.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

laugardagur, apríl 07, 2007

hugs

við horfðum á happy feet í gær. hún er æði. fullt af góðum lögum sem maður hreinlega varð að dilla sér við. ég er ekki frá því að ég hafi haft mun meira gaman af henni heldur en strákarnir. mæli með henni (á að vísu eftir að horfa á hana á ensku).

annars eru þetta bara rólegheit hérna. mikið hugsað. hef ákveðin hlut sem ég þarf að ákveða núna um helgina og krefst mikillar hugsunar. stór ákvörðun, erfið, en hummm svo erfitt þegar maður þarf að taka svona ákvarðanir sem hafa mikil áhrif á það sem koma skal hjá manni. rétt, rangt, eða er kannski ekkert rétt eða rangt. hummmm hugs hugs hugs.

þriðjudagur, apríl 03, 2007

bónus og vinnuslys

það styttist í páskana. ég er búin að ná í páskaeggið hans arnars og búin að kaupa annað fyrir ágúst. fór í bónus áðan, og það var nú alveg þokkalega mikil traffík. allavega nóg til þess að ég mundi ekkert hvað ég ætlaði að kaupa, endaði með sitt lítið af hvoru tagi í grindinni og fór bara út aftur. svo er bara að tékka hvort ég keypti eitthvað af viti eða hvort ég keypti bara hráefni í einhverjar hálfar máltíðir. annað eins hefur nú gerst. maður ruglast stundum soldið í ríminni.

skrapp á selfoss í morgun að gera mælingar. og þar sem ég er alltaf svo óhemju klár þá gerði ég heiðarlega tilraun til að fá gat á hausinn. missti hengið af lungnastandinum á hausinn á mér.... get alveg lofað ykkur því að það er ekki á allra færi að gera svoleiðis. þetta var nú sem betur fer ekki ástæða til saumaskapar, en ég var nú svo sem stödd á rétta staðnum, þeir hefðu örugglega splæst í smá spotta og bróderað í hausinn á mér ef þess hefði þurft. leikur við mig lánað alltaf hreint.

hafði það af að fara aðeins út að labba áðan, og borðaði næstum rétt. bara fullmikið í kvöldmatinn. þetta var bara svo óhuggulega gott að ég gat ekki hætt..... en vera dugleg áfram.

sunnudagur, apríl 01, 2007

matur og hreyfing

ooohhh já sko..... drakk megnið af rauðvínsflöskunni og var farin að finna vel á mér þannig að ég ákvað nú að hætta í henni..... og sjæna mig frekar aðeins til. við röltum svo yfir á grillið og fengum okkur það sem kallast discovery.... sem er bara úrval af réttum sem maður veit ekkert fyrirfram hverjir eru. gummi bróðir (skúla) er þjónn þarna þannig að við fengum auðvitað alveg eðal þjónustu, maturinn var hreint geðveikur.... vottaði ekki fyrir þorskbragði af honum :P

við borðuðum semsagt, krabba, brauð, hörpudisk, silung, fisk sem ég man ekki hvað heitir en það var rabbabarasósa með honum, einhvern millirétt sem ég get ekki með nokkru móti munað hvað var kallaður, dádýralundir, kartöflur, ís, creme brullee (geðveikislega gott) og einhvern myntuís eða humm ekki beint ís samt, rauðvín, kaffi, koníak, og konfekt.

þetta tók okkur ekki nema einhverja 5 klst að innbyrða, og svo töltum við aftur heim til skúla. þetta var bara alveg æðislega gott.

svo er núna bara að missa sig ekki í einhverja óhollustu nú þegar þorskátinu er lokið. ég allavega passa mig að borða ekki of mikið í einu. hætti löngu áður en ég hefði gert fyrir þorskinn. og svo er hreyfingin að koma inn líka.

labba upp í sundlaug... synda 1 km..... og labba heim aftur.... eldaði mér svo voða góðar kjúklingabringur þegar ég kom heim (hætti að borða á skikkanlegum tíma). þessi hreyfing og það að hemja sig í matnum ætti að losa mann við örfá kg í viðbót vonandi, og fyrst og fremst að skila manni betra heilsufari vona ég. ekki veitir af.