku hálfvitlausa áðan. hvort hún ætlaði bara ekki að skella sér með mér. hún var farin að iða, fann það í gegnum tölvuna meira að segja. hehehe. sigga og gummi eru svona ætla, ætla ekki, ætla, ætla ekki. svo verður anna og haukurinn, ég og dagný. bara allt aðal liðið verður í lundúnum. jíiiiiii hvað það verður gaman. dagný er búin að redda okkur gistingu þessar nætur sem hún verður úti. það er hjá dönsku hommapari, vinir hennar frá því að hún var úti. það verður nú ábyggilega gaman. :)
nú ætla ég að fara að koma mér í bólið. þetta er búin að vera langur dagur. tók mér nú samt hamar og borvél í hönd og hengdi upp myndir áðan. þetta mjakast áfram hjá mér. maður vill nú ekki ana að neinu............ ég er líka búin að sortera grammofónsplöturnar okkar ásm. nú vantar mig bara nál í plötuspilarann minn. hvar fæ ég svoleiðis????? búin að finna duran duran plöturnar mínar. heheheh nú þarf maður að fara að hita upp hehehehe. girls on film, the reflex, wild boys. juuuu eins og gerst hafi í gær.
það tókst ekki :(
ég sníkti mér far heim, nennti ekki að drepa mig við að labba í hálkunni. en það er nú ekki það versta. þegar ég kom heim fékk ég mér nammi, stórt :( ég sem var búin að standa mig svo vel í dag....... hætti meira að segja í kaffi í morgun þegar ég var farin að dragast ískyggilega að konfektinu. við vorum nefnilega svo forsjál í minni vinnu að við geymdum smá konfekt til að við gætum étið okkur niður. ólíkt önnu kristínu og hennar vinnu. hehe nú þarf ég bara að finna mér einhvern góðan kvöldmat. þetta finnst mér leiðinlegast við svona breytingar. ég get alveg farið í leikfimi, en að finna út hvað ég á að borða og hvað ekki, það getur alveg farið með mig. ég er nefnilega þessi djúsí týpa........... mér finnast hamborgarar og kjúklingar og salöt með majonesi rosa gott. ef það er bara nógu feitt þá get ég borðað það og mikið af því. ég segi það ekki að ef einhver myndi leggja á borð fyrir mig öðruvísi mat, þá borða ég hann, ég er ekkert matvönd þannig, mig bara langar ekkert í hann. æ þið vitið hvað ég á við er það ekki?
þá er bara að standa sig betur á morgun er þaggi :) ágúst er nú reyndar komin til mín núna, ég veit ekki hvort hann verður hjá mér í nótt, ef svo er þá er ég löglega afsökuð fyrir að fara á fætur kl 6. hehehe kannski ég bjóði honum bara að vera..............
gisting í lundúnum
ég hef ekki haft mikið að gera í vinnunni í dag, svo ég er búin að vera að ráfa um á netinu í leit að gistingu í london. ætla svo að reyna að bóka fljótlega svo að ég klikki ekki á fluginu. það er nú alveg lágmark að komast út á réttum tíma ekki satt. anna kr og haukurinn verða á sama tíma þarna, og hann er farin að liggja yfir veðrinu. hah ég er nú ekki alveg svona slæm, ekki ennþá í það minnsta. hann er nú ekki einu sinni búin að redda sér gistingu, það er kannski þess vegna sem hann er að spá í veðrið. ætlar kannski bara að hafa með sér moggann og gista ódýrt. nei þetta var nú ljótt af mér. fyrirgefðu haukur. ég skal bjóða þér bjór í staðinn í lundúnum. hehehe (ein nokkuð viss um að hann les þetta ekki).
stjörnuspáin
Þú þekkir ekki status quo og drífur vinnufélaga þína með þér hér í byrjun janúar. Þetta er þitt hlutverk og þú munt eflast svo um munar og ná miklum árangri þegar fram í sækir ef þú ert staðráðin/n í að leyfa engum að hafa neikvæð áhrif á þig á nokkurn hátt.
jamm. ég held það sé bara ekkert um þetta að segja. sjáum hvað setur. veit ekki hvað ég ætti að draga vinnufélagana í en, huh ég veit nú heldur ekki allt.
jííííhaaaa
það tókst. ég vaknaði, klæddi mig eins og ég væri að fara á fjöll, minnug þessa að það var leiðindaveður þegar ég fór að sofa. stormaði af stað í sporthúisð. viti menn, þetta var hálka frá helvíti (það passa nú illa á ekki að vera svo heitt þar) þannig að þetta "storm" var meira svona trítl. svo datt ég, og ég má þakka fyrir að ég er ekki með whip lash og bilat collesi fract. en ég fékk hausverkinn. hér eftir ætla ég ekki út að labba nema með bakpoka, því ég er sannfærð um að hann bjargaði lífi mínu. ég sem sagt datt aftur fyrir mig, bar auðvitað fyrir mig hendurnar eins og maður gerir alltaf, og svo rann ég á bakinu smá spöl niður eftir gangstígnum. svo tók ég að sjálfsögðu margar svona nærri því dottin sveiflur, og er eftir þessa fínu gönguferð alveg lurkum lamin.
