.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

föstudagur, desember 15, 2006

jólin koma brátt

jú.. þau nálgast óðfluga. kannski maður ætti að huga að því að fara að undirbúa þau eitthvað. ég er búin að kaupa jólagjöf fyrir SM og ég er búin að kaupa jólatré. er þetta þá ekki bara komið hjá mér :P ég lét loksins verða af því að kaupa mér gerfitré. mitt gullfiskaminni hefur hingað til ekki náð á milli jóla. ég hef nefnilega gert þá uppgötvun rétt fyrir jól á hverju ári, að ég er með ofnæmi fyrir lifandi jólatrjám. ég má ekki koma við þau og það er ansi erfitt að skreyta þau nema að koma við þau, og enn erfiðara að koma þeim út úr húsi aftur. ég fæ bara þvilíka urticariu og vesen. en alltaf hefur mér tekist að gleyma því aftur, og það rifjast ekki upp fyrr en ég fer að skreyta ca 11 mánuðum seinna þegar eg er búin að kaupa tréið koma því í fótinn, klippa netið utanaf draga djúptað mér greniilminn og fer að skreyta. en þetta verður sumsé ekki vandamál í ár :P

en mikið væri ég til í að fá stærri íbúð í jólgjöf.... bara eitt herbergi í viðbót... (mega samt alveg vera tvö sko, ég er bara svo nægjusöm)

rosalega er freistandi að fá sér blund núna..... en nei.. það er ekki í boði.. bara vinna meira.

þriðjudagur, desember 12, 2006

wow

bara fullt af fólki hérna. gaman að þessu.
bráðum koma jólin :) stuð og stemming.

mánudagur, desember 11, 2006

minn stóri munnur

jæja... sko.. ég er alveg miður mín núna. ég er alltaf að koma mér í einhver vandræði eða svona þannig. ég semsagt komst að því að það er einhver annar en bylgja og róbert sem lesa þessa síðu mína. ég hef hingað til bara tjáð mig hér svo gjörsamlega viss um að hingað komi ekki nokkur maður (fyrir utan þessar fyrrnefndu elskur), en ég sem sagt hef ekki haft rétt fyrir mér í þeim efnum.

hingað kom grýla. í allri sinni mynd. og hún hafði athugasemdir um færslu sem ég skrifaði hérna í nóvember. eitthvað var ég nú frekar uppstökkari en vanalega þann daginn, og var að tala um nöfn á búðum. ég byrjaði það umtal nú frekar almennt, sumsé á þeim nótum að ég hefði komist að því að maður mætti opna búð og kalla hana svo til hvaða nafni sem er, jafnvel þó svo að það sé til sambærileg búð með sama nafni. ég fer ekkert ofan af því að mér finnst það frekar leim ef svo má að orði komast. hvort sem ég á hlut í máli eður ei. en það var mjög fjarri mér að móðga grýlu eða nokkurn annan úr þeirri ágætu fjölskyldu, og ef ég hef gert það þá biðst ég innilegrar afsökunar á því.

ég má nú til með að segja samt að það var ekki að ástæðulausu sem ég var pirruð yfir þessu. ég hafði nefnilega slegið inn í ja.is jólahúsið.... (hvað gerir maður ekki þegar manni leiðist heima hjá sér) og viti menn... þá kom líka upp Jólahúsið Sléttu Akureyri. í kjölfarið á því fórum við að kanna þetta, hvort að aðrir mættu kalla sín fyrirtæki sama nafni og er á okkar fyrirtæki... og tjáði mig um það hér í kjölfarið. þetta var semsagt ástæðan fyrir því hversu grumpy ég var þann daginn, og biðst enn og aftur afsökunar ef ég hef móðgað einhvern með gáleysislegu pikki mínu hér.