gleðilegt ár - 2008
jæja þá fara hlutirnir að róast aðeins aftur. ég hef tekið mér smá hlé hérna þar sem ég hef bara verið önnum kafin við að sinna öllu því sem ég þurfti að sinna undanfarnar vikur. þetta voru bara einhver bestu jól sem ég hef upplifað lengi. fór með skúla til keflavíkur á aðfangadagskvöld, og svo komu strákarnir mínir auðvitað til mín á jóladag, þar sem við tókum upp fullt af pökkum í viðurvist fjölskyldunnar. þetta var mjög gaman allt saman. fórum svo öll fjögur í jólaboð til skúla afa á annan í jólum og hittum þar stórfjölskylduna á þeim bænum. strákarnir undu sér bara nokkuð vel þarna. svo komumst við auðvitað í gegnum enn ein áramótin í faðmi fjölskyldu minnar. þetta var líka mjög vel heppnað, rólegt og þægilegt. að vísu var ansi mikið rok, og sprengjuvargarnir í fjölskyldunni gerðu óvart skotárás á leikskóla í grenndinni, en allt fór þetta nú vel. nú eru strákarnir mínir í vestmannaeyjum en þar eru gleðilæti mikil í dag og þrettándanum fagnað og svo koma þeir heim á morgun og þá er annar í þrettánda hjá þeim.... hehe þeir fá allt tvöfalt þessar elskur.
en nú er bara að hella sér í bókhaldið og sjá hvernig jólahúsið kom út úr árinu 2007og kanna hvort ekki sé ráð að panta sér flug til frankfurt til að fara að huga að næstu jólum. þau verða komin áður en þið vitið af........