það sprakk í bílnum mínum í dag. sem er nú allt í lagi þannig séð. ég get alveg skipt um dekk. hef gert það mörgum sinnum. ég þurfti á sínum tíma að kenna ásmundi að skipta um dekk, og hann var nú búin að vera í löggunni. mikil hjálp í honum í neyð hehe. en burt séð frá því, þá auðvitað svipti ég vardekkinu og tjakknum og tilheyrandi verkfærum úr skottinu og hófst handa. ég var nú svo heppin að hafa lagt bílnum niðri (eins og ég geri nú alltaf) þannig að ég hafði þó þak yfir höfuðið meðan á verkinu stóð. en ég samt hófst handa við að losa dekkið, losaði eina.... tók aðeins á (hef aldrei séð svona mikið ryð á einni felgu) aðra og þriðju. svo kom að þeirri fjórðu og hún vildi ekki haggast bölvuð......... það var ekki fyrr en ég var búin að stappa á lyklinum og hvæsti á dekkið: ÉG ÆTLA EKKI AÐ BIÐJA UM HJÁLP sem helv... losnaði. þá gat ég nú tekið gleði mína á ný að ég hélt. en það reyndist mesti misskilningur. fjan... dekkið vildi ekki undan bílnum. það var alveg sama hvað ég togaði, sparkaði, bölvaði og ragnaði. það fór ekki af. svo ég þurfti þó mér væri það þvert um geð, að æða inn í vinnuna og biðja um hjálp. aarrgghh. eins og þeir vita sem þekkja mig, (og þessi umræða hefur nú farið fram í morgum saumklúbbum) þá þoli ég ekki þegar ég get ekki bara bjargað mér sjálf. veit ekkert leiðinlegra heldur en eitthvað ósjálfbjarga kvenfólk með sprungið dekk. fussumsvei. en þetta hafðist allt á endanum. það góða við þetta var að nú lét ég verða af því að kaupa mér sumardekk undir bílinn, áður en löggan næði að sekta mig. en það slæma var að ég hafði ekki efni á því að kaupa dekkin. jæja sjáum hvað gerist hef áhyggjur af því 1. júní hehe verður góð afmælisgjöf að ráða ekki við visareikninginn. hhmmm
annars kann ég margar svona sprungið dekk sögur af mér. pabbi og mamma voru nýbúin að kaupa sér bíl nýjan úr kassanum (flottheit) þegar ég fékk bílpróf. ég var nú svo heppin að mömmu hefur nú aldrei fundist neitt spennandi að keyra, svo ég var alltaf á bílnum alla daga, gegn því að skutla henni í og úr vinnu. góður díll. en það var einn galli á gjöf njarðar, það var alltaf að springa á bílnum. mér fannst þetta ekki alveg eðlilegt. alltaf fór ég með dekkin í viðgerð, og þeir gerðu samviskusamlega við. það lá við að ég væri farin að heilsa strákunum í sólningu út á götu. (k þetta voru nú auðvitað kallar í mínum augum þegar ég var sautján. ég er viss um að meðalaldurinn á dekkjaverkstæðum hefur lækkað, því ég get svo svarið að þetta voru bara stráklingar á verkstæðinu í dag). það var ekki fyrr en pabbi fór í eitt skiptið með dekkið að þeir ropuðu út úr sér að það væri nú þekkt vandamál með þessa bíla að það væru ónýtar slöngur í þeim. fuss. ekki segja mér það neinei.
þegar ég var átján þá var ég að vinna á ísafirði um sumarið, á frábæ. við jóna fórum um verslunarmannahelgina á húnaver. var rosalega gaman hjá okkur þá. hún var á bíl, einhverjum rosa stórum amerískum kagga. svo keyrðum við heim á leið, og vorum um miðja nótt í ísafjarðardjúpi einhversstaðar, þegar sprakk hjá okkur. við auðvitað sveifluðum okkur út úr bílnum, en viti menn hún var ekki með tjakk. hver fer í ferðalag án þess að vera með tjakk í bílnum komm on. hhmmm þarna vorum við staddar í svarta myrkri, mið nótt, í einhverjum firði í djúpinu. það var bara eitt til ráða, og það var að labba af stað. úffff það var skerí svo ekki sé meira sagt. svo kom einhver rolluskratti fram undan stein og var nærri búin að drepa okkur úr hræðslu. við höfðum ekki hugmynd um hvar næsti bær væri, og ég man nú ekki hversu lengi við þurftum að labba, en það var góður spotti. það sem við vorum glaðar þegar við sáum hús, og bönkuðum uppá. ræstum þennan ágæta bónda sem lánaði okkur tjakk og skutlaði okkur til baka að bílnum. það var mikil gleði. mæli samt ekki með svona kvöldgöngu þarna. úhúhúhú (hrollur)