helgin framundan
ég var að hugsa þegar ég tölti í strætó í morgun að ég væri að vinna næstu 104 klst eða til kl 16 á þriðjudag. auðvitað ekki í húsi allan tímann en verð inn og út úr húsi. verður gaman að sjá hvernig þetta fer, þó svo að maður vilji auðvitað að fólk hagi sér almennilega og helgin verði slysalaus, þá vill maður samt fá eitt og eitt útkall svona til að þyngja budduna. ekki veitir af því á þessum síðustu og verstu tímum. milli útkalla ætla ég svo að þrífa íbúðina, hef ekkert tekið til nema bara stærstu hrúgurnar meðan strákarnir hafa verið hjá mér síðustu þrjár vikurnar. ágúst er búin að vera svo ótrúlega duglegur að hjálpa mér að passa arnar. þeir hafa gengið sjálfala þennan tíma, þannig að ég get eiginlega ekki kvartað neitt yfir því að ekki sé allt tipp topp þegar ég kem heim á daginn (það er það nú sjaldnast hvort eð er). ég semsagt tók þá ákvörðun að vera ekkert að ergja mig á draslinu, bara þakka fyrir hvað þeir eru duglegir, kúra yfir bíómynd með þeim á kvöldin og tek svo til þegar þeir fara til pabba.