kveðjuteiti hjartavernd
mikið svakalega er þetta æðislegt fólk sem ég er búin að vera að vinna með undanfarin ár. þessar elskur, buðu mér út að borða í gærkvöldi, fórum á tapas og fengum óvissuferðina þar. mjög góður matur, skolað niður með ótakmörkuðu magni af vökva... mér fannst alveg æðislegt hvað komu margir í þetta kveðjuteiti, og svo fékk ég gjöf og allt, frá enn þá fleiru samstarsfólki... ég var bara nærri farin að gráta yfir þessu öllu gat ekki einu sinni þakkað almennilega fyrir mig :o) ég bylgja og siggi vorum svo duglegust af öllum, fórum á nokkra staði og tjúttuðum og drukkum, spjölluðum og höfðum gaman. en ég var komið heim hálf þrjú held ég. verð að viðurkenna að þegar ég vaknaði þá örlaði á smá þynnku í mér.... en hey.. ekki eins og ég sé að þessu á hverju kvöldi.
annars fékk ég bestu fréttina af öllum, rétt áður en ég fór að borða, segi ykkur fra því síðar... og úff ég hef ekki orðið svona glöð í háa herrans tíð, og get ekki hætt að hugsa um það, og æjh það var bara æðislegt... en leymdarmál enn um sinn ;)
en þið eruð best og æðislegust og ég sakna ykkar allra.
ástarkveðjur