það er eitt sem aldrei breytist.... það er tilfinningin þegar maður er búin í prófum, og losnar við þetta nagandi samviskubit sem hrjáir mann af því maður er ekki að læra :| að vísu verður þetta bara stutt gleði í þetta skiptið, því þann 24. byrjar massív þriggja vikna verkefnavinna. en um að gera að njóta frísins meðan það varir.
við strákarnir tókum forskot á páskaeggjastemminguna í dag, því þeir verða ekki hjá mér á sunnudaginn. þannig að við erum vel marineruð með súkkulaði. jammí... annars fór arnar í heimsókn til róberts... en kallinn (róbert þá) fékk gubbupest svo ég hljóp fljótt og sótti hann aftur. við ágúst fórum hamförum í herberginu þeirra í dag. hentum öllu dóti fram á gang... umstöfluðum húsgögnum... ágúst sá um tónlistina á meðan. það var allavega gaman hjá okkur, veit ekki hvað nágrönnunum fannst um hávaðann :S
annars svífur eitthvað andleysi yfir vötnum núna. kannski maður ætti bara að koma sér í rúmið