þegar ég var svo loksins komin niður eftir, þá var ég orðin svo þreytt að ég lagðist á gólfið og tók slatta af magaæfingum og nokkrar teygjur. sníkti mér svo far í vinnuna. so here i am. svo er bara að halda áfram á morgun
sunnudagur, janúar 04, 2004
líkamsræktin
úúúú nú byrjar það. ég er búin að stilla vekjaraklukkuna mína á fimm fimmtíu a.m nota bene ef einhver skyldi ætla að vera fyndinn. búin að pakka niður í töskuna (vildi nú frekar vera að fara til lundúna) setja fötin sem ég ætla í til fóta, ég er hvort eð er svo stutt í annan endan að það er um að gera að nýta rúmið og komin upp í. ég er strax orðin syfjuð og kalt við tilhugsunina að vakna svona snemma og ætla að labba niður í sporthús. þá ætti ég að vera komin með upphitunina, tek nokkrar sveiflur í tækjunum, er svo glæsileg við þetta að aðrir kikna í hnjáliðunum af öfund. svo skelli ég mér á gólfið og tek nokkrar velvaldar magaæfingar, þannig að styrnir á sixpakkið ( pakkið - pakkann hverjum er ekki sama). ooooo það verður svo gaman hjá mér :) ég hlakka svoooooo mikið til. eeeee er það ekki annars.
mér finnst illa gert að hafa svona leiðinlegt veður þegar ég er að rembast við að vera dugleg. eins og það sé ekki nógu erfitt samt. ligg hérna upp í rúmi og heyri hvernig hvín í öllu. okok ég næ kannski að magna það eitthvað upp í hausnum á mér bara við tilhugsunina að fara út í fyrramálið, en ég skal ég skal ég skal.........
annars labbaði ég niður í smáratorg í dag í húsasmiðjuna að sjálfsögðu. fólk er farið að gera grín að mér því ég er alltaf í húsasmiðjunni. það var nú ekkert lítið leiðinlegt að labba, því ef það voru ekki einhverjir slabb skaflar sem maður þurfti að vaða á gagnstéttunum, þá var rennisvell. ég veit ekki hvað ég tók margar sveiflur á leiðinni. í eitt skiptið´þá fálmaði ég út í loftið eins og maður gerir nú oft þegar maður er að detta, og greip í hann ágúst sem var á gangi þarna með mér. það sem barninu brá. ég hélt hann fengi hjartastopp. snéri sér að mér og hálf hvæsti á mig hvort ég væri að reyna að hrinda sér. ég gat nú ekki annað en hlegið, það eru allar líkur á því að ég sé að reyna að hrinda honum á planinu fyrir utan mcdonalds. nei ekki fá neinar ranghugmyndir við löbbuðum þar fram hjá við stoppuðum ekkert til að borða alveg satt. reyndar er mataræðið á mér búið að vera skelfilegt, en það verður líka tekið á því núna. engin miskun.
jólaskraut
ég er byrjuð að taka niður jólaskrautið. nota tækifærið meðan arnar er ekki hjá mér. ég er ekki viss um hvað honum finnst þegar það verður búið að fjarlægja þetta allt saman. hann hefur alveg rosalega gaman af því að leika sér með jólaskrautið. allar stytturnar eru ein risastór fjölskylda hjá honum og alltaf svaka stuð. ég þarf að finna einhverjar aðrar styttur handa honum þegar hann kemur heim aftur.
stjörnuspáin
Hugrekki og sjálfsöryggi kemur hér samstundis fram þegar vikan framundan er skoðuð hjá stjörnu tvíburans. Gleði þín við að snerta og ekki síður upplifa tilveruna er áberandi en gleymdu ekki að taka meðvitaðar ákvarðandir varðandi mál sem þú stendur frammi fyrir.
þetta veit bara á góða líkamsrækt er það ekki. ég er hugrökk og sjálfsörugg, og ánægð með lífið og tilveruna. svo ég tali nú ekki um hvað ég er meðvituð. hehe hvað viljið þið hafa það betra.