.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

laugardagur, nóvember 25, 2006

skrifstofa - erfidrykkja

ég er búin að vera að dunda mér við að setja upp almennilega vinnuaðstöðu í stofunni minni. fékk að kaupa í gær 19" flatskjá því ég neitaði að fá túbuskjá sem var til í vinnunni. sagði að ég ætti ekki nógu stóra íbúð til að vera með svona ferlíki í stofunni hjá mér. og nú er ég buin að tengja þetta allt saman, skjáinn, hátalarana, lyklaborðið og músina við dokkuna mína, þannig að þetta er bara verða hið besta mál held ég. er nú reyndar að taka til svona í leiðinni, var nú ekki vanþörf á því. mig vantar bara að fá bíl til að fara með stóla og cd hillur í sorpu, svona svo það verði hægt að hreyfa sig hérna inni.

ég fór á jólahlaðborð með hjartverjum í gærkvöldi. það var ágætt. fórum á hótel borg og borðuðum fullt af góðum mat, og hlustuðum á strákana á borginni syngja. það var bara voða huggulegt. ég á auðvitað svo erfitt með að afsala mér völdum í starfsmannafélaginu, þannig að ég er enn með yfirráðaréttinn yfir peningum hjartverja. ég stormaði því og borgaði herlegheitin ofan í líðið, verður nú mitt síðasta verk held ég fyrir þetta starfsmannafélag. en það sem mér fannst pínu fyndið við þetta síðasta verk var að þegar ég leit á kvittunina sem ég fékk frá hótel borg, þá var ég að borga erfidrykkju fyrir 31 manns. hahaha... það er nú ekki alveg svona sorglegt að ég skuli vera hætt að það þurfi að halda erfidrykkju. ég er nú ekki dauð enn þá fjandakornið. :P

föstudagur, nóvember 24, 2006

að gefast upp, eða ekki

ég fór, en hvar var róbert???

er að fara á jólahlaðborð í kvöld með hjartverjum. stuð :P

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

til hamingju afi

hann afi á afmæli í dag, 66 ára kallinn. til hamingju með það :o)

við vorum að koma úr matarboði með stórfjölskyldunni. og það var rjómi uuummmmmmm slurp !!!!

birna gerði mikla uppgötvun með nýja dúkin hennar ömmu. hann var svona fráhrindieffekt í sér. hún sem sagt hellti pepsi max á dúkinn, sem að hljóp í litla polla, (pepsiið sko ekki dúkurinn) og svo var hægt að sópa því um borðið.... rosalega skemmtilegur samvkæmisleikur :P

hún er að fara að dimmitera á morgun. sigga sagði henni að hún gæti kíkt með vinum sínum, hinum mörgæsunum, í búðina á morgun, en mér leist nú ekki nema svona rétt mátulega á það að vera með 26 fullar mörgæsir í búðinni í einu. talandi um fíl í postulínsbúð :P

ég

ég gleymi alveg að segja frá starfsmannakynningunni í nýju vinnunni minni....

hér er hún :)

and life goes on

nú er þetta búið. svo er bara að bíða eftir að kennarinn ljúki sér af. úff mig vantar að fá að vita hvort ég náði þessu eða hvort ég þarf að læra meira. en samt vil ég ekki vita það, ef ske kynni að það væri ávísun á annað próf innan skamms... ppfff

en nú er ekkert elsku mamma, nú er það bara vinnan og vinnan og vinnan, og svo kannski aðeins að taka til og bókhaldast og vesenast inn á milli. það eru víst alveg að koma jól, og verandi eigandi að jólahúsinu þá geri ég mér nokkuð grein fyrir því að það gæti verið pínu mikið að gera fyrir jólin. eða ég vona það allavega :P

en talandi um jólahúsið... vissuð þið að maður getur bara opnað búð og kallað hana öllum nöfnum sem maður vill, þó svo að búðir með sama nafni eru til. ég er frekar ósátt með það að annað fólk sem er í sama bransa skuli mega kalla sína verslun sama nafni og okkar er búin að heita undanfarin átta/níu ár. mér finnst það frekar skítt. nú erum við að fara að storma til einkaleyfastofu og biðja um einkaleyfi á Jólahúsið, en okkur er sagt að það séu ekki miklar líkur á að það verði samþykkt, þar sem það sé of víðtækt (minnir mig að hafi verið skýringin). En við erum ekki að tala um bara orðið jólahús heldur Jólahúsið... nafnorð með ákveðnum greini og alles. Við erum ekki að tala um að ef fólk sjái hús sem er skreytt fallega yfir jólin að það megi ekki kalla það jólahús... en að önnur búð skuli ætla að eigna sér nafnið finnst mér alveg fyrir neðan allar hellur. tökum sem dæmi þegar við lánuðum þeim í spaugstofunni dót úr búðinni okkar, og þá kom á kreditlistanum.... þakkir til Jólahússins.... ætli fólk hafi þá haldið að það væri einhver kall norður í landi sem hafi verið svona almennilegur, en ekki við á skólavörðustígnum.

æjh ég veit ekki, en þetta pirrar mig óendanlega mikið. við ættum kannski að fara að kalla búðina okkar Jólahúsið, Litla Jólabúðin og Jólagarðurinn bara svona til að dekka þetta allt. huh.

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

wish me luck

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

rasssæri dauðans

ég er dáin í rassinum mínum. og hvað veldur því. jú strjál stærðfræði. humm gæti einhver hugsað; hvar er samhengið þar á milli. jú... það má leiða rök fyrir því.
P (x)= einstaklingur sem er að fara í próf
L (x)= einstaklingur sem þarf að læra
R (x,y) = rass á téðum einstaklingi þjáist vegna ofsetu

síðan má með allskyns táknum sem ég hef ekki aðgang að hér, leiða líkum að því að rassinn sé orðin þaulsetinn og draga þá ályktun að úr því verði rasssæri dauðans.

nú.. það má auðvitað setja þetta upp í líkindareikning líka. hverjar eru líkurnar á því að manni verði illt í rassinum ef að maður situr fjóra sólarhringa við að læra strjála stærðfræði.

það má örugglega koma mengjafræði inn í þetta líka, bubble sort, evklíð og bara hverju sem er....

niðurstaðan er og verður sú sama.

MÉR ER ILLT Í RASSINUM OG ER AÐ FARA Í PRÓF :o)

mánudagur, nóvember 20, 2006

argh

ég er búin að sitja við í allan dag. fleiri fleiri klst, og ég held ég hafi ekki innbyrgt eina einustu upplýsingu. ég hef bara náð einhverri mettun þannig að sama hvað ég reyni, það fer ekkert meira inn í þessari lotu.... argh... ég sem á eftir að læra svo mikið bara til að geta slefast til að ná þessu helv.....

must sleep

kl er 07.28 og ég sit hér með stýrur í augum og bíð eftir að strákarnir fari í skólann svo ég geti skriðið upp í rúm aftur. ég var ferlega dugleg að læra um helgina, er að drepast í rassinum eftir þetta, en í staðinn gæti verið að ég myndi slysast til að ná prófinu. þannig að ég verð að þrauka aðeins lengur. rúmir tveir sólarhringar í prófið. var að læra til kl að verða fjögur í nótt.... sem þýðir að ég er búin að sofa í rúma þrjá tíma... eehhh það er ekki alveg nóg fyrir mig.... must sleep... zzzZZzZZZzzz

sunnudagur, nóvember 19, 2006

stopp

næst þegar mér dettur í hug að fara í skóla. vill einhver vera svo vænn að stoppa mig af :|