.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

laugardagur, desember 31, 2005

þá er gamlársdagur runninn upp. og spenningurinn á heimilinu er alveg að gera út af við mömmuna. sprengjuóða fólkið fór í fyrradag og keypti flugeldaskammt ársins, og svo var farið sérstaklega með arnar í gær, því hann var ekki með í hinni ferðinni. hann var alsæll þegar hann kom til paka, með fullan poka að eigin sögn. hvernig fór ég að því að eignast þessa sprengjuóðu stráka. ég skil það ekki :| reyndar skal ég alveg viðurkenna að það er gaman af flugeldum, og gaman að skjóta þeim upp, en ég einhvern vegin á erfitt að með umbera þennan svakalega æsing sem fylgir þessu. ég er svo viss um að einn daginn á þetta eftir að enda illa. en það þýðir ekkert að hugsa um það... :) so far so good.

árið hefur nú verið þokkalega viðburðarríkt... nokkrar góðar spontant ákvarðanir sem ég hef tekið.... og svo auðviað endar árið / eða byrjar nýja árið.... á einni stórri ákvörðun sem þarf að taka.... æj ég held ég reyni að kúra bara hérna aðeins í stólnum mínum meðan garfield rennur í gegn í tækinu...

föstudagur, desember 30, 2005

hehehe ég get nú ekki annað en flissað... tíhíhí
ég fæ nú ekki oft comment hérna (ok ég veit þetta er hallæriskommentafyrirkomulag en síðan bíður ekki upp á neitt betra en þetta og ég hef ekki enn látið verða af því að finna neitt annað) en engu að síður þá kom svona bros yfir andlitið á mér þegar ég sá að það voru 2 comment við síðustu færslu... núnú hugsaði ég... það er einhver að lesa þetta bull sem ég skrifa hérna... veeieieii en neinei adam var ekki lengi í paradís... ég tek nú matulega mikið mark á því að maurismarks og louisfisher hafi lesið bloggið mitt og fundist það inquisitive...
I read over your blog, and i found it inquisitive, you may find My Blog interesting. My blog is just about my day to day life, as a park ranger.....
hehehehe já einmitt... þú hefur vafalaust skilið allt sem ég skrifaði frá a-ö

fimmtudagur, desember 29, 2005

eigum við.... eigum við ekki.... eigum við..... eigum við ekki.....

miðvikudagur, desember 28, 2005

ég fékk þessa snilldarhugmynd þegar ágúst vakti mig óguðlega snemma í morgun (miðað við að ég fór seint að sofa og ætlaði að sofa nægju mína) að fara í bíóið sem við ætluðum í á þorláksmessu en komumst ekki vegna lokunar (ok löng setning)... en ég var ekki ein um þessa hugmynd... því þegar við æddum inn í kringluna rétt fyrir ellefu í morgun, (tók góðan tíma að fá bílastæði meira að segja) þá náði röðin úr miðasölunni hálfa leið til helvítis... en við höfðum það af og náðum bara með síðustu miðunum á myndina. fórum sumsé að sjá harry potter. jújú það var allt í lagi... ég náði að halda mér vakandi en eingöngu vegna þess að krakkarnir fyrir aftan mig voru alltaf að sparka í sætið hjá mér. og eru engin takmörk fyrir því hvað er hægt að fara oft á klósettið og skrjáfa mikið í popppokunum... og koma of seint bæði þegar myndin byrjar og eftir hlé... (sama fullorðan manneskjan n.b.) en myndin var ágæt :)

en ætlí það sé ekki best að reyna að koma einhverju gáfulegu í verk í dag.. ætlaði að stoppa í sorpu á leiðinni heim, en það höfðu fleiri fengið þa hugmynd líka svo ég hætti bara við það..... en ég hef nóóóogan tíma ekki satt :D

þriðjudagur, desember 27, 2005

hún sigríður systir mín sagði mér svolitið í gærkvöldi þar sem við sátum og spjölluðum heima hjá foreldrum okkar..... omg.. ég varð svo spennt. hehe fyrstu viðbrögð voru að standa upp og girða mig... bretta upp ermar... fá mér pepsi max.... og svo var byrjað að skipuleggja... úff ég gat ekki sofnað í nótt.. hehe jú reyndar sofnaði ég upp úr tvö en vaknaði aftur um fjögur alveg sannfærð um að það væri komin dagur hehehe.... en ég segi ykkur nánar frá hvað það var sem ég varð svona uppveðruð yfir síðar... þurfum að þróa þetta aðeins nánar fyrst ;)

nú er águst komin til mín. honum leiddist heima hjá pabba.. og við erum að fara að setja saman skrifborðsstólinn sem hann fékk í jólagjöf frá siggu og gumma. og svo að tengja prentarann sem hann fékk frá ömmu og afa. við komumst ekki yfir þetta allt saman í gær nefnilega. ekkert smá mikið af dóti... og innstungur heimilisins duguðu ekki til að setja öll rafmagnstækin í samband hehehehe

sunnudagur, desember 25, 2005

hehehe.... harry christmas syngur arnar hérna hástöfum. þetta voru sko star wars jól hér á þessum bæ